[quote=Björn G Leifsson][quote]...þá boraði ég öxul í sama máli og dempararörið og sagaði það í tvennt og setti á milli eins og sést á myndinni...[/quote]
Ég átta mig ekki alveg á þessu? Kastklukkan er væntanlega hálfringlaga bitinn sem er festur í sleðann og notaður til að ýta á og rétta úr beygjunni en öxullinn hvar kemur hann inn í dæmið, þessi sem þú sagar í tvennt???
Ertu að meina að þú bjóst kastklukkuna úr öxli sem þú hafðir borað??
Mér finnst þetta rosalega fróðlegt, að sjá þesa tækni sem þú beitir. Þetta kennir menni margt, eins og þeta með að hita stykkin til að ná þeim sundur og setja saman.[/quote]
Sæll Björn
Ég gleymdi auðvitað að taka mynd af kastklukkuni þegar ég var að þessu en hún lítur svona út
Og notast svona, og auðveldar manni verkið heilmikið.
Ég tók engar myndir af öxlinum sem ég smíðaði hálfmánan úr enn hann er sýndur hérna inn í rauða hringnum, þessi hálfmáni er ekki festur við neitt ég setti hann bara á milli verkfærahaldarans og dempara rörsins.

Hérna er ágætis sýnishorn á notkun kastklukkunar
http://www.youtube.com/watch?v=Hi_s0iQk ... re=related
Vona að þetta skýrist svona, ef ekki þá bara spyrja
Kveðja Gummi