Takk fyrir skemmtilega flugsýningu

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Takk fyrir skemmtilega flugsýningu

Póstur eftir Agust »

Bestu þakkir fyrir mjög ánægjulega flugsýningu í dag á Tungubökkum. Sýningin tókst mjög vel þrátt fyrir veðrið og greinilegt að gestir höfðu mikla ánægju af.

Merkilegast þótti mér að sjá litlu svifflugu-þotuna fljúga. Menn hafa verið að fljúga 2D og 3D, en er þett ekki 4D? Ég sá nefnilega ekki betur en Ali flygi inn og út úr fjórðu víddinni :)
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
ingohaf
Póstar: 10
Skráður: 10. Jún. 2009 22:36:04

Re: Takk fyrir skemmtilega flugsýningu

Póstur eftir ingohaf »

Tek undir með Ágústi, stórkostleg skemmtun. Gaman fyrir þá sem komu að þessu hvað mætingin var góð þrátt fyrir veðrið. Held að það verði langt í að Tungubakkar verði jafn þétt setnir.
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Takk fyrir skemmtilega flugsýningu

Póstur eftir Eysteinn »

Steinþór Formaður Þyts vill sömuleiðis þakka öllum sem komu og áttu góða stund með okkur. Þrátt fyrir að veðrið gerði þetta okkur svolítið erfitt fyrir þá eru flest allir á því að þetta hafi heppnast ákaflega vel. Gróflega er talið að um 2000- 3000 manns hafi komið á Tungubakka.

Ali vinur okkar vill endilega sýna okkur meira af því sem hann hefur upp á að bjóða og því hvetur hann alla sem áhuga hafa á að sjá sig fljúga að koma upp á Tungubakka á morgun(Sunnudaginn 11.Júlí) milli klukkan 13-15 og sjá hann gera listirsýnar. Á mánudagsmorgun fer hann aftur til Englands. Næstu helgi verður hann með atriði á flugsýningu og þar er gert ráð fyrir um 160.000
manns.

Kveðja,
Eysteinn
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Svara