Saga úr póstmiðstöðinni.

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Saga úr póstmiðstöðinni.

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Fékk tíu HiTec servó frá Donald's Hobbies í Paris, Texas á alveg frábæru verði á útsölu sem því miður er búin.
Öll fylgibréf og kassinn rækilega merkt Donalds Hobbies
Þurfti að prenta út reikninginn af heimasíðu búðarinnar eins og gengur.
Daman kom skömmu síðar fram með eitt servóið, undrandi á svip og spurði hvað þetta væri.
"Stýrisvélar í flugvél" sagði ég eins og satt er og hún skrifaði það vandlega á pappírana.
Tollarinn kom skömmu seinna mjög ábúðarfullur og leit á mig eins og ég held þeir geri þegar einhver er að svindla og sagði að ég yrði að koma með yfirlit úr bankanum sem sýndi úttekt sem samrýmdist því sem á búðar-reikningnum stendur. Ætli hann hafi ekki farið á HiTec síðurnar þar sem listaverðið er gefið upp verulega hærra en útsöluverðið.
Reddaði því í hvelli í tölvunni þeirra.

Borgaði svo fyrir tollskýrslugerð, söluskatt en engan toll... að sjálfsögðu.
Segi ykkur þetta til að minna á að þetta eru engin leikföng sem við erum að fást við!
Mikilvægt að það komi skýrt fram þegar verið er að flytja inn vönduð og dýr tæki í stór og hættuleg loftför... ;)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Saga úr póstmiðstöðinni.

Póstur eftir Sverrir »

Flugvélavarahlutir bera einmitt engan toll ;)
Ætli tollarinn hafi ekki bara verið hissa á verðinu, varahlutir í flugvélar eru ekki það ódýrasta sem maður kaupir :(
Ennþá meira brjálæði að ætla að versla þá hér heima :mad: :mad:

Á að nota servóinn í e-ð eitt verkefni?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Saga úr póstmiðstöðinni.

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Þetta eru 5955 TG servó. 333 oz./24 kg tog í venjulega stóru hylki. Títan í tannhjólunum.
Sem sagt engin leikföng :)
Draga auðvitað talsverðan straum en hægt að nota eitt þar sem tvö eru venjulega notuð.
Útsalan líklega til þess að draga athyglina að póstversluninni, svona eins og þegar Krónan byður mjólkina á krónu líterinn.

Nokkur fara í Falconinn sem Eiki/Ingþór létu Hjört hafa til að gera upp.
Svo er aldrei að vita hvað maður finnur upp á. Þetta var bara gott verð og fyrst Hjörtur var að kaupa sér þá ákvað ég að taka nokkur líka.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Saga úr póstmiðstöðinni.

Póstur eftir Sverrir »

Jáhá, þetta eru nokkuð stór servó :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
HjorturG
Póstar: 188
Skráður: 15. Apr. 2005 17:01:03

Re: Saga úr póstmiðstöðinni.

Póstur eftir HjorturG »

Neinei bara venjuleg stærð... bara massívt tog í þeim :D
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Saga úr póstmiðstöðinni.

Póstur eftir Sverrir »

Hei :lol:
Icelandic Volcano Yeti
Svara