Staðsetning á bensínanki

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Staðsetning á bensínanki

Póstur eftir Gaui K »

Er að koma fyrir bensíntanki í piper cup sem er með Zenoha 38. veit einhver hvort sé það sé í lagi að hann verði fyrir neðan mótor ?þe. fyrir aftan eldvegg að sjálfsögðu en lendi samt fyrir neðan mótor upp á hæðar mismun að gera?
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Staðsetning á bensínanki

Póstur eftir Ingþór »

Þú er þá allavega búinn að tryggja þér pottþétt afl í dýfu!.... hehehe

En ég er svosem ekki allveg viss en ég held að membran ætti allveg að geta dælt bensíninu upp, en ég sel það þó ekki dýrara en ég pæli það.
Ég myndi allavega prufa bara.
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Staðsetning á bensínanki

Póstur eftir Sverrir »

Þarft ekki að hafa áhyggjur af staðsetningunni, Zenoah sér um að dæla þessu, passaðu bara að vera með útloftun á tankinum annars gæti hann skroppið saman ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Staðsetning á bensínanki

Póstur eftir Gaui K »

OK.
prufa þetta takk.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Staðsetning á bensínanki

Póstur eftir Agust »

Bensínmótorar hafa það fram yfir spíramótora að þeim fylgir miklu vandaðri blöndungur (oft Walbro) með bensíndælu og þrýstijafnara.

Zenoah mótorarnir eru gerðir fyrir t.d. keðjusagir, og þar verður mótorinn að ganga hnökralaust hvernig sem innbyrðis afstaða mótors og tanks er.

Bensínmótorar drepa ekki á sér nema tankurinn sé tómur eða einhver slæm bilun einhvers staðar. Í blöndungnum eru gúmmípjötlur (mabrane) sem harðna með tímanum og þarf að skipta um þær á nokkurra ára fresti. Að öðru leyti eru þessir frábæru mótorar nánast viðhaldsfríir. Zenoah 38 er góður mótor. Ég var einu sinni með þannig mótor í Ultra-Hots, sem smíðuð var eftir teikningu í MAN.
http://www.fly-imaa.org/imaa/hfarticles ... -4-14.html
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara