06.08.2009 - Flugkoman á Melgerðismelum

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 06.08.2009 - Flugkoman á Melgerðismelum

Póstur eftir Sverrir »

Laugardaginn 8.ágúst nk. heldur Flugmódelfélag Akureyrar sína árlegu flugkomu á Melgerðismelum og hefst fjörið stundvíslega kl.9.

Eins og í fyrra verður flugkoman haldin við flugstöð Þórunnar Hyrnu enþar munu gestir og gangandi geta verslað sér kaffi og meðlæti frá kl.10-17. Um kvöldið verður svo grillað við Hyrnuna og verður hægt að versla matarmiða yfir daginn í veitingasölunni eða greiða á staðnum. Sendagæsla verður á staðnum eins og undanfarin ár og eru menn vinsamlegast beðnir um að skila sendinum þangað um leið og komið er á svæðið.

Þetta er ein af stærri samkomum módelsumarsins svo stóra spurning hlítur að vera: Hvar verður þú á laugardaginn kemur!?

Hægt er að sjá myndir frá fyrri árum hér í myndasafninu. Fréttavefurinn verður að sjálfsögðu á svæðinu og eins og í fyrra koma einhverjar myndir inn á myndastrauminn. En auðvitað verða allir módelmenn á staðnum svo það er spurning hvort það sé þörf á þessu. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 06.08.2009 - Flugkoman á Melgerðismelum

Póstur eftir Gaui »

Það vita vafalasut flestir hvernig við höfum þetta hér fyrir norðan, en til að skerpa á reglunum læt ég þær fljóta hér með:

Sendagæsla byrjar klukkan 09:00 og flugmenn eru hvattir til að afhenda senda sína eins fljótt og auðið er til að koma í veg fyrir óhöpp. Þetta á líka við um senda á tíðninni 2,4 gHz, þar sem það sést ekki úr fjarlægð á hvaða tíðni sendir er og það getur orsakað óþægindi fyrir aðra að vita af sendum utan gæslu.

Módel skal geyma á sérmerktum svæðum sem staðsett eru vestan við startboxið. Þannig geta áhorfendur skoðað módelin handan girðingar án þess að eiga á hættu að ganga á þau.

Hver flugmaður verður að hafa aðstoðarmann með sér sem getur sagt honum til um það sem er að gerast annars staðar og aðstoðað hann við að færa til módel og starttæki fyrir og eftir flug. Ætlast er til að flugmenn eða aðstoðarmenn fjarlægi módel og starttæki úr startboxinu þegar flugi er lokið.

Ekki má ræsa mótora nema módelið sé statt í startboxinu. Módelum má aðeins aka á merktri braut á milli flugbrautar og startsboxins. Aðstoðarmaður skal þá vera til taks til að hafa hemil á módelinu og forða árekstrum.

Flugmenn skulu standa á hliðarlínu flugbrautar á meðan þeir fljúga. Þeir skulu bara fljúga yfir flugbraut og austan megin við hana. Þegar tvö eða fleiri módel eru á lofti í einu skulu allir fljúga sama umferðarhring.

Algerlega er bannað að fljúga yfir sýningarsvæði, startbox og bílastæði.

Eftir flug verður að drepa á mótor þegar módel kemur inn í startboxið.

Hér er loftmynd af svæðinu:

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 06.08.2009 - Flugkoman á Melgerðismelum

Póstur eftir Sverrir »

Jæja eru ekki allir í stuði? Menn búnir að pakka? Hvenær á að leggja af stað?

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: 06.08.2009 - Flugkoman á Melgerðismelum

Póstur eftir Haraldur »

Pakka í fyrramálið og legg svo af stað.
ETA, Melgerðismelum um 1800, millilendi á Hvammstanga með stuttu stoppi þar.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 06.08.2009 - Flugkoman á Melgerðismelum

Póstur eftir Sverrir »

Jæja þá er að mestu búið að pakka í kerruna, einhver sem vill skjóta á fjölda módela? ;)
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: 06.08.2009 - Flugkoman á Melgerðismelum

Póstur eftir Valgeir »

það verður farið stundvíslega héðan klukkan 8:45 (eða við vonum það allavega) :)

og ég gíska á að það séu 6 módel í kjerruni
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Guðni
Póstar: 354
Skráður: 17. Jan. 2006 18:09:00

Re: 06.08.2009 - Flugkoman á Melgerðismelum

Póstur eftir Guðni »

Mér dettur í hug 7 stykki..:)

En ætli það verði ekki lagt af stað svona um hádegisbylið...
If it's working...don't fix it...
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 06.08.2009 - Flugkoman á Melgerðismelum

Póstur eftir Sverrir »

Isss, þið eruð varla volgir. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: 06.08.2009 - Flugkoman á Melgerðismelum

Póstur eftir Guðjón »

Hvað leið er best að fara frá akureyri og að Melum ... helst kort eða góðar leiðbeiningar :)
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Gaui
Póstar: 3631
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 06.08.2009 - Flugkoman á Melgerðismelum

Póstur eftir Gaui »

Ef þú ert við flugvöllinn á Akureyri, þá stefnir þú bara í suður rúma 20 kílómetra, framhjá Hrafnagilsskóla og Grund. Það fer ekki framhjá þér þegar þú ert kominn.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara