Veðurspáin gekk eftir og dagurinn er búinn að vera fínn, það spáir þó enn betra veðri á morgun og geri ég ráð fyrir að það verði fjölmennt út á Arnarvelli. Landsbjörg er með stóra björgunaræfingu á Suðurnesjunum og voru í línuskotum og hundaleitum í nágrenni við Seltjörn. Einn voffinn leit meira að segja við hjá mér og tók þefprufu svona til öryggis eini gallinn var sá að hann kom hlaupandi neðan af vatni og yfir flugbrautina í miðri lendingu svo það var ekki um annað að ræða en að taka annan hring.
Gunni, Viktor og Þröstur litu við ásamt nokkrum leitarflokkum.