Du Pont lakk hjá O.S.G

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Du Pont lakk hjá O.S.G

Póstur eftir Agust »

NeiNei

Ein fyrir-myndin er þó neðst á þessari síðu http://www.rt.is/ahb/rc/vetur/kaldir-kallar.html .
Dráttarvélin er orðin 15 ára gömul og hefur tekið á sig ýmsa liti í tímanna rás.

Hvort er betra að nota rúllu eða pensil þegar gamlar dráttarvélar eru málaðar?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Du Pont lakk hjá O.S.G

Póstur eftir Sverrir »

Er ekki rúllan mikið vinalegri ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Du Pont lakk hjá O.S.G

Póstur eftir Agust »

Ég sé að á sömu síðu er dráttarvélin orðin gul með Titan G62. Myndin er ofarlega á http://www.rt.is/ahb/rc/vetur/kaldir-kallar.html
Nú á eftir að koma í ljós hver liturinn verður í ár.

Á báðum myndunum er öldungurinn vel búin til fótanna í snjónum sem lítið hefur verið af undanfarið.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Du Pont lakk hjá O.S.G

Póstur eftir Agust »

Ég var að prófa trukkalakkið með pensli og lítilli lakkrúllu. Það er rétt hjá Erling að það penslast ekki vel. Lakkrúllan er ekki betri, því fjöldinn allur af örsmáum loftbólum situr eftir í lakkinu. Ég notaði loðna lakkrúllu, en einhver sérfræðingur í málningavöruverslun taldi svamprúllu öllu verri. Líklega er ástæðan sú að lakkið er þynnt með þynni en ekki terpentínu, en það fræddi sérfræðingurinn mig á.

Er nokkuð ráð við þessu annað en að nota sprautu? Ef svo er, þá vandast málið. Einu sinni var hægt að kaupa ódýrar sprautukönnur með lofthylki í Orku, en nú sýnist mér þetta allt vera fokdýrt dót ætlað iðnaðarmönnum. Hvar ætli ég fái ódýra sprautukönnu, sem má gjarnan vera einnota? Ég er ekki að mála neitt merkilegt, og ekki að vanda mig nein ósköp.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Du Pont lakk hjá O.S.G

Póstur eftir Sverrir »

Gætirðu ekki bara notað svona litla könnu sem þú pumpar upp þrýstingi í, svipað og menn eru að nota til að sprauta tjöruhreinsi?
Svo átti Þröstur e-n tíma til rafmagnsknúna málningarsprautu og gott ef það er ekki ennþá til svoleiðis í Gylfabúð.

Annars kosta ágætis(ekki það að ég eigi svoleiðis) loftpressur frá rétt rúmlega tíu þúsund í Super Bygg, alltaf gott að eiga svoleiðis í skúrnum ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Du Pont lakk hjá O.S.G

Póstur eftir Agust »

Af loftbólunum?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara