Að líma servo með "servotape" eða speglalími: Tolla illa.

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Að líma servo með "servotape" eða speglalími: Tolla illa.

Póstur eftir Agust »

Eins og flestir vita þá er stundum nauðsynlegt að líma servó niður í stað þess að skrúfa þau föst. Til dæmis í þunna vængi þar sem þau liggja flöt.

Til þess notar maður tvöfalt límband með plastfrauði á milli. Svona límbönd kallast stundum servotape, en eru sams konar og svokölluð speglalímbönd sem fást í byggingavöruverslunum.

Sum servó losna með tímanum frá svona tvöföldu límbandi. Engu er líkara en að í plastinu sé einhver olía sem smitar út með tímanum. Servóið situr fast í nokkrar vikur, en fer svo að losna.

Ég hafði séð ábendingu um þetta en trúði varla fyrr en ég lenti í þessu sjálfur.

Servóið sem ég er núna með í höndunum er CS-12MG frá Hobbyco. Ég tek eftir því að eftir að það losnaði frá er eins og plastið sé smitað með örþunnu olíulagi, þrátt fyrir að ég hafi hreinsað það vel með rauðspritti áður en ég límdi það fast. Mattaði plastið einnig örlítið með fínum sandpappír.

Einangrunarband virðist tolla illa við servóið núna. en ég prófaði að vefja það þétt með um tveim lögum með möttu einangrunarbandi áður er ég límdi það aftur með servotape, þannig að þó svo að einangrunarbandið tolli illa við plastið, þá límist það þó vel við sjálft sig.

Önnur aðferð væri að setja herpiplasthólk utan um servóhúsið ef maður ætti hæfilega stóran slíkan.

Spurning:

Hefur einhver lent í þessu og kann einhver gott ráð?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Að líma servo með "servotape" eða speglalími: Tolla illa.

Póstur eftir Haraldur »

Ég hef verið að nota herpihólk og svo heitt lím.
Virðist virka fínt.
Svara