26.11.2009 - Aðalfundi Þyts lokið

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11710
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 26.11.2009 - Aðalfundi Þyts lokið

Póstur eftir Sverrir »

Þegar komið var að skátaheimilinu við Víðistaðatún tók félagsfáni Þyts á móti fundargestum, vel upplýstur í haustmyrkrinu. Steinþór Agnarsson formaður Þyts setti fundinn og stakk upp á Sverri Gunnlaugssyni sem fundarstjóra og Ágústi H. Bjarnasyni sem ritara, samþykkti fundurinn það.

Því næst fór Steinþór yfir árið í ræðu formanns og sagði frá því helsta sem gerðist. Jón V. Pétursson gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins og voru þeir lagðir fram til samþykktar. Samþykkti fundurinn þá eftir stuttar umræður. Þá fór Jón yfir fjárhagsáætlun næsta árs og var ákveðið að hafa óbreytt félagsgjöld en einnig nefndi hann 40 ára afmæli félagsins sem haldið verður upp á með pomp og prakt á næsta ári.

Frímann Frímannsson sagði frá mótum svifflugnefndar á þessu ári, Pétur Hjálmarsson ræddi um Piper Cub flugkomuna og Böðvar Guðmundsson hélt góða tölu um Fjölþrautamótið. Þá var komið að því að kjósa gjaldkera og tvo nýja meðstjórnendur en Jón V. Pétursson, Einar P. Einarsson og Björn G. Leifsson voru komnir á tíma, hlutu þeir rússneska kosningu. Skjöldur Sigurðsson og Guðjón Halldórsson gáfu áfram kost á sér sem endurskoðendur og voru þeir kosnir með yfirburðum.

Þá var komið að stóra málinu sem var kosning um lagabreytingu og eftir miklar umræður milli fundarmanna þá fóru leikar svo að 12 kusu með lagabreytingunni en 8 á móti henni.

Kosning í nefndir fór þannig að Frímann Frímannsson gaf áframhaldandi kost á sér í svifflugnefndina, Pétur Hjálmarsson heldur áfram að sjá um einkabarnið sitt Piper Cub mótið og Böðvar Guðmundsson verður með lendingarkeppni/Fjölþrautamót.

Þá var komið að verðlaunaafhendingu og voru verðlaun veitt fyrir Kríumótið, Íslandsmeistaramótið í F3B/F3F og Fjölþrautamótið

Undir liðnum önnur mál spunust svo umræður um allt milli himins og jarðar, vefmál, Hamranesið, brautirnar, félagsstarfið, lagabreytingar og veitumál svo fátt eitt sé nefnt.

Að því loknu tók Steinþór til máls, þakkaði fundarmönnum fyrir komuna og bauð upp á dýrindis marsipanköku, kaffi og kakó og voru því gerð góð skil ásamt því sem menn spjölluðu saman og horfðu á myndasýningu sem Eysteinn setti saman úr myndum sumarsins.

Flottur fundur og takk fyrir mig!

Hægt er að skoða fleiri myndir í myndasafninu.

Mynd

Mynd

Fundarmenn(smellið fyrir stærri útgáfu).
Mynd

Mynd

Verðlaunahafar í svifflugsmótum sumarsins(aðrir verðlaunahafar voru ekki viðstaddir).
Mynd

Eysteinn sigraði Fjölþrautamótið(aðrir verðlaunahafar voru ekki viðstaddir).
Mynd

Hin heilaga þrenning. ;)
Mynd

Kakan góða, var Steini lengi að baka?
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: 26.11.2009 - Aðalfundi Þyts lokið

Póstur eftir Eysteinn »

Takk fyrir fjörugt og skemmtilegt kvöld drengir. Mikið var tertan góð!!!!

Kær kveðja,
Eysteinn.
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
gudjonh
Póstar: 878
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: 26.11.2009 - Aðalfundi Þyts lokið

Póstur eftir gudjonh »

Slæmt að hafa misst af góðum fundi. Líkar vel að lagabreytingin hafi verið samþykkt!

Kveðja frá Litáen,

Guðjón
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: 26.11.2009 - Aðalfundi Þyts lokið

Póstur eftir Eysteinn »

[quote=gudjonh]Slæmt að hafa misst af góðum fundi. Líkar vel að lagabreytingin hafi verið samþykkt!

Kveðja frá Litáen,

Guðjón[/quote]
Sæll Guðjón,

Þetta var mjög skemmtilegur fundur, líflegur og tertan nammm nam.

Varðandi lagabreytinguna, þá var hún ekki samþykkt vegna gr 7.1 en þar segir ef ég man rétt að 2/3 eða 66% félagsmanna á fundinum þurfi að samþykkja lagabreytinguna. Atkvæði fóru þannig að 60% vildu breytingu en 40% vildu ekki breytingu, nokkrir sátu hjá.
Það voru fjörugar umræður um þessa breytingu á fundinum og auðvitað misjafnar skoðanir, ég fagna umræðunni og vona að hún verði til þess að menn mæti vel á aðalfundi hjá okkur í framtíðinni svo að fundirnir teljist löglegir.


Kær kveðja,
Eysteinn
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11710
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 26.11.2009 - Aðalfundi Þyts lokið

Póstur eftir Sverrir »

Á fundinum í gær kom einnig fram að upplýsingar um einhverja félagsmenn voru ekki réttar. Á netinu er vefsíða sem félagsmenn geta farið á og uppfært sínar upplýsingar, hvet ég alla til að nýta sér hana, jafnvel þó þeir haldi að allar sínar upplýsingar séu réttar í félagsskránni!

Síðuna má nálgast hér.

Svona til gamans þá 5 ár síðan þessi síða var fyrst sett á netið til að uppfæra félagsskrá Þyts, tíminn er fljótur að líða!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
ErlingJ
Póstar: 216
Skráður: 20. Des. 2005 09:12:32

Re: 26.11.2009 - Aðalfundi Þyts lokið

Póstur eftir ErlingJ »

hvaða lagabreyting átti þetta að vera ?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11710
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 26.11.2009 - Aðalfundi Þyts lokið

Póstur eftir Sverrir »

Það er hægt að sjá það annað hvort á heimasíðu Þyts eða hér > http://frettavefur.net/atburdir/197/ :)
Icelandic Volcano Yeti
Svara