Kríumótið 2010

Hvort sem það er hástart eða hang, sjálfknúið eða vindknúið, þá er þetta ágætis staðsetning fyrir það.
Passamynd
Böðvar
Póstar: 476
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Kríumótið 2010

Póstur eftir Böðvar »

Smá pælingar svifflugs grúskara, athuganir mínar og reynsla varðandi Termik bólur.

Við sem stundum hástart svifflug þekkjum þá góðu tilfinningu þegar svifflugan flýgur inn í termik bólu og hækkar og hækkar flugið. Svipað "kikk" og þegar veiðimaður fær fisk á öngulinn.

Stundum er loftið dautt eins og við köllum það. Þá er engin hreyfing á loftinu ekkert termik.
Termik bólur koma þegar andrúmsloftið mishitnar og það geta komið Termik bólur á hvaða árstíma sem er. Heitara loftið leitar upp á við kalda loftið niður á við. Sólin hitar jörðina en sumir staðir hitna meira en aðrir, til dæmis dökkt hraun, lautir eða dældir í landslagi sem snúa mót sólu hitna meira og einnig loftið yfir þeim stöðum hitnar líka meira.

Þetta heita loft helst fyrst í stað við jörðu en við aukið hitastig rífur loftmassinn sig lausan frá jörðu og byrjar að leita upp á við líkt og loftbelgur með heitu lofti. Þetta hefur fólk fundið sem legið hefur á góðviðrisdegi og logni í sólbaði í laut þegar allt í einu kemur kaldur vindgustur, þá hefur heita loftið sloppið frá jörðu og kaldara loft umhverfis streymt undir það heita.

Þessi heiti loftmassi er kallaður termik bólur. En það er margt sem skeður þegar Termik bólan fer af stað í gegn um kaldari loftmassa.

Í fyrsta lagi vegna snúnings jarðar þá snýst heita loftið í Termik bólunni á leið sinni upp á við. Þetta geta allir séð þegar vatni er hleypt er úr vaski byrjar vatnið að snúast réttsælis í kring um niðurfallið, hér á norður hveli jarðar en rangsælis á suðurhveli jarðar.

Í öðru lagi þá hreyfist Termik bólan með ríkjandi vindátt.

Í þriðja lagi þá er mikið niðurstreymi af köldu loft þétt upp við Termikk bóluna sem er á upp leið.

Skýringarmynd:
Mynd

Hvernig nær maður í Termik bólu ?
Þegar svifflugan flýgur rólega um loftið og ekki er verið að hreyfa við stýripinna á fjarstýringu, en allt í einu flýgur svifflugan í ókyrrð, það eru skýr merki um Termik og þegar annar vængendinn fellur er svifflugan alveg við termik bóluna. Þá er mikilvægt að fljúga svifflugunni í þá átt sem vængendinn fellur.

Pinna Termik.
Við köllum það pinna termik þegar óþolinmóður svifflugmaður togar í hæðarstýrispinnann og heldur að þá sé svifflugan komin í uppstreymi. Til að ná árangri í þessu þarf þolinmæði og leyfa svifflugunni að fljúga sem mest sjálfri og fylgjast af athygli með hverri hreyfingu.

Í mörg ár gerði ég þetta alltaf vitlaust, taldi að sá vængendi sem færi upp væri að fara inn í Termik uppstreymi og beygði frá Termik bólunni.

Skýringamynd:
Mynd

Mikilvæg atriði í viðbót er að þegar termik bóla er fundin og til að nýta uppstreymið sem best, er að láta sviffluguna fljúga í nokkuð krappa hringi réttsælis (eins og klukkan gengur) Það er að segja eins og flugmaðurinn horfir á sviffluguna neðan frá. Og láta sviffluguna færast hægt undan vindi.

Þið getið séð þetta í náttúrunni þegar Mávar eru að hnita hægt hringi í termik bólum og hækka flugið án þess að blaka vængjum fljúga þeir ávalt hringina réttsælis neðanfrá séð, en rangsælis ef horft væri á Mávana hnita hringina ofan frá séð.

Þannig að Mávarnir fljúga á móti uppstreymisvindinum til að ná sem mestri hæð.

Munið eins og ég sagði í upphafi þegar tappi er tekin úr vaski sést að vatnið hnitar hringi réttsælis um niðurfallið ofan frá séð.

Höfundur er margfaldur Íslandsmeistari í hástartsvifflugi
Passamynd
Böðvar
Póstar: 476
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Kríumótið 2010

Póstur eftir Böðvar »

Mjög góð veðurspá er fyrir suðvestur hluta landsins Laugardaginn 15. maí.
Spáð er NA 5 m/s og 10 stiga hita, skýjuðu og hugsanlega smá sólarglætu.

Kríumótið verður Haldið á Höskuldarvöllum og lagt verður af stað frá Álverinu í Straumsvík kl. 10.
Passamynd
maggikri
Póstar: 5706
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Kríumótið 2010

Póstur eftir maggikri »

Flottar teikningar Böðvar!
kv
MK
Passamynd
gudjonh
Póstar: 856
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Kríumótið 2010

Póstur eftir gudjonh »

Já, þá er að koma að því. Munið eftir sólkreminu, sólstólum og öðru sem að gagni mætti koma svo sem rykgrímum.
Passamynd
gudjonh
Póstar: 856
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Kríumótið 2010

Póstur eftir gudjonh »

Allir í suði!

Veðurhorfur næsta sólarhringinn:
Norðan 3-8 m/s og stöku skúrir, en 5-10 og bjartviðri í nótt og á morgun. Hiti 6 til 11 stig að deginum.

Spá gerð 14.05.2010 kl. 18:38
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Kríumótið 2010

Póstur eftir Ólafur »

Ég kem sem áhorfandi og hlakka til
Passamynd
Böðvar
Póstar: 476
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Kríumótið 2010

Póstur eftir Böðvar »

Hér er linkur á myndir sem Sveinbjörn Ólafsson tók á Kríumótinu laugardaginn 15. maí.

Forsíðan á heimasíðu Sveinbjörns Ólafssonar:

Myndir frá Kríumóti 2010 á Höskuldarvöllum.
http://www.miketroiano.com/svenni/kria010.html

Orðsending frá Sveinbirni:
Ef einhver vill mynd af sér til að prenta út heima hjá sér, þá má viðkomandi mæta með DVD disk og fá kópíu á diskinn.
Myndir: Sveinbjörn Ólafsson.

Hér má sjá fleirri myndir á myndasafni módelmanna:
http://frettavefur.net/myndirModelmanna ... ?album=167
Passamynd
Böðvar
Póstar: 476
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Kríumótið 2010

Póstur eftir Böðvar »

Hér er skemmtilegt augnablik sem ég festi á filmu á Kríumótinu.

Spilmennirnir Steinþór Agnarsson, Hannes Kristinsson gera klárt, meðan Jón V. Pétursson og Þorsteinn Hraundal fylgjast með af athygli ásamt Einari Páli Einarssyni mótsstjóra.
Mynd

Ég vil þakka mótanefndarmönnum Hannesi, Frímanni og Guðjóni og mótstjóra Einari Páli svo og félögunum sem mættu á svæðið fyrir einstaklega vel heppnað og skemmtilegt mót.
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Kríumótið 2010

Póstur eftir Guðjón »

Bara Steini spil mættur
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
gudjonh
Póstar: 856
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Kríumótið 2010

Póstur eftir gudjonh »

Hér koma úrslitin. Flognar voru 3 umferðir. Sjá fyrsta póst til að sjá hvernig þetta er reiknað.

Sæti Nafn Stig úr tveimur umferðum
#1 Böðvar 3.837
#2 Frímann 3.475
#3 Jón 3.275
#4 Stefán 3.259
#5 Guðjón 3.194
#6 Þorsteinn 202
Þorsteinn hætti eftir fyrstu umferð.


Til gamans. Besti tími í hraðafluginu var 27,35 sek. Hraðaflugið er 4 x 150 m, eða 600m.

Meðal hraði er þá 79 km/ klst. Ef við gefum okkur að 180°beygja taki 2 sek og drögum 6 sek frá (3 x 180°beygja) fer meðal hraðinn upp í 101 km /klst.


Guðjón
Svara