Fokker D.VIII

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir jons »

Einhvern tímann í haust, í balsaryki og límvímu á Grísará, ákváðum við Gaui og Árni Hrólfur að þegar Das Ugly Stik smíðinni væri lokið myndum við hefja smíði á Fokker D.VIII. Þar sem það er öllum hugsandi mönnum ljóst að það borgar sig tæplega að smíða færri en 3 eintök af flugvélum í einu, ákváðum við að framleiða þrjár orrustuflugvélar samtímis.

Mynd

Þar sem ég lauk svo loks við Stikkinn minn nýlega hef ég hafist handa við að búa til efnið í Fokkerana.

Fyrst er að skera efnið gróflega niður. Þarna sjást öll væntanleg vængrif - í þrjár vélar.
Mynd

Síðan þarf að raða hverri rifjategund upp og festa ljósritaða útgáfu ofan á rifin. Við límum rifin saman með spray-lími, og notum sama lím til að festa ljósritið ofan á. Gott er svo að lokum að stinga 2 pinnum í gegnum rifin til að þau renni ekki til við sögun þar sem þetta lím gerir lítið meira en að tylla rifjunum saman.
Mynd

Svo er einfaldlega sagað meðfram.
Mynd

Hérna sést svo afrakstur dagsins. Nú á ég bara eftir að saga niður rúmlega þrjátíu vængrif til viðbótar.
Mynd

Við vorum líka búnir að móta útlínurnar á hæðar- og hliðarstýrin með því að líma saman þunna lista, bleytta í vatni. Þegar hefðbundnu, hvítu trélími er blandað vatni verður það harðara en venjulega og því ætti ekki að vera neitt vandamál að rúnna kantana eins og þarf að gera síðar.
Mynd

Meira síðar.

kv Mummi.
Jón Stefánsson
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir jons »

Ég gleymdi reyndar litlu rifjunum í hallastýrunum. Með þeim á ég eftir að saga samtals um 70 rif...
Jón Stefánsson
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Sverrir »

Lofar góðu :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Flugvelapabbi »

er ekki D vIII i fullorðinna manna skala, eg a við 1/3.

Kveðja
Einar
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Gaui »

Sæll Einar Páll

Ekki alveg fullorðin -- svona á unglingastiginu í 1/4 skala. Það var ekki hægt að fara neðar. Hún er nú samt vel stór samt, með vænghaf upp á tvo og þrettán (84 tommur)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Þokkalega þroskað, annars grinlaust þetta er flott hja ykkur
Kv
EinarPall
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Björn G Leifsson »

:D Ja það á ekki eftir að skína mikil sól á Melana þegar þessar eru komnar þangað í hóp.

Ég verð að seja að valið á viðfangsefni er skemmtilega sérstætt. Þetta eru ekki þekktustu vélarnar, áttu stutta starfsævi í lok fyrra stríðs en það er margt nýstárlegt við þær svo sem einvængja hangandi neðan í heilklæddum væng (klæddur með krossviði var það ekki?)
Hvernig væri ef þið Smíðarár-grísarar settuð litla ritgerð saman handa okkur hinum um sögu og tilurð þessarar vélar?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Gaui K »

þetta á eftir að verða flott.En ég er að spá í hvort þið sagið rifin beint á balsan? þe.Byrjið ekki á að saga út á krossvið eða eitthvað hart og gera svo rifin eftir þeim mótum ? Þá væru til mót til að gera við skemd rif síðar ef eitthvað skemmist.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Gaui »

Við bara skelltum teikningunni á ljósritunarvélina og límdum svo útlínur rifjanna á stafla af balsa. Svo var bara sagað út. Bæði balsastaflinn og pappírinn voru límd (tímabundið) með spreylími fyrir ljósmyndir.

Og við smíðum ekki með það fyrir augum að gera við síðar. Ef (og ég undirstrika EF) eitthvað kemur uppá, þá eigum við teikninguna. :cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir jons »

Jæja, samsetning hófst í dag. Ég lauk við að líma saman finna og rudda annars vegar og stél og hæðarstýri hins vegar.

Mynd

Mynd
Jón Stefánsson
Svara