Sænskir stórsmiðir

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Sænskir stórsmiðir

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Olle og Walle eru tveir félagar í Stokkhólmi sem vert er að taka eftir.

Olle Sköld og Christoffer Wallstenius félagi hans halda úti sínum eigin sænska flugmódelvef
Það sem er sérstakt er að þeir tilheyra ættkvísl flugmódelfíkla sem hefur tekið mið á að smíða stórar farþegavélar.

Olle er að smíða hvorki meira né minna en Airbus 380 í skala 1/22.3 Sumir þekkja hann sem "Airbuzz" á RCGroups vefnum en þar hefur verið í gangi langur spjallþráður um A380 verkefnið hans. Mig minnir að við höfum rætt þetta hér fyrir allnokkru.

Olle er nýlega búinn að setja upp myndasafn af smíðinni. Síðan er dálitla stund að hlaðast inn svo hafið þolinmæði.
FLeiri svona verkefni er fjallað um á vefnum þeirra. Ég hef ekki sjálfur haft tíma til að skoða það allt en myndasíðan um A380 verkefnið er heillandi.
Hugsið ykkur... 3,6 metra vænghaf, öll límd saman úr tilskornum 3 mm Depron frauðplastplötum og heildarþyngd einhvers staðar kringum 4-5kílógrömm!!!!!
15 servó, 4 rafmótorar, smátölvustýrður lendingarbúnaður, starfhæfir Fowler-flapsar, fullur ljósabúnaður utan sem innan.
Þetta er ekki alveg út í bláinn hjá Olle því hann hefur gert fleira í svipuðum dúr áður
Hér eru myndir af A340 og á forsíðu vefsins er hægt að ná í vídeó af henni á flugi. Tær snilld!!!!

Fyrir ykkur sem ekki hafa búið allt of lengi í Svíþjóð eins og ég, eða af öðrum ástæðum skiljið ekki þetta hrognamál þá er hér enskar spjallsíður hjá þeim þar sem hægt er að hafa samband við félagana.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Sænskir stórsmiðir

Póstur eftir Sverrir »

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Sænskir stórsmiðir

Póstur eftir Agust »

Sælir

Hvar fær maður svona depron plast?

Er það selt hér á landi?

Í hvað er það almennt notað (fyrir utan flugmódel)?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Sænskir stórsmiðir

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég er búinn að leita að Depron og svipuðu efni í rúmt ár án árangurs. Það er enginn mér vitanlega að flytja þetta hingað. Heldur ekki svipuð efni.
Þetta eru einfaldlega pólýstýren frauð í þunnum plötum með tiltölulega þéttan, "non-cellular strúktúr". Það er til í mörgum útgáfum.
Depron er hollenskt vörumerki og það vinsælasta til að smíða úr.
Depron B.V., Wetering 20 NL-6002 SM Weert, Holland
Danskt umboð: Budde, Schou & Co.

Plöturnar eru framleiddar sem gólfeinangrun, sérstaklega í gófl með hitaelementum skilst mér, en önnur efni til slíks eru notuð hér.
Hér eru myndir af sex og þriggja millimetra plötum:
Mynd
Mynd

Ég tók heilt búnt af 6 mm með frá Danmörku fyrir nokkru, það kom frá Graupner og í ýmsum litum. Er að verða búinnn með það.
Olle hinn Stokkhólmski er að kanna hvaðan sá sem selur honum efnið fær það og ætlar að láta mig vita. SVo er bara að finna út hagkvæma leið til að fá það hingað.
Annað frauðplast sem ég er spenntur fyrir að ná í er EPP eða expanded polupropylene en það er mýkra og seigara en pólýstýrenið og hægt að búa til mjög harðger flygildi úr því sbr. Southern-X

Önnur stór Depron-farþegavél
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Sænskir stórsmiðir

Póstur eftir Sverrir »

Nokkrar skemmtilegar depron vélar > http://www.rcmodelflyers.co.uk/4um/inde ... ic=21221.0
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Sænskir stórsmiðir

Póstur eftir Agust »

EPP er mikið notað í módel frá Multiplex og kallast þá Elapor. Ég held að Elapor sé vörumerki Multiplex, og einhvers staðar hef ég séð að það eigi að vera örlítið endurbætt (að sögn Multiplex) EPP.

Ég á gamla TwinJet úr Elapor. Hún hefur fengið að kenna á ýmsu sem hefði mölbroðið venjuleg módel. Órtúlega seigt efni sem má líma með venjulegu sekúndulími og epoxy.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Sænskir stórsmiðir

Póstur eftir Björn G Leifsson »

SouthernX flygildið sjá hlekkinn í fyrra inleggi hér ofan, er hægt að búa til úr plötum sem amður sker sjálfur með heitum vír.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara