[quote=PattRat]Nei hættu nú alveg Maggi manni verður kalt bara af því að horfa á myndina. Ekki reyna einu sinni að kalla þennan kulda flugveður ! Ertu ekki farinn að sóa góðu smíðaveðri með þessum þvælingi út á völl
Hvernig var það annars með GP þotuna sem þú varst byrjaður á fáum við ekki að sjá fleiri myndir af henni ?[/quote]
Nei Siggi minn!, smíða bara þegar kvölda tekur nægur tími á kvöldin ef maður gefur sér hann, þetta er svo frábært að vera svona "in the nature" og viðra sjálfan sig og ungviðið.
Var að vísu kalt en þetta er svo gaman! Vetrarflug er meiri háttar gaman ef maður kemst á lagið með það.
Þetta er líka hrein náttúruperla þetta flugsvæði hvort sem sumar eða vetur.
F-14 vélin var sett á smá "hold" og vék fyrir lítilli "pattern vél" sem ég er að klambra saman núna. Svo bíður Beaver líka, þannig að það er af nógu að taka.
Hérna er mynd af litlu pattern vélinni!

kv
MK