Litlir sterkir seglar?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Litlir sterkir seglar?

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=Agust]Hvernig er það annars Gunni Binni: Ég pantaði um daginn frá Kínverjunum LíPó batterí með flugpósti (registered minnir mig). Á reikningnum stóð að sendingartíminn gæti verið allt að 45 dagar. Hver er þín reynsla af því?[/quote]
Mín reynsla er að Air Parcel (pantað ca 16-17 sinnum) er alltaf komið innan viku, nema rúmmál pakkans er mikið þá einhvern tíman nokkrum dögum lengur. Air mail hefur í 4-5 skifti sem ég hef pantað komið á 7-10 dögum. NEMA ef hluturinn er á backorder þá senda þeir ekkert fyrr en allir hlutirnir eru til og það getur tekið mislangan tíma.
Kveðja
Gunni Binni
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Litlir sterkir seglar?

Póstur eftir Agust »

Sverrir: "Shipment International (Registered) Air Mail 501-750g $14.99" Síðan í pósti 9. sept: "This is an email to inform you that your item has been dispatched from our warehouse......YOUR ORDER MAY TAKE UP TO 45 DAYS TO ARRIVE."
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11710
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Litlir sterkir seglar?

Póstur eftir Sverrir »

Þá eru þeir bara að spara sér póstsamskipti næstu 45 dagana á meðan þú bíður eftir pakkanum. ;)

Hefði nú búist við að þú myndir fá pakkann í þessari viku en vonandi skilar hann sér í næstu viku þá.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Litlir sterkir seglar?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Svona sterkir seglar eins og Ágúst er að spyrja um hafa fengist í föndur og listmálunarbúðinni á Skólavörðustíg. Þar fæst líka ágætis franskur rennilás í rúllum með svakalegu lími á báðum hliðum.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Litlir sterkir seglar?

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=Agust]Sverrir: "Shipment International (Registered) Air Mail 501-750g $14.99" Síðan í pósti 9. sept: "This is an email to inform you that your item has been dispatched from our warehouse......YOUR ORDER MAY TAKE UP TO 45 DAYS TO ARRIVE."[/quote]
Þetta er bara sálfræðihernaður, þannig að þegar þú færð pakkann eftir aðeins 43 daga verðuru svo glaður að þú verslar aldrei öðruvísi..... :o
Skv. Postage table á forsíðu hobbycity.com stendur:
EMS Express : 3-4 Days transit time. (Incl. Tracking + Registration)
Air Parcel : 6-21 Days transit time.(Incl. Registration)
Air Mail : 6-39 Days transit time.
We strongly recommend customers to select (Registered) over regular Air Mail.
Hobbycity.com accepts no liability for unreceived 'Air Mail' parcels sent without registration.

En ég hef alltaf fengið dótið á innan við 6-10 dögum.
Ef þú hefðir valið "Air Parcel (ICELAND) 0g - 999g $22.99" þá er hægt að trakka hvenær pakkinn er farinn af stað og hvenær hann er kominn til landsins, hann er sendur heim og þú hefðir komið 250 grömmum af seglum með :)
Kveðja
Gunni Binni
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Litlir sterkir seglar?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gunni Binni]... og þú hefðir komið 250 grömmum af seglum með :)
...[/quote]
og seglarnir hefðu fest pakkann við járnstykki í einhverju færibandinu og þú færð aldrei!!! pakkann :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Litlir sterkir seglar?

Póstur eftir Agust »

Pöntunin frá HobbyKing 9. sept. er komin til landins. Fékk tilkynningu í gær 21 sept., eða 12 dögum seinna. Mun skárra en dagarnir 45 sem þeir hótuðu :-) Góðar samgöngur við Kína.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11710
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Litlir sterkir seglar?

Póstur eftir Sverrir »

Þannig að hún hefur sennilega komið á fimmtudag eða snemma föstudags.

Annars eru þeir mis liðtækir í Póstinum hér heima, ég þurfti að bíða í tvo daga núna í ágúst áður en þeir ákváðu loksins að skrá staðsetningu á pakka sem ég átti þannig að ég gat nálgast hann.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: Litlir sterkir seglar?

Póstur eftir Páll Ágúst »

[quote=Sverrir]Annars eru þeir mis liðtækir í Póstinum hér heima, ég þurfti að bíða í tvo daga núna í ágúst áður en þeir ákváðu loksins að skrá staðsetningu á pakka sem ég átti þannig að ég gat nálgast hann.[/quote]
Ég þurfti að bíða í 6 daga eftir að þeir drulluðu þessu í pósthús, og svo var ég ekki látinn vita heldur þurfti ég að senda tölvupóst og spyrja hvort þetta væri ekki komið. Annars hefði ég örugglega beðið lengur.
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Svara