Foam pöntun?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Slindal
Póstar: 58
Skráður: 6. Nóv. 2008 13:12:46

Re: Foam pöntun?

Póstur eftir Slindal »

Ég var að vafra á netinu og fann einn í Ameríku sem er að selja EPP og Depron. Hann virðist send a til Íslands og er ekki dýr á sendingakostnðinum. Allavega kemnur það ekki hátt út á Checkout.
Hann er með t.d. Hvítt Depron 6mm 70x100 cm 20 stk. í kassa á 120$ sendingakostnaður aðeins 25$
Semsagt ef allt stenst þá er þetta um 145$ sinnum gengið í dag. 123 x 145 = 17.835 kr

17,835 kostnaður í tolli gæti verið á bilinu 8 - 10.000 kr
17,835 + 9,500 = 27,335 / 20 = 1,366 pr. plata. Ef þetta stenst gæti þetta verið málið?

EPP frá sama aðila.
6mm 60x90 cm 3 stk 10$ Og reikniði nú ef við tækjum 20 stk.
Mér sýnist á öllu að EPP sé um helmingi ódýrara.

Nú er bara að hrökkva eða stökkva. Eða veit einhver um betra tilboð?

kv.

Sævar Foamy
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Foam pöntun?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Vandinn er bara sá að Depron er flutt frá Evropu (Depron er framleitt í Hollandi) til USA.
Þess vegna ætti að vera óþarflega dýrt að kaupa það að vestan.
Það eru reyndar til amerísk afbrigði (td "FanFold" einangrun )en þau eru síðri að gæðum.

Get ekki almennilega metið þessa útreikninga en ef við förum í innflutning þá mæli ég með því að við athugum fyrst möguleika frá Evrópu, til dæmis að fá ByKO eða svipaðan aðila til að taka heim svona kassa frá Glutolin í Þýskalandi:

Mynd

www.glutolin.de fara á Produkte > Glutolin (í vinstri valrönd) og > Depron
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11572
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Foam pöntun?

Póstur eftir Sverrir »

3mm depron er mest notað í innivélarnar. Algengt verð á svoleiðis kassa er $130 fyrir 40 plötur. Geri ráð fyrir að þessi búð sé líka með svipuð verð á þeim kössum?

Kortagengi í dag er ca. 126.25

Spurning í hvaða tollflokk þeir vilja setja þetta, ef menn finna ekki neinn 0% þá lendum við væntanleg í 10% flokki.

Svo þá væri þetta ca. ($155 * 126.25) * 1.1 * 1.245 + 450 = 27.250 eða um 681 krónur platan.


Svona 3mm kassi í Bretlandi er seldur á ca. £65 en flutningurinn er yfirleitt frekar hár þaðan.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Foam pöntun?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Glutolin er einmitt með bæði 3 og 6 mm. Sá svona kassa í hobbíbúð í Osló og komst á sporið þar.

Þeir svöruðu ekki meilunum mínum, sennilega vegna þess að eg talaði um svo lítið magn.

6 mm plöturnar eru fínar í innivélar líka og í svolítið stærri inni/útivélar eins og þær sem við Hjörtur vorum að byggja forðum.

Atriði sem þarf að huga að við innflutning er að þetta er felega fyrirferðamikið miðað við þyngd og viðkvæmt þó það sé í pappakössum. mér finnst þessi flutningskostnaður umhugsunarverður hvort hann sé réttur. Þetta er þá sjópóstur væntanlega.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Foam pöntun?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Sævar, hver er þessi aðili í USA?

Þessi virðist gefa sig út fyrir að vera einhvers konar heildsali fyrir Depron:

http://www.depronfoam.com/index.htm

Það vantar þó fullt af upplýsingum um hann.
En á síðunni stendur:
"If you own a hobby shop or use a large amount of Depron to make kits etc, please contact us for details & prices for full packs".

Hann bendir svo á www.stevewebb.co.uk sem dreifingaraðila í UK
Hjá honum kosta 10 plötur 3mm x 1000 x 700 20 pund svo 40 plötur mudnu kosta 80 pund sem svarar til $133 sirka.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Slindal
Póstar: 58
Skráður: 6. Nóv. 2008 13:12:46

Re: Foam pöntun?

Póstur eftir Slindal »

Þessi þarna í Ameríku er: http://www.graysonhobby.com/

það er ýmislegt þarna fyrir léttar vélar.
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Foam pöntun?

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=Slindal]Þessi þarna í Ameríku er: http://www.graysonhobby.com/

það er ýmislegt þarna fyrir léttar vélar.[/quote]
GraysonHobby er fyrirtæki sem er lítið að marka sbr. http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=2417 og http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=988801 :mad:
Ég fékk að lokum Ugly Bastardinn eftir eina 3 mán fyrir 25$, en eftir að hafa reynt að senda endalausar fyrirspurnir til þeirra sem þeir svöruðu ekki eða út í hött, sór ég að skifta ekki við þá aftur.
Rafmagnsdótið sem ég hafði keypt frá þeim var bara lélegt kínversk dót með amerískum verðmiða.
Rafmagnsmótorinn sem ég setti fyrst í Aircore(ElCore sbr. http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=2426&p=1) entist í 2 mínútur, næsti sem var líka frá Grayson er aðeins of kraftlítill hefur enst enn en ekki gaman að fljúga. Þarf að fara að testa með HK-græjum. :)
Beware of Gray-fuck***-son!!!!!!
Kveðja
Gunni Binni
Passamynd
Slindal
Póstar: 58
Skráður: 6. Nóv. 2008 13:12:46

Re: Foam pöntun?

Póstur eftir Slindal »

JÁ þetta er hræðileg saga af einni sendingu. ég þori ekk fyrir mitt litla líf að panta frá þessum grástökkum. En Sverrir þú varst nú með gott verð frá einhverjum, 40 pl. á ca. 130 $.
hver er það?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11572
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Foam pöntun?

Póstur eftir Sverrir »

Icelandic Volcano Yeti
Svara