Margir hafa komið a máli við okkur hér fyrir norðan og beðið um nákvæmar leiðbeiningar um hvernig á að búa til vængrör. Við höfum því ákveðið að sýna það hér.
Það fyrsta sem þarf að gera er að ná sér í álrör sem er um 2,5 sm eða ein tomma í þvermál. Árni náði í slíkt rör í Múrbúðinni (??) fyrir lítinn pening. Þar hét það skaft fyrir málningarrúllur. Moppusköft eru einnig vinsæl.
Fyrst þarf að ganga úr skugga um að rörið sé hreint og laust við alla límmiða:
Síðan er ræma af bökunarpappír sem nær einu sinni utan um rörið skorin til:
Rörið er penslað með Vaselíni eða Júgursmyrsli eða öðrum álíka smurefnum:
Svo er bökunarpappírinn vafinn upp á rörið:
Hugsanlega þarf að pensla meira af vaselíni á rörið til að pappírinn liggi sléttur. Þá getur verið gott og gaman að fá aðstoð hjá góðum vini:
Pappírnn sem nota skal er maskínupappír sem fenginn er í Byko/Húsó tegund af verslun fyrir lítið fé. Um einn lengdarmetri er notaður til að fá rör sem er með á milli 2 og 3 mm veggþykkt:
Vængrör búið til
Re: Vængrör búið til
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Vængrör búið til
Nú er epoxý kvoðan blönduð. Við notuðum í allt um 50 ml af kvoðu og 50 ml af herði:
Til að epoxýið flæði betur var síðan 50 ml af rauðspritti blandað við:
Byrjað er á að pensla epoxýinu á pappírinn:
og rörið með bökunarpappírinn utanum lagt ofan á:
Svo er byrjað að vefja. Fyrsti vafningurinn er erfiðastur, því pappírinn streitist á móti og vill ekki utanum rörið.
Þegar komnir eru um tveir vafningar er þetta farið að ganga betur. Þá er bara pennslað á pappírinn:
og svo vafið upp á rörið:
Til að epoxýið flæði betur var síðan 50 ml af rauðspritti blandað við:
Byrjað er á að pensla epoxýinu á pappírinn:
og rörið með bökunarpappírinn utanum lagt ofan á:
Svo er byrjað að vefja. Fyrsti vafningurinn er erfiðastur, því pappírinn streitist á móti og vill ekki utanum rörið.
Þegar komnir eru um tveir vafningar er þetta farið að ganga betur. Þá er bara pennslað á pappírinn:
og svo vafið upp á rörið:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Vængrör búið til
Hér er endirinn farinn að nálgast og farið að lækka mikið í epoxýdollunni.
Til að pappírinn rakni ekki aftur ofan af rörinu er málningarlímband notað til að halda honum:
Það er gott að setja ræmur af límbandi nokkuð þétt til að festa röndina á pappírnum vel niður:
Og hér er svo rörið komið.
Þegar epoxý harðnar myndast hiti og ef það er heitt í kringum rörið, þá harðnar það fyrr og verður harðara. Það verður því látið liggja á ofninum í um það bil viku áður en hægt er að skera það í lengdir og pússa utan af því.
Við setjum seinna inn myndir af því hvernig gengur að ná álrörinu innan úr epoxy/pappa rörinum.
Til að pappírinn rakni ekki aftur ofan af rörinu er málningarlímband notað til að halda honum:
Það er gott að setja ræmur af límbandi nokkuð þétt til að festa röndina á pappírnum vel niður:
Og hér er svo rörið komið.
Þegar epoxý harðnar myndast hiti og ef það er heitt í kringum rörið, þá harðnar það fyrr og verður harðara. Það verður því látið liggja á ofninum í um það bil viku áður en hægt er að skera það í lengdir og pússa utan af því.
Við setjum seinna inn myndir af því hvernig gengur að ná álrörinu innan úr epoxy/pappa rörinum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Vængrör búið til
Á Skáni er til orðtæki sem er svona:
Me' våll' vilja o lita vasselin, så går de' mesta.
Útleggst á íslensku:
Með valdi, vilja og smávegis vaselíni þá er flest hægt.
Me' våll' vilja o lita vasselin, så går de' mesta.
Útleggst á íslensku:
Með valdi, vilja og smávegis vaselíni þá er flest hægt.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Vængrör búið til
Margir héldu að þetta yrðu átök og að það væri meiriháttar vandamál að ná rörunum í sundur, þyrfti bæði afl, kraf og orku til:
Em, í rauninni er það ekki þannig, þökk sé smurningunni
Til að ná rörunum í sundur er byrjað á því að skera smá bút af, svo að innra rörið sjáist. Stundum þarf það ekki ef rörið er lengra en pappírinn:
Svo er notuð töng til að halda í það á meðan annar togar ytra rörið af. Þetta ætti að ganga eins og smurt, enda er það líka smurt:
Og sjá, þá hafið þér tvö rör sem hægt er að nota í vængi:
Einfalt, ódýrt og virkar
Em, í rauninni er það ekki þannig, þökk sé smurningunni
Til að ná rörunum í sundur er byrjað á því að skera smá bút af, svo að innra rörið sjáist. Stundum þarf það ekki ef rörið er lengra en pappírinn:
Svo er notuð töng til að halda í það á meðan annar togar ytra rörið af. Þetta ætti að ganga eins og smurt, enda er það líka smurt:
Og sjá, þá hafið þér tvö rör sem hægt er að nota í vængi:
Einfalt, ódýrt og virkar
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Vængrör búið til
Féllu kapparnir í gólfið þegar rörin hrukku í sundur?
- Páll Ágúst
- Póstar: 646
- Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00
Re: Vængrör búið til
En til hvers er allt þetta sett utaná og tekið aftur af ?
Re: Vængrör búið til
Það er til að geta tekið vænginn í sundur. Ytra rörið er límt í vænginn og þegar það er sagað í tvennt á réttum stað, þá er hægt að nota innra rörið til að halda vængnum á sínum stað:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Vængrör búið til
[quote=Agust]Féllu kapparnir í gólfið þegar rörin hrukku í sundur?[/quote]
Enginn flugmódelmaður skaðaðist við gerð þessara mynda
Enginn flugmódelmaður skaðaðist við gerð þessara mynda