Arnarvöllur - 18.október 2009

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
maggikri
Póstar: 6100
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Arnarvöllur - 18.október 2009

Póstur eftir maggikri »

Nokkrir kallar mættu út á völl í dag. Vagninn var opinn upp á gátt þegar að var komið í morgun og hafði vindur og vatn komist inn fyrir dyr og gert einhvern usla þar. Mýsla eða mýslur virðast hafa komist inn í vagninn líka og byrjað að naga sófasettið mitt fína. Við verðum alltaf að ganga úr skugga um að vagninn sé lokaður og læstur áður en við yfirgefum svæðið og ég gleymi nú ekki hliðinu okkar fína.


Sverrir og Gunni geta aldrei stoppað. Alltaf verið að gera eitthvað. Gúmmímotta til varnar vætu!
Mynd
Nokkrir fylgjast spenntir með. JSS og SBJ voru árrisullir og mættir. Maggi Óla og Gústi ræða rafmagnsflugmál.
Mynd
Gúmmíið
Mynd
Gústi að sjálfsögðu mættur!
Mynd
Ingó klikkar ekki. Mættur með nýsprautaðan Aircore, flottur karlinn.
Mynd
Guðmundur Karl Jónsson, leit við í kaffi.
Mynd
Mýslurnar voru búnar að naga öll horn á sófanum fína og gera þarfir sínar í hornið. Þeim finnst svampur líklega góður!
Mynd
Vindpokinn var tekinn niður fyrir veturinn!
Mynd
Yfirlitsmynd!
Mynd

kv
MK
Svara