Nýliði

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Nýliði

Póstur eftir Sverrir »

Sæll Róbert velkominn á svæðið.

Persónulega myndi ég frekar mæla með ARF(Almost Ready to Fly) vél sem fyrstu vél og eyða þá frekar aðeins meiri tíma í næstu vél sem
þig langar að fljúga því það þarf oft ekki mikið óhapp til að módelið skemmist og þá er nú óneitanlega sárt að vera búinn að eyða miklum
tímafjölda í smíðina á því.

Hentungar byrjendavélar eru háþekjur sem geta flogið hægt og láta vel að stjórn, ekki væri verra ef nefhjól væri undir þeim.

En það er óþarfi að örvænta, ef þú ert harðákveðinn í að smíða fyrstu vélina þá detturðu að lokum niður á eitthvað sem hentar. :)

En svona í fljótu bragði þá eru hérna nokkrar vélar sem er að finna hjá Towerhobbies og gætu uppfyllt upptalninguna hér að ofan.
http://www2.towerhobbies.com/cgi-bin/wt ... LXJ557&P=0
http://www2.towerhobbies.com/cgi-bin/wt ... LXFG11&P=0
http://www2.towerhobbies.com/cgi-bin/wt ... LXKH24&P=0

Annars gætirðu prófað að hafa samband við Þröst hjá MódelExpress og athugað hvort hann eigi hentuga vél handa þér.
Hann hefur komið ófáum af stað í sportinu.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Nýliði

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Smá ráð frá einum sem komst í gang fyrir ekki löngu síðan og er djúpt sokkinn...

Alveg sammála Sverri varðandi að byrja með hálftilbúnar (ARF) vélar.
Alls ekki vitlaust að tala við Þröst (modex.is). Ég held að "startpakkarnir" sem hann er /var(?) með séu fínir til að komast í gang. Ekki auðvelt að gera fyrstu kaupin rétt á netinu og mín reynsla af Þresti er að verðið stenst vel gagnrýni.

Nógur tími seinna að ná sér í spýtur í kassa og smíða frá grunni. Aðalatriðið að komast slysalítið í gang með að fljúga.
Til þess að komast í gang án þess að brjóta allt of marga trainera er albesta fyrsta fjárfestingin módelflughermir. Tilvalið að útvega sér hann núna í vetrarmyrkrinu og fljúga honum sundur og saman fram á vor. Hann borgar sig fljótt upp held ég í færri brotlendingum seinna meir (Allir brotlenda!)

Ekki vitlaust að útvega sér góðan alvöruhermi strax í upphafi og þar eru bara 3 merki sem koma til greina en það eru: AFP deluxe, Reflex XTR og Real Flight G3. Þeir þurfa þó allir frekar öflugar PC tölvur.
Það eru til ódýrari kostir sem duga vel til að koma sér í gang og þurfa minni tölvukraft.
Einnig er alltaf möguleiki að einhver eigi notaðan hermi sem hann vill selja. Þar koma auglýsingarnar hér að góðum notum.

Svo þegar þú ert búinn að logga helling af tímum í herminum, farinn að geta amk haft örugga stjórn á hermi-vélinni í flugi að þér (vélin snýr nefinu í áttina til þín) og geta lent meira en annað hvert skipti slysalaust,,,, þá verður vorið komið og þú kemur út á völl og finnur einhvern til að hjálpa þér í loftið fyrstu ferðirnar. Gjarnan "í snúru" eins og það er kallað. Það er tekið vel á móti græningjum skal ég segja þér.

Annað gott ráð er að liggja á netinu og lesa allt sem að kjafti kemur um (módel-)flug. Þar má td benda á byrjendaráð á modex.is og síðurnar hans Gústa sem eru sígildar þó "gamlar" séu. Svo eru trilljón síður þarna úti um allt sme við kemur sportinu.

Gangi þér vel og láttu heyra í þér eftir þörfum.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Nýliði

Póstur eftir Sverrir »

Hérna eru greinarnar og pakkinn sem Björn var að tala um á vefnum hjá modelexpress.is

Kynningargrein http://modelexpress.is/Byrja/modelsport_kynning.doc
Byrjendagrein http://modelexpress.is/Byrja/modelsport_byrjendur.doc
Byrjendapakkinn http://modelexpress.is/Byrja/tilbod.htm
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Nýliði

Póstur eftir Sverrir »

Skrýtið, hljómar eins og kökuvesen, leyfðu mér að fylgjast með ef þú lendir aftur í þessu.

Ég myndi prófa að auglýsa eftir flughermi hérna í smáauglýsingunum.
Nánast undantekningarlaust er hægt að nota flughermi með öllum fjarstýringum, það þarf bara rétt millistykki/snúru.

Þessi flughermir sem þú vísar í heitir AeroFly Pro Deluxe og er einn af þeim sem Björn nefndi hér að ofan.
Til að fá út verðið á honum hingað heim þá þarftu að vita verðið með sendingarkostnaði.
Hér er fínn þráður þar sem við vorum að ræða þessi mál http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=168

Hafðu samband við gjaldkera Þyts vegna skráningar, allar upplýsingar um félagsgjöld og hvernig hægt sé að millifæra eru inni á heimasíðu Þyts ásamt upplýsingum um stjórnina.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Nýliði

Póstur eftir Björn G Leifsson »

AFP deluxe ar pottþéttur. Þarft ekki að hafa áhyggjur af að kaupa hann því hann tilheyrir þeim allra bestu og örugglega hægt að selja hann aftur ef svo ólíklega vildi til að þú hættir að nota hann.
Þarf þó sæmilega öfluga PC tölvu því grafíkin er mögnuð.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Nýliði

Póstur eftir Sverrir »

Vantar litla sæta kommu þarna, hermirinn heitir Reflex XTR og er einn af þeim sem Björn talar um hér að ofan.

[quote=Björn G Leifsson]Ekki vitlaust að útvega sér góðan alvöruhermi strax í upphafi og þar eru bara 3 merki sem koma til greina en það eru: AFP deluxe, Reflex XTR og Real Flight G3.[/quote]
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Nýliði

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Reflex er fínn.

Almennt má segja að Reflex og AFPD séu toppurinn og Real Flight G3 fylgi á hælana á þeim.
Reflex er meira í uppáhaldi hjá þyrlumönnum (enda þyrluáhugamenn sem hönnuðu hann) en AFPD er í uppáhaldi hjá þeim sem stunda háþróað vængjaflug.
Reflex er mjög fínn fyrir vængjaflug líka. Það þarf sérfræðinga til að finna muninn á flugeiginleikunum.

G3 er ekki slæmur en ekki eins góð kaup því það þarf að kaupa viðbótarpakka til að ná í fleiri vélar. Svo eru sérfræðingarnir ekki nógu ánægðir með flugeiginleikana. (Hjörtur leiðréttir mig ef þetta er rangt). Ekkert mál að ná frítt í fínar vélar (planka jafnt sem ringulreiðar) fyrir bæði AFP og Reflex sbr þráðinn "Raunveruleikinn... eða ekki????????"hér á spjallinu. Það er heil vefstöð full af ókeypis vélum í þessa helstu herma (en ekki G3).

Ég mundi segja að það borgaði sig að útvega almennilegan hermi strax. Ef maður festist í þessu þá tekur bara veturinn að verða það góður að minna fullkomin forrit (dæmi: FMS) verða ófullnægjandi.
Svo er alltaf hægt að selja það ef áhuginn dvín.

Allar fjarstýringar ganga með þessum hermum. Það er bara spurning um tengið á snúrunni. Hægt að kaupa millistykki eða búa það til ef maður skiptir um merki á fjarstýringu.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara