Langar þig að lífga upp á tölvupóstinn þinn?

Kanntu skemmtilegar sögur? Eða veistu um sniðug vídeó?
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Langar þig að lífga upp á tölvupóstinn þinn?

Póstur eftir Sverrir »

Ég hef tekið að mér umboðssölu á þessum tölvupóstlitum, dollan kostar um 5000 kr og dugir ansi lengi*. Til að byrja með verður boðið upp á 16 liti en þegar fram líða stundir stendur til að stækka lagerinn í 16.777.216 liti. Einstakt kynningartilboð á 16 litum, verð aðeins 50.000 krónur.

Áhugasamir hafi samband! :cool:

Mynd
*Ekki er víst að árangur náist hjá öllum, notkun á eigin ábyrgð!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Aeroflot
Póstar: 28
Skráður: 1. Jún. 2009 01:38:06

Re: Langar þig að lífga upp á tölvupóstinn þinn?

Póstur eftir Aeroflot »

Og meðan þú býður bara upp á 16 liti þarf ég þá líka að grafa upp úr geymslunni/haugnum gamla EGA skjákortið og skjáinn? Eða ráða nýjustu "top of the line" kortin við þetta jafnvel? :)
Flugvélamódelflotinn
kveðja
Pétur
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Langar þig að lífga upp á tölvupóstinn þinn?

Póstur eftir Sverrir »

Öll ný skjákort í dag geta skalað niður á við. En þú getur svo blandað þessum litum saman að vild til að ná þeim litbrigðum sem þú vilt! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Langar þig að lífga upp á tölvupóstinn þinn?

Póstur eftir Ingþór »

áttu fjólubleikan?
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Langar þig að lífga upp á tölvupóstinn þinn?

Póstur eftir Agust »

Ég var einmitt að kaupa svona Email málningu í Tómó um daginn. Það er víst roksala í þessu, þannig að menn þurfa að hafa hraðann á.

Sverrir, ertu búinn að ná Revell umboðinu af Tómó?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Langar þig að lífga upp á tölvupóstinn þinn?

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Ingþór]áttu fjólubleikan?[/quote]
Já, ég var einmitt að fá nokkra í bleikum litatónum í dag, svartbleikur og grænbleikur eru líka til.

[quote=Agust]Ég var einmitt að kaupa svona Email málningu í Tómó um daginn. Það er víst roksala í þessu, þannig að menn þurfa að hafa hraðann á.

Sverrir, ertu búinn að ná Revell umboðinu af Tómó?[/quote]
Nei þeir eru bara að selja hana í módelmálun, þó þetta virðist vera nákvæmlega sama varan þá er svo ekki. Varist eftirlíkingar, það er bara einn söluaðili fyrir tölvupóstmálningu hér á landi! :P
Icelandic Volcano Yeti
Svara