Tíminn líður og sunnudagsmorgunköffin að Grísará ganga sinn vanagang í balsaryki og Jasta 6 pælingum. Gaui byrjaði að pússa vænginn á Fokkernum og Mummi fylgdist áhugasamur með.
Í upphafi fannst Gauja gríðarlega gaman að pússa og sagðist hafa séð hann svartari en að pússa einn andsk... væng enda þekktur fyrir tvíþekjusmíði.
Þegar leið á morguninn fór hann hinsvegar að hafa á orði að þetta helv... væri ekki fyrir hvíta menn svo Mummi ákvað að reyna að stytta honum lífið með því að slá á vænghörpur og fara með japönsk Haikaljóð á frummálinu, áheyrendum til blandinnar ánægju.
Því var ákveðið að Mummi héldi bara áfram að smíða "My little Fokker".
Ég þoli ekki að pússa, ég hata fylligrunn, balsatréð er planta djöfulsins, mér leiðast flugmódel... &%#%#&%$
Á meðan allt þetta fór fram og þrátt fyrir gusur af gráu pússivatnsógeði tókst mér að halda áfram með vængmiðjuna mína. Næst á dagskrá er að ganga frá vængrörinu og klæða svo með 2mm balsa.
Kveðjur bestar,
Árni Hrólfur
Jasta 6
Fokker D.VIII
Re: Fokker D.VIII
Hvaða sorgarrönd er þetta á myndunum Árni?
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Fokker D.VIII
Hún hverfur þegar ég næ ykkur...
Re: Fokker D.VIII
Gaui pússar væng
Og ég pússa minn bráðum
En langt í Árna.
Vitaskuld sagði söng ég þetta á japönsku í morgun. Þýðingin nær þessu ekki alveg. Annars áttaði ég mig ekki á því að þú værir með myndavél þarna í morgun - maður þarf greinilega að líta betur í kringum sig áður en næsta haiku-session verður tekið..
Og ég pússa minn bráðum
En langt í Árna.
Vitaskuld sagði söng ég þetta á japönsku í morgun. Þýðingin nær þessu ekki alveg. Annars áttaði ég mig ekki á því að þú værir með myndavél þarna í morgun - maður þarf greinilega að líta betur í kringum sig áður en næsta haiku-session verður tekið..
Jón Stefánsson
Re: Fokker D.VIII
..eyddu þessu bara
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Re: Fokker D.VIII
Rétt hjá þér Sverrir. Enda passar þessi texti á japönsku miklu betur eins og sést - ég tók myndina frá Árna, jók contrastinn, hækkaði upplausnina og jafnaði levels og viti menn! Textinn sem ég var að syngja kom í ljós! Mér leið bara eins og í CSI - skyndilega fékk maður upplýsingar úr myndinni sem maður hefði getað svarið að væru ekki þar rétt áður.
Jón Stefánsson
Re: Fokker D.VIII
Mummi kom við í skúrinn í morgun og vitnaði í Al Pacino í myndinni Scarface: "Say hello to my little friend!"
Þessi ónefndi flugmaður, sem Mummi er búinn að dunda sér við undanfarið, fékk að prófa að sitja í Fokkernum:
Hann er óneitanlega afar töff:
Annars var gaurinn að taka við nýju módeli um daginn og er skiljanlega nokkuð monntin af því:
Þessi ónefndi flugmaður, sem Mummi er búinn að dunda sér við undanfarið, fékk að prófa að sitja í Fokkernum:
Hann er óneitanlega afar töff:
Annars var gaurinn að taka við nýju módeli um daginn og er skiljanlega nokkuð monntin af því:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
- Helgi Helgason
- Póstar: 80
- Skráður: 8. Jún. 2006 21:37:13
Re: Fokker D.VIII
Á að koma fyrir fjarstýringarbúnaði í þetta?
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 617531.jpg
eða var þetta gert þráðlaust?:lol:
Til hamingju með barnið Mummi.
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 617531.jpg
eða var þetta gert þráðlaust?:lol:
Til hamingju með barnið Mummi.