Indoor Hawk frá Robbe

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
maggikri
Póstar: 5883
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Indoor Hawk frá Robbe

Póstur eftir maggikri »

Gott kvöld eða nótt.
Verslaði eina slíka vél um daginn í Tómstundahúsinu (sérpöntuð fyrir kallinn). Sverrir kíkti við um 20:30 og hófst handa við að hjálpa til við jólavélina, enda vanur maður þar á ferð og ekkert gauf þar á bæ. Hérna eru nokkrar myndir af framkvæmdunum.

Spekkar ofl.
http://www.rcmarket.org/indoor-hawk-pr-20956.html

Vélin heitir Indoor Hawk sem er í kassanum en sami kassi er líka greinilega fyrir Mini Doublemaster.
Mynd
Jæja þá var byrjað að skera Depronið og ég "stálaði" skurðstofuhnífana.
Mynd
Líma lamir með "hinge Tape" frá Dubro
Mynd
Búa til rými fyrir hallastýri, svo að það sé hægt að hreyfa þau.
Mynd
Flatur á smíðaborði
Mynd
Neðri partur
Mynd
Hita herpihólka
Mynd
Klippa carbon stangir
Mynd
Hjólabúnaður
Mynd
Flottur hjólabúnaður og mjög léttur uþb 2 grömm
Mynd
Neðri hluti vélarinnar
Mynd
Neðri hluti vélarinnar annað sjónarhorn
Mynd

Mynd
Sverrir nokkuð sáttur eftir kvöldið
Mynd
Hvernig hoverar vélin
Mynd

Hérna er smá videobútur sem ég fann á túbunni. Það eru líka fleiri video af þessari vél þar.






Hérna er einn mjög ungur.
[rcmovie.de]4e77fd3894b4e43464bd[/rcmovie.de]

kv
MlK
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Indoor Hawk frá Robbe

Póstur eftir Sverrir »

Já þessi lofar góðu! :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5883
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Indoor Hawk frá Robbe

Póstur eftir maggikri »

Jæja þá var vélin kláruð í kvöld og sett í gang. Smá hover prufa var tekin í skúrnum. Mjög erfitt að halda svona vél í svona litlu rými, en Sverrir er vanur hover meistari.

Mynd

Mynd
Þá er að stilla haukinn.
Mynd
Jólavélin í ár.
Mynd

Mynd

Mynd

Endaði í 193grömmum tilbúin til flugs, það er nú þokkalegt.




Alveg eins mótor, speed control, servó og rafhlöður í Hawk og þessari hérna Yak 54


Fínasta útivél líka.


Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Indoor Hawk frá Robbe

Póstur eftir Sverrir »

Hehe, Maggi var ekki alveg tilbúinn að sleppa tökum á nýja barninu, skil það svo sem vel, nokkuð fagurt og skemmtilegt í meðförum. ;)

Verður gaman að sjá hana í höllinni á sunnudaginn kemur!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5883
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Indoor Hawk frá Robbe

Póstur eftir maggikri »

Hérna er gott video af gripnum sem sýnir hvað hægt er að gera með honum. Vona að það styttist í að maður geti farið að gera svona stunt!

[rcmovie.de]d21e6903ba5ff2b771fa[/rcmovie.de]

kv
MK
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Indoor Hawk frá Robbe

Póstur eftir Sverrir »

Svo er spurning hver verslaði hin Haukinn sem kom á sama tíma og þessi?

En áhugasamir geta glaðst yfir því að von er á fleiri Haukum, og einnig tvíþekjunni, í Tómstundahúsið á næstu misserum.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 5883
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Indoor Hawk frá Robbe

Póstur eftir maggikri »

[quote=Sverrir]Svo er spurning hver verslaði hin Haukinn sem kom á sama tíma og þessi?

En áhugasamir geta glaðst yfir því að von er á fleiri Haukum, og einnig tvíþekjunni, í Tómstundahúsið á næstu misserum.[/quote]
Það hefur verið konan hans Ljóna!
kv
MK
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Indoor Hawk frá Robbe

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=maggikri][quote=Sverrir]Svo er spurning hver verslaði hin Haukinn sem kom á sama tíma og þessi?

En áhugasamir geta glaðst yfir því að von er á fleiri Haukum, og einnig tvíþekjunni, í Tómstundahúsið á næstu misserum.[/quote]
Það hefur verið konan hans Ljóna!
kv
MK[/quote]
Hún hefur verið rétt á undan mér!!!
En ég fékk úr næstu sendingu og þarf að fara að púsla þegar maður nær sér eftir jólaletina.
kveðja
Gunni Binni
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Indoor Hawk frá Robbe

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Sælir felagar og gleðilega hatið, eg keypti i Tomo Doubletrouble fra robbe, nei hun heitir Doublemaster nu byður hun eftir motor og gæjum og vonandi verður allt klart 10 jan. Nu eg hef notað hatiðina agætlega þvi eg er buinn að teikna og smiða aðra innivel og bið eftir græjum i hana lika nu svo er buið að klæða brendu Katana velina svo flotinn er bara nokkuð þokkalegur nu ekki ma gleyma krilinu fra kinverjanum vini Gunnabinna það er mini Piget, kanski maður fari og fai ser eitthvað að snæða það hefur alveg gleymst, jæja við sjaum hvað setur gangi ykkur vel við smiðarnar það verður mikið fjör þegar við hittumst a nyju ari.
Kv. Einar Pall
Svara