Bruni á glóðareldsneyti

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bruni á glóðareldsneyti

Póstur eftir Sverrir »

Var að heyra það að þegar glóðareldsneyti brennur þá er loginn vart sýnilegur og
einstaka sinnum hefur það komið fyrir að mótorar hafa kveikt í eldsneytinu þegar
þeir hafa bakslegið(e. backfire) í gangsetningu. Það mun þó ekki vera algengt í dag
með okkar flottu og nýtískulegu græjum.

Hverjir hafa prófað að kveikja í módeleldsneytinu sínu, svona upp með hendur :P,
eða geta frætt okkur nánar um bruna á (m)ethanoli?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Bruni á glóðareldsneyti

Póstur eftir Ingþór »

viðurkenni fúslega að ég hef kveikt oft og mörgum sinnum í módelbensíni með 5-30% nítró og svo virðist sem nítró magnið skipti mjög litlu máli varðandi það hversu vel það brennur en hefur mögulega einhver áhrif á lyktina sem kemur..... en allavega þá brennur eldsneitið eins og þú seigjir með mjög óljósum loga, sérstaklega í dagsbirtu, blá slikja byrtist fyrir ofan pollinn með smá gulum toppum við og við, það virðist heldur ekki brenna neitt sérlega heitt og skilur eftir sig mikin olíupoll þegar gamanið er búið... ég hef nú ekki kveikt í þessu af neinum vísindalegum ástæðum heldur bara vegna þess að ég er brennuvargur.

mæli með því að þú farir á öruggan stað og kveikir í smá módelbensíni til að fullnægja forvitni þinni og að þú takir með þér smá alvöru bensín til að fullnægja brenuvargnum í sjálfum þér þegar módelbensíns bruninn er búinn, því það er nokkuð ljóst að hann er ekki nærri því eins spennandi, en númer eitt tvö og þrjú: öryggið á oddinn...


vá ég er orðinn svo spenntur að ég held ég verði að kveikja á kveikjara eða eitthvað :D :D :D
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Bruni á glóðareldsneyti

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Svona - svona... Það er hættulegt að fikta með eld strákar. Í alvöru. ;)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Bruni á glóðareldsneyti

Póstur eftir Ingþór »

já það er satt.... maður ætti kannski bara að fara að stunda eitthvað öruggt..... eins og að byggja sér pulse jet engine
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Bruni á glóðareldsneyti

Póstur eftir Þórir T »

sælir

Strákar, ok, sammála síðustu ræðumönnum, mjög áhugavert að gera smá tilraunir á þessu, en munið; það þarf að fara varlega
sbr þessa frétt:

Innlent | Morgunbl. | 22.11.2005 | 5:30
Báðir piltarnir enn á gjörgæslu
Piltarnir tveir sem brenndust þegar þeir voru að fikta með eld skammt frá Naustabryggju í Grafarvogi í fyrrakvöld eru enn á gjörgæsludeild á Landspítalanum í Fossvogi. Annar þeirra er í öndunarvél.

með kveðju

Þórir Selfossi
Slökkviliðsmaður með meiru
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bruni á glóðareldsneyti

Póstur eftir Sverrir »

Ætli ég bíði ekki með fiktið fram að áramótum :D
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Bruni á glóðareldsneyti

Póstur eftir Ingþór »

hmmmm, afhverju grunar mig að það hafi verið einhver raunveruleg ástæða fyrir áhyggjum þínum? :D blanda af púðri, módelbensíni og FM móttakara er mjööööög spennandi, og held ég að módelbensínið muni spila mjög lítið hlutverk í öllum effectum öðrum en að knýja skrautið uppí loft... púður púður púður púður!
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bruni á glóðareldsneyti

Póstur eftir Sverrir »

Hehe, nei veistu þó ótrúlegt sé þá hef ég enga þörf fyrir að eyðleggja módeldótið mitt... alla veganna ekki ennþá :P
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Bruni á glóðareldsneyti

Póstur eftir Agust »

Er loginn ekki svipaður á litin og þegar kveikt er í spritti?

Metanólið í mótorglundrinu er skylt etanóli, glundrinu sem knýr mannskapinn á laugardagskvöldum.

Mig minnir að sprittloginn sé svipaður því sem Ingþór lýsir, bláleitur og gulur í toppinn. Hann er ólíkur venjulegum bensínloga, sem er miklu gulari, minnir mig.


Þó metanol líkist etanoli á margan hátt, þá er það baneitrað, eins og við vitum víst allir.
Margir hafa ruglast á venjulegum spíra og tréspíra, og verið heppnir ef þeir hafa bara orðið blindir en ekki slokknað alvag á þeim.

Ágúst

(fyrrverandi pyroman)
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara