Panta frá Bandaríkjunum

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Krissi
Póstar: 12
Skráður: 9. Apr. 2005 20:27:23

Re: Panta frá Bandaríkjunum

Póstur eftir Krissi »

Sælir,

Mig vantar smá upplýsingar um pöntun á módel pökkum frá Bandaríkjunum með öllu. Hver er reynsla ykkar af þessum málum ? Hvað er mikill tollur á þessum vörum ?

Hvað þarf að athuga ef maður pantar sendir líka. Er vanadamál að koma þeim í gegnum tollinn/fjarskiptaeftirlitið ? Þarf maður ekki að kaupa 35 Mhz kristalla í stað þeirra sem koma frá BNA ?

Það væri fínt að heyra reynslusögur frá þeim sem hafa pantað t.d. frá TowerHobbies.

Kv,

Kristján Úlfsson
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Panta frá Bandaríkjunum

Póstur eftir Agust »

Sæll Kristján.

Það er alveg kristaltært að ekki gengur að panta senda frá BNA. Þeir eru flestir á 72Mhz og nægir alls ekki að setja 35 MHz kristalla í þá.

72 Mhz eru ekki leyfð hér á landi, þó svo að nokkrir noti þá tíðni, en þá hafa menn komið með sendana inn í landið sjálfir. Það er næstum öruggt að Fjarskiptaeftirlitið mun stöðva innflutning á 72 MHz sendum, ef þeir eru fluttir inn á venjulegan hátt.

Sjálfur hef ég oft pantað frá Tower Hobies og Hobby-Lobby. Það hefur alltaf gengið mjög vel.

Ágúst





Ef þeir eru fluttir
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Krissi
Póstar: 12
Skráður: 9. Apr. 2005 20:27:23

Re: Panta frá Bandaríkjunum

Póstur eftir Krissi »

Sæll,

Já það var það sem ég reiknaði með. En væri hægt að panta senda frá t.d. Danmörku eða UK á 35 Mhz tíðni ?

Er það rétt skilið hjá mér að það sé 10% tollur á módelvörum ?

Krissi
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Panta frá Bandaríkjunum

Póstur eftir Sverrir »

Getur pantað senda frá Danmörku og Bretlandi og fleiri Evrópulöndum ef því er að skipta.
Það er 10% tollur og svo 24.5% VSK, sjá annars fínan þráð þar sem við vorum að kryfja
gjöld og annað tengt innflutningi.

Svo er líka allt í lagi að kanna hjá innlendu búðunum hvort þær eigi e-a senda á sambærilegu
verði þegar búið er að reikna dæmið til enda. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara