Eins og áður hefur verið nefnt þá kalla Brasilíumenn ekki allt ömmu sína.
Þessi T-33 er með vænghaf í kringum 330 cm og vegur um 36 kg + rúmlega 3 kg af þynginu, JetCat 180 sér um knýinn en að sjálfsögðu er ein vél ekki nóg og er vél numer tvö ekki langt á eftir í smíðum. Menn labba ekki út í búð og versla hjólabúnað á svona flykki svo hann er heimasmíðaður eins og afgangurinn af vélinni.
Og auðvitað nota þeir Jet Radio...
Risa T-33 í Brasilíu
Re: Risa T-33 í Brasilíu
Icelandic Volcano Yeti
Re: Risa T-33 í Brasilíu
Svo er gott að eiga buxur þegar þarf að finna þyngdarpunktinn!
Icelandic Volcano Yeti
Re: Risa T-33 í Brasilíu
Eitthvað hafa þeir misreiknað sig í Brasilíu þar sem vélarnar reyndust vera rétt rúmlega 54 kg þegar þær voru klárar til flugs. Hvorug vélanna komst í loftið þó sú með aflmeiri mótornum hafi náð að lyfta sér smá. Þær enduðu svo báðar út af flugbrautinni(til hliðar) og skemmdust eitthvað.
Icelandic Volcano Yeti
- Pétur Hjálmars
- Póstar: 220
- Skráður: 5. Mar. 2005 02:23:49
Re: Risa T-33 í Brasilíu
Búið er að selja aðra vélina og nýr eigandi létti hana eins og hann gat og setti P-200 í stað P-180, hér má sjá hana á flugi í Argentínu(efsta vídeó).
Icelandic Volcano Yeti