Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstur eftir kip »

Forvarnir og fræðsla eru mikilvægur hlekkur og líklegri til að bera meiri árangur en stífar reglur. Enda er gaui ekki að setja reglur heldur leggja til "þumalputtareglu" sem væri gott ef flugmódelmenn kæmu sér saman um. :)

Þetta er nefnilega erfitt að setja reglur eða bönn um, því þegar ég er staddur á ættaróðalinu, sveitabæ lengst upp í heiði í Suður-Þingeyjarsýslu, fljúgandi þvers og kruss á túnum og heimreiðum eins og versti redneck, þá er er banni við flugi utan valla vera erfitt að framfylgja. Viðmið samin af flugmódelfélögunum í einföldum upplýsingabækling væri hinsvegar er hægt að nota sem þumalputtareglur, þ.e. nota þegar það á við.

Þess vegna kemur þetta með forvarnir í formi fræðslu. Skipulögð fræðsla um hættur fjarstýrðum flygildum, hvort sem er agnarsmáum parkfiðrildum eða stórum bensínvélum.

Hvernig fer sú fræðsla fram og hvað er rökrétt niðurstaða?

Að mínu mati er niðurstaðan sú að
1. fá sem flesta til að ganga í flugmódelfélag. ( Ingþór uss!! :D )
2. að formenn félaganna fundi með sínu fólki og farið verði í vinnu að smíða sameiginlegar leiðbeiningar fyrir flug á hverskonar fjarstýrðum flygildum á Íslandi. úr þessu yrði gerður einfaldur lítill bæklingur, einblöðungur með helstu staðreyndum um hættur sem geta myndast þegar fjarstýrt flygildi er sett á loft. Hér er ég ekki að tala um sameiginlegar reglur, alls ekki reglur, þær fæla frá og eru til þess fallnar að fá uppreisnarseggi til að æsa sig. Nei fræðsla í formi upplýsingabæklings sem ná til byrjenda jafnt sem lengra komna er ég að tala um.

Upplýsingabæklingur sem bæði hvetur fólk til að ganga í flugmódelfélag, tekur á helstu öryggisþáttum og bendir á hættur við flug nálægt þéttbýli.

Ég sé fyrir mér lítinn myndskreyttan samanbortinn einblöðung í lit sem leikfangabúðir myndu selja með parkflyerunum alveg eins og módelbúðir myndu setja eintak af þessum bækling ofan í kassana með ARF módelum. Fyrir þessum bækling stæði landssamband flugmódelfélaga (sem ég held að sé verið að ræða að stofna).

Skipulögð fræðsla er betri forvörn en bann í þessu máli. Það er mitt álit :)
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 521
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstur eftir Eysteinn »

[quote=Gaui]Þetta eru ekki kjánalegar reglur. Slys hafa orðið (sem betur fer ekki hér á landi) og fólk hefur látið lífið vegna þess að þeir sem voru að fljúga módelum fóru ekki eftir reglum um hvar og hvernig á að gera þetta.

http://www.telegraph.co.uk/news/uknews/ ... isses.html[/quote]
Þetta er dæmi um þær afleiðingar sem illa útbúið flugmódel getur valdið eða hvaða flugmódel sem er.

Þegar ég var að byrja í sportinu fyrir um 20 árum (14ára) þá var maður oft með afar vafasöm flugmódel, var ekki í klúbb og flaug stundum í Fossvogsdalnum eða bara á næsta grasfleti sem maður fann, gekk svo í Þyt og fór að þroskast með árunum(vonandi eitthvað).

Ég held að við sem erum í þessu sporti gerum okkur flestir grein fyrir þessari hættu og erum meðvitaðir um þetta.
8kg flugmódel á 120KMH er auðvitað stórhættulegt og á bara heima á sértökum flugsvæðum.

Hvað varðar svo kölluð "Park Flyer" foam vélar sem eru nokkur gröm.... getur ekki verið hættulegra en frispí diskur.


Þetta er bara spurning um heilbrigða skynsemi, góð ábending hjá þér Gaui. ;)

Við reynum svo allir sem einn að fara varleg í sumar.

Kær kveðja,
Eysteinn
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstur eftir Agust »

Ég hef séð menn vera að fljúga litlum módelum í almenningsgörðum í Englandi og amast enginn við því. Um daginn sá ég menn vera að fljúga í Richmond Park sem er í eigu krúnunnar.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstur eftir Sverrir »

Það er líka klúbbur starfandi í Windsor Park, það gerist varla konunglegra. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstur eftir Valgeir »

En er ekki samt í lagi að fljúa á túnunum heima í sveitini????
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstur eftir Ólafur »

Auðvitað máttu fljúga á túninu heima hjá þér,Þitt er valið og ábyrgðin. :)
Passamynd
Ljoni
Póstar: 70
Skráður: 8. Feb. 2009 03:19:04

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstur eftir Ljoni »

þetta ætti nú að vera í lægi ef manneskjann kann að byggja flugmódelið [quote]http://www.telegraph.co.uk/news/uknews/ … isses.html[/quote]
A 14-year-old girl died after being struck by an out of control, poorly-built model plane, an inquest was told yesterday.
ef manneskjan er reyndur flugmódel maður/kona þá ætti nú alveg að vera í lagi að fljúga í næsta garði eins og stendur í greinini poorly-built model plane
en ég veit alveg að slysin gerast og allt það

ekki samt skjóta mig fyrir þetta
K.v Lejon þór pattison
S:618-9236
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstur eftir Ingþór »

ef menn líma ekki límband yfir kristalinn flokkast það þá sem "poorly-built model plane"? jahh þá ef kristallinn dettur úr og vélin flýgur stjórnlaus útí buskann... jafnvel langt útí buskann og jaaafnvel, út fyrir viðurkenda flugvöllin sem maður er að fljúga á?
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Gaui
Póstar: 3680
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstur eftir Gaui »

Þetta eru hártoganir Ingþór og þú veist það. Viðkomandi módel sem var lýst sem "poorly built" var eiginlga sett saman eins vitlaust og hægt var með röngum límum og öllu vitlausu sem hægt var að gera vitlaust.

Módleið hans Steinþórs, hins vegar, var allt annað en illa smíðað og þú veist það líka. Og ég hefði ekki gefið í lendingarstaðinn ef hann hefði verið að fíflast á Klambratúninu.

Við skulum halda þessu á málefnalegum nótum og hugsa smávegis áður en við reynum að vera fyndnir.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Lengi getur vont versnað!!!!!!!!!

Póstur eftir einarak »

[quote=Gaui]Þetta eru hártoganir Ingþór og þú veist það. Viðkomandi módel sem var lýst sem "poorly built" var eiginlga sett saman eins vitlaust og hægt var með röngum límum og öllu vitlausu sem hægt var að gera vitlaust.

Módleið hans Steinþórs, hins vegar, var allt annað en illa smíðað og þú veist það líka. Og ég hefði ekki gefið í lendingarstaðinn ef hann hefði verið að fíflast á Klambratúninu.

Við skulum halda þessu á málefnalegum nótum og hugsa smávegis áður en við reynum að vera fyndnir.[/quote]
og nú ert þú að líkja því saman að vera með 250 gramma vél og að vera með 250cm vél á Miklatúni...
Svara