Heppni í óheppni

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Heppni í óheppni

Póstur eftir Agust »

Er einhver skýring á því sem gerðist?

Er nokkur möguleiki á að hleðslutækð hafi ekki verið rétt stillt? Sum hleðslutæki koma sjálfgefð upp í Auto mode þegar kveikt er á þeim. en Auto er eingöngu fyrir NiCd. Þetta er mjög varasamt þegar maður er að flýta sér.

Eða ætli rafhlaðan hafi verið biluð?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11509
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Heppni í óheppni

Póstur eftir Sverrir »

Tækið var rétt stillt, spurning hvort balanserinn hafi klikkað eða eins og þú segir galli í rafhlöðunni, vont að vera ekki viss. :/
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Heppni í óheppni

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Úff....!!! Það hefur engu mátt muna :/ Hvílík lukka að ekki fór verr. Bensín í tankinum rétt fyrir framan svo það hefði varla ráðist við eldinn hálfri mínútu seinna

Þessar LongGo eru svaka fín framleiðsla með festi-augum svo fæstir hafa fyrir því að ganga þannig frá að það sé auðvelt að taka þær úr til hleðslu. Ég hef allavega aldrei séð neinn gera það en þetta atvik sýnir að það algerlega nauðsynlegt.

Ég nota sjálfur gamlan kleinupott undir LiPo sellurnar og tek burt allt eldfimt úr næsta nágrenni en ég viðurkenni að ég hleð oftast sjálfur NiCd/NiMh án þess að taka þær úr vélinni. Mér skilst að hættan á eldsvoða sé líka fyrir hendi með þær svo kannski er best að líta svo á að það sé bara yfir höfuð aldrei óhætt að hlaða nokkurt batterí við aðstæður þar sem ekki "má" kvikna í þeim.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3684
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Heppni í óheppni

Póstur eftir Gaui »

Nú er ég sko hættur að hlaða ! :O
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Heppni í óheppni

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gaui]Nú er ég sko hættur að hlaða ! :O[/quote]
Hehe.. þú átt ekkert að vera að hlaða, bara smíða, ég skal hlaða :D

En ég er nú að hugsa til Gunna. Það hlýtur að vera hrikalegt að lenda i svona. Tekur tíma að ná sér.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
maggikri
Póstar: 5709
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Heppni í óheppni

Póstur eftir maggikri »

[quote=Björn G Leifsson][quote=Gaui]Nú er ég sko hættur að hlaða ! :O[/quote]
Hehe.. þú átt ekkert að vera að hlaða, bara smíða, ég skal hlaða :D

En ég er nú að hugsa til Gunna. Það hlýtur að vera hrikalegt að lenda i svona. Tekur tíma að ná sér.[/quote]
Já það hlýtur að vera erfiðara að lenda í svona tjóni, eða svipuðu(vél dettur úr loftinu í bílskúrnum) heldur en að krassa þeim út á flugvelli "tilfinningalega".

kv
MK
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Heppni í óheppni

Póstur eftir benedikt »

Sárustu krössin eru þegar eitthvað "klikkar".. þú getur alltaf sagt við sjálfann þig..djö ertu heimskur, heeeefði ekki átt að taka þetta auka spin þarna..... ;P.. en djö nagar maður sig í handabökin. Ég tók tvö kröss í fyrra þar sem kristallinn datt úr.. vá hvað ég var pirraður. .. Sökin var auðvitað mín, en þetta var ekki skill error.. og maður verður að trúa að maður verði betri að fljúga ;P
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Gummir
Póstar: 37
Skráður: 3. Maí. 2009 16:36:19

Re: Heppni í óheppni

Póstur eftir Gummir »

Ég kann auðvitað ekkert á þetta, en einmitt þess vegna er ég á kafi í að kynna mér málin, áður en ég lendi í vandræðum. Fann þennan stað fyrir þó nokkru, með upplýsingum um meðferð og hleðslu LiPo:

http://www.bananahobby.com/rc-models-ti ... -r-c-.html

Vonandi hjálpar þetta einhverjum.
Svara