Brekkusíðu Luftwaffe

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Árni H »

Er þetta svona "snúningshandfang" eða hvaðnúáaðkallaþetta? Ég man ekki eftir að hafa séð margar skalaútfærslur á svona handfangi. Skemmtileg pæling!

Kv,
Árni Hrólfur
Passamynd
Kjartan
Póstar: 83
Skráður: 22. Nóv. 2008 01:44:20

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Kjartan »

Mér sýnist þetta vera líkast það sem ég kalla Landrover læsingu.
Þú ættir að kannast við það Árni.

Kjartan
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Árni H »

Jaaaaaaaaaaaaaá - alveg rétt. Þetta er úr hinum svokallaða Skyrover:

Mynd
Passamynd
Kjartan
Póstar: 83
Skráður: 22. Nóv. 2008 01:44:20

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Kjartan »

Já hann er flottur Skyroverinn, hvernig væri að þú smíðaðir einn svona Arni.

En áfram með smíðina.

Næst var að koma aftari byssuni á sinn stað.

Mynd

Ég átti líka eftir að smíða smá kubb við aftur hjólið.

Mynd

Þennann kubb þarf að trebba eins og annað.

Mynd

Þá er bara eftir að pússa og fínisera.

Mynd

Næst á dagskrá er að smíða lokunar búnaðinn fyrir canopyuna.

Kveðja úr Brekkusíðunni.
Kjartan
Passamynd
Kjartan
Póstar: 83
Skráður: 22. Nóv. 2008 01:44:20

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Kjartan »

Áfram er dundað

Næst er að smíða 6 litla kassa sem falla inn í skrokkinn, voru notaðir sem handgrip og fótstig.

Mynd
Mynd
Mynd

Síðan er það oppnunarbúnaðurinn.
Guðmundur rennismiður og luftvaffe félagi, er með heilan rennibekk heima í stofu,
Eftir síðustu helgi kom hann með búnaðin færandi hendi sem ég ætla að nota, Snild.

Mynd

Ég boraði 6mm gat fyrir miðjuna og 1,5 í hornin og snitta fyrir 2mm skrúfum.

Mynd
Mynd
Mynd

Síðan þarf að líma lista í fram gluggann til að koma fyrir festingunum fyrir læsingunni.

Mynd

Á sama tíma hefur Gummi verið að vinna í lúgunum á FW190

Mynd
Mynd

Meira síðar
Kveðja að norðan
Kjartan
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Þetta er glæsilegt hja ykkur það verðurgaman að sja þessar velar hja ykkur i sumar ef þið naið að klara þær, gangi ykkur vel
Kv Einar
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Jónas J »

Hlakka mikið til að sjá þær þegar þær verða tilbúnar :)


Kveðja Jónas J
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Messarinn »

Þakka ykkur fyrir drengir mínir.Maður verður líklega að herða sig í smíðinni ef maður á að takast að klára fyrir sumarið.

Á þessari mynd er ég búinn að líma krossviðs renninga innan í vélarhlífina, fyrir lokin að leggjast að.
Mynd

Hérna sést vel hvað rifurnar eru misbreiðar og ójafnar þegar vélahlifs lokin eru lokuð
Mynd


Sem uppfyllingar efni, blanda ég saman þunnt epoxi resin og microballoons þannig að mixið verði nánast þurrt viðkomu, því þá er gott að pússa það eftir að það harnar
Mynd


Til að lokin festist ekki við vélarhlífina þá lími ég límband á brúnir loksins og byrja að smyrja mixinu í rifurnar
Mynd


Þá er bara að bíða eftir að mixið harni
Mynd


Svo er umfram efnið pússað niður og lokin losna sjálfkrafa frá því mixið festist ekki við límbandið
Mynd



Hérna sést vel hvernig þetta kemur út hjá mér. Ágæt bara
Mynd



Og lítu enn betur út eftir smá sprautun með grunni.
Mynd


Næst er að smíða 9 stk smellur sem verða eitthvað í líkingu við orginal vélarhlifs festingarnar
Mynd

Meira seinna
Kv MessarinnMynd
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Sverrir »

Flottur!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Gaui »

Góður Gummi! Þetta er meiriháttar hjá þér.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara