Verðlagið í Noregi er þannig að maður veltir fyrir sér að taka með sér nesti héðan.
Í Osló fann ég búð í göngufæri við miðbæinn.
Modell-Hobby
Skovveien 27
N-0257 Oslo
Phone: +47 2244 2015
http://www.hobbyland.no/

Ágætis verslun svo sem en verðið svipað eða hærra en í ónefndri dótabúð í grænu húsi.
Auðvitað allt vaðandi í Bílablíngi. Lítið til af nýmóðins græjum fyrir okkar eðla sport. En þó hitt og þetta. Verðið á Oracover hitafilmunni sló samt öll met. Selt af stórum rúllum á 120-130 NOK meterinn!!! ( 1 NOK = 9,9 ISK)
"Deilæt robberí".
Svo rakst ég eitt kvöldið á Kyosho-sérverslun niðrí miðbæ á Kongens gate held ég hún heiti. Gegnum rimlana mátti sjá ýmis falleg flygildi. Þarf að líta þangað á verslunartíma næst þegar ég fer.
Það eru víst til fleiri RC-búðir í Osló en ég er ekki viss um að ég nenni að eltast við þær.
Ha-de'