Kynning frá Patreksfirði!

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Kynning frá Patreksfirði!

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Við komum við á Þatró í sumar og "kömpuðum" á stóra fótboltavellinum uppi í hlíðinni. Ég var með sviffluguna og skemmti mér konunglega við að hanga í uppstreyminu sem myndaðist í sunnangolunni við kambinn þarna neðan við.
Þetta var í júní svo það voru ekki margir á tjaldsæðinu.
Flottur bær Patreksfjörður fannst okkur hjónunum og eigum ábyggilega eftir að koma við þar oftar.
Mynd
Mynd
Hangið í kambinum neðan við tjaldstæðisvöllinn. Í fjarska sést bærinn.
Mynd
Hún Friðrika (10ára) hefur alltaf átt erfitt með að vera kyrr. Hún fer helst um á handahlaupum. Það er miklu skemmtilegra en að horfa á pabba fljúga, hvað þá að prófa sjálf. :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara