Kynning frá Patreksfirði!

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Patróni
Póstar: 327
Skráður: 21. Jan. 2009 23:32:18

Re: Kynning frá Patreksfirði!

Póstur eftir Patróni »

Sælir félagar!

Gísli Einar Sverrisson heiti ég og kem frá patró,eitthvað erum við patreksfirðingarnir að baslast við það sama áhugamál og þið og erum við komnir vel á skrið með það þó að langt sé í land með margt af því sem þið á suðurnesjunum eruð komnir og svo aðrir einnig.

Enn Klúbbur má það kalla sem við erum með og aðstaðan okkar orðinn góð og flissum við mikið af því að við á patró séum með einn stærsta flugmódels völl landsins ef ekki í Evrópu:-),sem er niðurlagður flugvöllurinn á patreksfirði sem er vel yfir km að lengd.Gott verkstæði er komið og orðnir vel byrgir af þeim verkfærum sem til þarf í svona fíniseringar vinnu sem módelsmíðum fylgir.Nokkrir eru komnir í klúbbinn og erum við um 9 talsins og eru við 5-6 sem erum mjög virkir og mættum alla föstudaga niður í smiðju(Verkstæðið)klukkan 20:00 og erum þar fram á kvöld og stundum vel yfir miðnætti.

Svo er nú einn þarna hjá Akureyringum sem er nú reyndar okkar frumkvöðull í flugmódelunum á patró hann Rúnar Bollason.Enn það sem ég vildi segja ykkur og sýna er okkar Facebook-síða sem við vorum að hleypa af stokkum og vildum við auglýsa það hér og endilega kíkið á,skrifið bara Módelstofan í "Leita" á facebook og þá ætti síðan að koma upp.Eins og er þá er síðan svona á byrjunarstigi svo eins klúbburinn sem þó er kominn vel á 4ja ár.

Enn ef svo skemmitilega vill til að þið verðið hér í firðinum okkar og viljið kíkja í heimsókn þá getið þið hringt í mig í síma 846-4404 eða í Hrannar Gestsson í síma 864-5128.

Takk fyrir.
Gísli Einar Sverrisson.MSV Patreksfirði
Hef ekki enn séð endirinn á þessari flugdellu.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11483
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Kynning frá Patreksfirði!

Póstur eftir Sverrir »

Gaman að heyra þetta, endilega verið duglegir að leyfa okkur að fylgjast áfram með ykkur. :)

Við náum því miður ekki Evróputitlinum þar sem þeir eru margir hverjir að nota aflóga flugbrautir í talsvert meiri lengdum. :/

Hægt er að smella hér ef menn vilja fara beint inn á Módelstofuna.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Kynning frá Patreksfirði!

Póstur eftir Jónas J »

Gaman að heyra. En endilega að skella þræði á fréttavefinn undir Á vinnuborðinu og leyfa okkur að fylgjast með hvað þið eruð að bralla þarna á Padró :) og vera duglegir að senda inn myndir og annað... ;)

Kveðjur úr Hafnarfirði . . . Jónas J og Co
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Patróni
Póstar: 327
Skráður: 21. Jan. 2009 23:32:18

Re: Kynning frá Patreksfirði!

Póstur eftir Patróni »

Jamm við Hrannar og félagar höfum verið spjalla einmitt um það að senda ykkur pósta og myndir og leyfa ykkur að fylgjast með hvað við erum með á smíðarborðinu.Svo er það nú í deyglunni að fara eitthvert á flakk og kíkja í heimsókn.Fórum T.d á flugvöllinn hjá keflvíkingum um daginn og skoðuðum svæðið og er þetta það flottasta flugvallar svæði sem ég hef séð nú til þessa reyndum líka að finna flugvöllinn hjá þyt enn gekk það brösulega að finna hann,enn það verðu reynt sina.
kv.Gísli
Gísli Einar Sverrisson.MSV Patreksfirði
Hef ekki enn séð endirinn á þessari flugdellu.
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: Kynning frá Patreksfirði!

Póstur eftir Páll Ágúst »

Snilld :D Það varður gaman að fylgjast með þessu :)
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 908
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Kynning frá Patreksfirði!

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Þetta er flott hjá ykkur. Eru ökufantarnir ekkert að spóla þarna á vellinum :mad: ??
Kv.
Gústi
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Kynning frá Patreksfirði!

Póstur eftir Gaui K »

sammála hinum endilega leyfið okkur að fylgjst með hér.Svo eru allir alltaf velkomnir á Eyrabakkan.
Passamynd
Patróni
Póstar: 327
Skráður: 21. Jan. 2009 23:32:18

Re: Kynning frá Patreksfirði!

Póstur eftir Patróni »

Jú þeir eiga það til að þruma hjá okkur völlinn blessaðir ökufantarnir,enn þetta er nú malbikaður völlur svo skaðinn er nú ekki mikill
Gísli Einar Sverrisson.MSV Patreksfirði
Hef ekki enn séð endirinn á þessari flugdellu.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3669
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Kynning frá Patreksfirði!

Póstur eftir Gaui »

Getur ekki einhver fengið lánaðan sóp hjá Vegagerðinni og losað eitthvað af þessari möl af brautinni?
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Patróni
Póstar: 327
Skráður: 21. Jan. 2009 23:32:18

Re: Kynning frá Patreksfirði!

Póstur eftir Patróni »

Ja ég veit nú ekki...ég er nú að vinna hjá Vegagerðinni og yrði það nú löng keyrsla að fara með sópinn fram og tilbaka frá patró á flugvöll,og svo það er nú enginn malbikaður vegur þarna í grennd við völlinn svo ég á nú ekki von á því að sópur eigi leið þarna hjá:-)Enn allt má nú athuga
Gísli Einar Sverrisson.MSV Patreksfirði
Hef ekki enn séð endirinn á þessari flugdellu.
Svara