Fréttir frá Íslenska Eldflaugafélaginu

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Fréttir frá Íslenska Eldflaugafélaginu

Póstur eftir Agust »

Ég fékk þennan póst frá Íslenska Eldflaugafélaginu



Sæl öll sömul,

mótortestið sem fram fór um síðustu helgi gekk alveg nánast alveg eins og í sögu. Segja má að mótorinn sé "safe to launch" sem þýðir einfaldlega að eldflaugaskot er á næstunni.

Hér má sjá nokkur video af testinu




Hér eru krafta- og þrýstingsgröf
Mynd
Mynd

Stefnt er að skjóta upp eldflauginni helgina 22-23. ágúst. Það verður samt með fyrirvara um veður en því miður er ekki hægt að stjórna því.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar vinnumyndir
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

--
Best regards / Kveðja
Magnus Mar Gudnason
magnus@eldflaug.com

Is +354 897-9201
DK +45 5314-9586

Amateur Icelandic Rocketry - Eldflaugafélagið AIR www.AIRrocketry.com - www.eldflaug.com
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Fréttir frá Íslenska Eldflaugafélaginu

Póstur eftir Messarinn »

Snilld,
gaman að fylgjast með þessu
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Fréttir frá Íslenska Eldflaugafélaginu

Póstur eftir Agust »

Sjá myndir frá eldflaugarskotinu í fyrra. Þá voru það nemendur HR sem voru að skjóta.

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/534844/

http://picasaweb.google.com/sunclimate/ ... ot5Ma2008#
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 943
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Fréttir frá Íslenska Eldflaugafélaginu

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Það er skemmtilegur fuglasöngurinn í myndböndunum.
Getraun: hvað heitir fuglinn(fuglarnir)?????
Kv.
Gústi
Passamynd
Gabriel 21
Póstar: 92
Skráður: 7. Jún. 2009 12:30:30

Re: Fréttir frá Íslenska Eldflaugafélaginu

Póstur eftir Gabriel 21 »

[quote=Ágúst Borgþórsson]Það er skemmtilegur fuglasöngurinn í myndböndunum.
Getraun: hvað heitir fuglinn(fuglarnir)?????[/quote]
Er þetta ekki Hrossagaukur ?
KV:Gabríel Daði
Falcon 50 SE í notkun, Great planes PT 20 í smíðum, TW Cessna 747 frá Bananahobby.com
Kemur sterkur inní sumar :D
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Fréttir frá Íslenska Eldflaugafélaginu

Póstur eftir Agust »

Póstur sem barst 21. ágúst:


[quote]"Jæja þá er komið að því.

Eldflaugaskotið verður á sunnudaginn klukkan 13:00 á Höskuldarvöllum við Keili. Flaugin sem um ræðir er um 8 kg og þar af er drifefnið um 2 kg.
Samkvæmt reikningum ætti flaugin að ná um 1000 km/klst og 3 km hæð en það tekur hana 25 sekúndur. Mesta hröðun er í kringum 17 g.

Hér er kort af leiðinni
http://eldflaug.com/uploads/AIRKNER/Hoskuldarvellir.jpg
Leiðin er greiðfær öllum venjulegum fólksbílum en vegurinn er þó nokkuð mikið þvottabretti á köflum. Gerið ráð fyrir minnst 45 min akstri frá Reykjavik.

Ég vil vinsamlegast biðja fólk um að virða þær reglur sem gilda um utanvegsakstur og fylgja leiðbeiningum okkar um hvar er best að leggja bílum. Einnig vil ég biðja fólk um að fara eftir öllum þeim öryggisreglum sem við setjum. Við munum girða skotsvæðið af og vert er að passa að börn leiki ekki lausum hala enda sjá þau oft ekki hvar hætturnar leynast þótt við stóru börnin gerum það. Við viljum engin slys!

Einnig væri gott að fá svar frá þeim sem ætla að koma til að geta áætlað fjölda.

Hér má sjá neðsta part flaugarinnar eða vængja hlutann og í bakgrunni er efsti parturinn eða nefið.
http://eldflaug.com/uploads/AIRKNER/FinCan/DSCF0807.JPG

Ennþá á eftir að mála mótohólkinn og vængina en þá verður flaugin sett saman í fyrsta sinn og frumsýnd :)

--
Best regards / Kveðja
Magnus Mar Gudnason
magnus@eldflaug.com

Is +354 897-9201
DK +45 5314-9586

Amateur Icelandic Rocketry - Eldflaugafélagið AIR www.AIRrocketry.com - www.eldflaug.com "[/quote]
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Fréttir frá Íslenska Eldflaugafélaginu

Póstur eftir Agust »

Þessi frétt var sett á vef Eldflaugafélagsins um miðnætti:

[quote]Skotið er á áætlun og vindur virðist vera að lægja á Höskuldarvöllum sem er gott mál. Eins og áður hefur komið fram verður skotið klukkan 13:00[/quote]
Enn er þó hvasst nú klukkan 09:20 samkvæmt mæli vegagerðarinnar http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faer ... st014.html

Fylgist með fréttum á vefnum: http://www.eldflaug.com
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Fréttir frá Íslenska Eldflaugafélaginu

Póstur eftir Guðjón »

[quote=Vísir.is 23/8/2009]Hátt í hundrað áhorfendur fylgdust með eldflaugarskoti

Mynd
Meðlimir eldflaugafélagsins AIR. Mynd/Valli
Öflugustu eldflaug, sem Íslendingar hafa smíðað til þessa, var skotið á loft frá Höskuldarvöllum nálægt fjallinu Keili laust fyrir klukkan hálfþrjú í dag. Eldflaugarskotið heppnaðist vel, þrátt fyrir töluverðan vind, en hann varð til þess að flaugin fór ekki þráðbeint upp í loftið heldur sveigði hún talsvert undan vindinum.

Flaugin náði um 1.000 kílómetra hraða og 2.700 metra hæð á 25 sekúndum en sveif síðan niður í fallhlíf til jarðar. Vegna vindhraðans lenti hún fjarri skotstaðnum og eru meðlimir íslenska eldflaugafélagsins þessa stundina að leita að henni útí í hrauni. Hátt í eitthundrað áhorfendur fylgdust með skotinu en myndir af því verða sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.[/quote]
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Fréttir frá Íslenska Eldflaugafélaginu

Póstur eftir Agust »

Getur nokkur hjálpað? Eldflaugin er týnd!


[quote]Sæl öll sömul,

ég vil þakka öllum þeim sem komu að fylgjast með þegar eldflauginni Globos var skotið á loft klukkan 14:20 að Höskuldarvöllum. Einnig vil ég sérstaklega þakka Binna, Eyþóri og Kára fyrir alla hjálpina við undirbúning skotsins bæði fyrir og eftir skot. Ég vil einnig þakka Arnóri og Jóa fyrir hjálpina á skotstað og öllum hinum sem tóku þátt. Án ykkur hefði þetta ekki reddast.

Samkvæmt gögnum úr RF sendi flaugarinnar náði flaugin um 2.7 km hæð, 1000 km/klst og þyngdarhröðunin var um 14 g. Flaugin náði hámarkshraða sínum á einungis 4 sekúndum! Því miður var slæmt skyggni og vindur var mikill og því erfitt að fylgja henni eftir og svo virðist sem engin hafi séð hana koma niður í fallhlíf en samkvæmt gögnunum sveif hún til jarðar undir fallhlíf.

Því miður klúðraði ég GPS búnaðinum og því eru engin staðsetningarpunktar og því er flaugin ennþá týnd! Í dag fór ég ásamt flugmanni og tveimur öðrum og flugum yfir hugsanlegan lendingarstað en því miður komu þau átta augu sem voru meðferðis ekki auga á flaugina.
Við leituðum allt upp í 10 km radius frá skotstað og flugum þónokkrar ferðir fram og til baka rétt yfir 300 metra hæð.

Ég hef setið í allt kvöld og reiknað út mögulegan lendingarstað samkvæmt gögnum úr helíum blöðru sem sleppt var frá keflarvíkurvelli. Gögnin sýna allt að 25 m/s vindhraða í 2500 metra hæð sem þýðir að "drift"
flaugarinnar er allt að 5-6 km. Ég hef einnig náð að ákvarða "drift trajectory" eða feril flaugarinnar undir fallhlíf en ferillinn sést hér sem rauð lína og endar á hugsanlegum lendingarstað.
http://eldflaug.com/uploads/Rockets/Glo ... ngZone.jpg

Erfitt er þó að ákvarða lendingarstaðinn út frá gögnunum frá keflarvíkurvelli vegna fjallgarðanna sem allt í kringum Höskuldarvelli en að svo stöddu get ég ekki framkvæmt nákvæmari reikninga en ég hef þegar gert.

Þeir sem eru vanir að ferðast á svæðinu og þekkja til fólks sem leggur leið sína þangað eru vinsamlega beðnir hafa augun opin. Flaugin sjálf er rauð á litinn og fallhlífin er svört með fjólubláum böndum og rauðum toppi. Einnig eru gulleit Kevlar bönd sem eru ca. 10 metrar að lengd.
Allt þetta gæti verið flöktandi en einnig er möguleiki að fallhlífin hafi rifnað af vegna vindsins sem gæti dregið flaugina áfram eftir hrauninu. Mynd af fallhlifinni http://www.giantleaprocketry.com/images/tac1_black.jpg

Ég hef ekki gefið mér tíma til þess að fara yfir myndir og myndbönd af skotinu en ég mun senda senda þau fljótlega. Þó nokkrir voru á staðnum sem smelltu af myndum og myndböndum. Mjög gaman væri að geta nálgast þau video á einhvern hátt.

Hér eru myndir sem Jóhann Jóhannson tók og frétt Stöðvar 2 http://thejoegallery.hopto.org/v/eldfla ... =x4bde807e
http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channe ... 25c3db5c7e

--
Best regards / Kveðja
Magnus Mar Gudnason
magnus@eldflaug.com

Is +354 897-9201
DK +45 5314-9586

Amateur Icelandic Rocketry - Eldflaugafélagið AIR www.AIRrocketry.com - www.eldflaug.com[/quote]
Mynd

"...ferillinn sést hér sem rauð lína og endar á hugsanlegum lendingarstað"
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Fréttir frá Íslenska Eldflaugafélaginu

Póstur eftir Agust »

Til fróðleiks. Þetta barst með póstinum:


English version below.

Sæl öll sömul,

hér að neðan er smá samantekt af margmiðlunarefninu sem til er af eldflaugaskotinu. Ég vil þakka þeim sem hafa gefið leyfi til að birta efnið.

Myndir frá mér, Kára Guðnasyni, Eyþóri Haukssyni, Jóhanni Jóhannsyni og Antoni Brink.
http://eldflaug.com/?pID=0124

Frétt Stöðvar 2 um skotið
http://www.youtube.com/watch?v=0V9t3ODi90s

Myndband sem Arnór Bergur Kristinsson tók og klippti saman http://www.youtube.com/watch?v=thZZJKoAJEk

Óþekktur áhorfandi
http://www.youtube.com/watch?v=uVJw9E9wDRY

Gröf sem sýna, hröðun, hraða, hæð og fallhraða http://eldflaug.com/uploads/Rockets/Glo ... ration.jpg
http://eldflaug.com/uploads/Rockets/Glo ... Scaled.jpg
http://eldflaug.com/uploads/Rockets/Glo ... titude.jpg
http://eldflaug.com/uploads/Rockets/Glo ... ocity1.jpg
http://eldflaug.com/uploads/Rockets/Glo ... ocity2.jpg
http://eldflaug.com/uploads/Rockets/Glo ... ocity3.jpg

Hæstu gildi:
Hæð: 2638 metrar
Hraði: 294 m/s eða 1058 km/klst
Hröðun: 12.9 g eða 126 m/s^2
Fallhraði: ~8 m/s

Því miður er eldflaugin ennþá týnd þótt að
- flogið hafi verið yfir svæðið fjórum sinnum
- gengið hafi verið upp á Keili og svipast um
- farið hafi verið um á krossara og svipast um
- sérþjálfaður leitarhundur og þjálfari hans hafi farið á áætlaðan lendingarstað og um nágrenni hans.


Þeir sem hafa áhuga að ganga um svæðið og leita enn frekar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband þar sem ég er búsettur í danmörku og get því miður ekki tekið þátt í leitinni. Það er hin fínasta hreyfing að ganga um svæðið :)

---------------------------------------
Hello everybody,

here is a summary of the multimedia that was gathered at the launch. I would like to thank those who took the pictures and videos for allowing me to publish them.

Pictures from me, Kári Guðnason, Eyþór Hauksson, Jóhann Jóhannsson and Anton Brink.
http://eldflaug.com/?pID=0124

Press Coverage from Channel 2 (Stöð 2)
http://www.youtube.com/watch?v=0V9t3ODi90s

Arnór Bergur Kristinnson took this video http://www.youtube.com/watch?v=thZZJKoAJEk

Unknown spectator
http://www.youtube.com/watch?v=uVJw9E9wDRY

Acceleration, velocity, altitude and descent rate http://eldflaug.com/uploads/Rockets/Glo ... ration.jpg
http://eldflaug.com/uploads/Rockets/Glo ... Scaled.jpg
http://eldflaug.com/uploads/Rockets/Glo ... titude.jpg
http://eldflaug.com/uploads/Rockets/Glo ... ocity1.jpg
http://eldflaug.com/uploads/Rockets/Glo ... ocity2.jpg
http://eldflaug.com/uploads/Rockets/Glo ... ocity3.jpg

Extreme values:
Altitude: 2638 meters
Velocity: 294 m/s or 1058 km/h
Acceleration: 12.9 g or 126 m/s^2
Descent rate: ~8 m/s

Unfortunately the rocket is still missing even though the following have been done
- four flights over the area (down to 300 meters AGL)
- hiking up to the mountain Keilir and looked around with a 7x50 telescope
- dirt bikes used to cover the area
- special trained rescue dog with his trainer searched the area around
(1-3 km radius) the estimated landing zone

Those who are willing to participate in the search of the rocket can contact me. It is always good to take a walk from time to time :)

--
Best regards / Kveðja
Magnus Mar Gudnason
magnus@eldflaug.com

Is +354 897-9201
DK +45 5314-9586

Amateur Icelandic Rocketry - Eldflaugafélagið AIR www.AIRrocketry.com - www.eldflaug.com
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara