Það var fyrir svona vel rúmum 30 árum að undirritaður var alveg viss um að hann ætlaði að verða rafeindafræðingur. á þeim tímum voru transistorar ennþá merkilegir og smárásir kraftaverk.
Nú er ég dottinn í það aftur. Búinn að finna allt gamla draslið mitt og búinn að versla ýmislegt hér og þar, meðal annars hjá köllunum í Íhlutir en þar fæst það mesta til hins flesta.
Ég er líka búinnn að liggja á netinu eins og lús á hárstrái og finna heila dobíu af efni.
Alveg magnað hvað maður getur lært mikið nú til dags án þess að einu sinni hafa sig á fætur. Það jafnast ekkert á við að liggja frameftir á jóladagsmorgni með fartölvuna á maganum og sörfa.
Það sem ég ætla að segja ykkur frá eru nokkrar aldeilis magnaðar síður sem eiga kannski eftir að kveikja í einhverjum sem eru með svipaðar dillur og ég.
Fyrst ætla ég að segja ykkur frá Tony van Roon.
Hann segir nú ekki mikið frá sjálfum sér en milli línanna á síðunum hans má lesa að hann kenni rafeindaverkfræði við háskóla í Guelph í ontariofylki í Canada og komi upphaflega frá Hollandi.
Hann er flugmódelfíkill, radíóamatör, gulleitarmaður, matgæðingur og ja ... þúsundþjalasmiður.
á síðunum er heill hellingur af nytsömu kennsluefni um rafeindafræði
(nauðsynlegt fyrir mig sem aldrei get lært muninn á collector og emitter) og tugir af verkefnum af ólíku tagi. Það sem er spennandi fyrir okkur eru öll verkefnin sem nýtast í fjarstýrðum módelum.
Má þar meðal annars nefna einfaldan fjarstýrðan rofa sem nota má til dæmis til að kveija og slökkva siglingaljósin á flotta skalamódelinu. Eða á glóðarhitaranum.
Það var einmitt spurningin um Siglingaljós sem kveikti í mér að segja ykkur frá þessu.
Hér er nefnilega síða sem skýrir út allt um ljósdíóður (LED) (ekki frá Tony) sem maður þarf að vita til þess að geta búið til eigin siglingaljós, jólaskraut eða hvað það nú er sem maður vill skreyta flottu vélina sína með.
Það er reyndar eitt sem ég vil gera athugasemd við. Þarna er talað um að nota móttakarabatteríið til að drífa ljósin en ég held það væri skynsamlegra að nota sér rafhlöðu. venjulegt 9 volta batterí er ekki svo þungt og ef þyngdin er atriði getur maður notað litlar Lithium Polymer sellur sem vega nánast ekki neitt.
Aðalfítusinn í þessari síðu er svo reiknivél neðst til þess að reikna út stærðina á viðnáminu sem alltaf þarf að tengja í seríu við ljósdíóðuna. Þetta vafðist fyrir mér og varð til þess að ég fann þessa síðu.
Hjá Íhlutir fékk ég pakka með nokkur hundruð mismunandi viðnámum svo maður getur prófað sig áfram en það er auðvelt að steikja ljósdíóðurnar ef maður byrjar með of lítið viðnám.
Svo fann ég alveg svaðalega sterkar hvítar ljóskastaradíóður á slikk í Garðheimum. Þær eru seldar nokkrar í pakka á rúman 300-kall sem varaperur í flottu díóðuljósanetin eins og þau sem hanga í trjárenglunum fyrir utan búðina. Perfekt í lendingarljós og anti-collision strobe (held ég).
Nú jæja. Best að drullast á fætur og kveikja á lóðbotanum.
Gleðilegt framhald eins og sagt er í Svíþjóð.
Sjáumst.
Rafeindadillur...
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Rafeindadillur...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Rafeindadillur...
Hvenær hefst svo bílskúrsframleiðsla á módelljósum fyrir módelmenn
Icelandic Volcano Yeti
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Rafeindadillur...
[quote=Sverrir]Hvenær hefst svo bílskúrsframleiðsla á módelljósum fyrir módelmenn [/quote]
Sjá fyrst hvernig mér tekst til... Er búinn að finna gamla NE555 smárás, nú er bara að finna út hvernig ég get fengið hana til að gefa mér sannfærandi "strobe" blikk...
Sjá fyrst hvernig mér tekst til... Er búinn að finna gamla NE555 smárás, nú er bara að finna út hvernig ég get fengið hana til að gefa mér sannfærandi "strobe" blikk...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Rafeindadillur...
fann þetta myndband einhverntímann á netinu, lítið mál að fljúga þessu í myrkri
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Rafeindadillur...
[quote=Ingþór]fann þetta myndband einhverntímann á netinu, lítið mál að fljúga þessu í myrkri [/quote]
Jú þetta er ein af inspirasjónunum.
Mig minnir að þetta sé komið frá þessum svíum. Þeir nota PIC smárás til þess að stýra ljósunum.
Hér er síða sem lýsir hvernig nota má slíka rás til þess að stjórna siglingaljósum.
Pic rásir er hægt að útbúa til þess að stýra öllu mögulegu svo sem hjólabúnaði. Það þarf þó sérstakt áhald ("brennara") til þess að forrita þær.
Svíarnir fyrrnefndu nota svona forritaðar rásir til þess að stýra hjólastelum og hjólskálalokum áAirbus þotunni sem þeir eru að smíða.
Það má segja að svona rásir séu eins og litlar tölvur. Það þarf forritun til að stilla þær en þá geta þær líka séð um flókna sjálfvirkni eins og að draga upp hjól hægt og rólega, skynja þegar rofi segir að hjólið sé uppi og loka þá lúgunum hverri eftir aðra með forrituðum hraða.
Sá svona PIC græjur, bæði tilbúnar og í kitti hjá Íhlutum.
Þetta gefur sjúklega möguleika en er þó einum of djúpt fikt fyrir einfaldan fúskara eins og mig, allavega enn.
Hérna er spjallþráður á sænsku um hvað þarf til að vinna með PIC rásir.
Jú þetta er ein af inspirasjónunum.
Mig minnir að þetta sé komið frá þessum svíum. Þeir nota PIC smárás til þess að stýra ljósunum.
Hér er síða sem lýsir hvernig nota má slíka rás til þess að stjórna siglingaljósum.
Pic rásir er hægt að útbúa til þess að stýra öllu mögulegu svo sem hjólabúnaði. Það þarf þó sérstakt áhald ("brennara") til þess að forrita þær.
Svíarnir fyrrnefndu nota svona forritaðar rásir til þess að stýra hjólastelum og hjólskálalokum áAirbus þotunni sem þeir eru að smíða.
Það má segja að svona rásir séu eins og litlar tölvur. Það þarf forritun til að stilla þær en þá geta þær líka séð um flókna sjálfvirkni eins og að draga upp hjól hægt og rólega, skynja þegar rofi segir að hjólið sé uppi og loka þá lúgunum hverri eftir aðra með forrituðum hraða.
Sá svona PIC græjur, bæði tilbúnar og í kitti hjá Íhlutum.
Þetta gefur sjúklega möguleika en er þó einum of djúpt fikt fyrir einfaldan fúskara eins og mig, allavega enn.
Hérna er spjallþráður á sænsku um hvað þarf til að vinna með PIC rásir.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Rafeindadillur...
spennandi.... ætli það sé hægt að fá allt í þetta fáist líka í íhlutum?
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Re: Rafeindadillur...
Og fyrir þá sem vilja gera svona rás fyrir næstu jól > http://www.wonderlandchristmas.com/wizardsofwinter.php
Icelandic Volcano Yeti