Smástund - Tilkynningar

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Smástund - Tilkynningar

Póstur eftir Agust »

Úff, þarna mjóaði munu, eins og kallinn sagði...
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smástund - Tilkynningar

Póstur eftir Sverrir »

Heitasti klúbbur landsins :D
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Smástund - Tilkynningar

Póstur eftir Þórir T »

Mikið svakalega var gott veður á Eyrabakka í dag, hæg gola og 10 stiga hiti, og heiður himinn.
Kominn tími til......

Þó nokkur slatti af mönnum nýtti sér þetta og flaug inní sumarið


mbk

Tóti
Formaður
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Smástund - Tilkynningar

Póstur eftir Þórir T »

Apríl fundur!!!!

Aprílfundi félagsins sem vera átti á morgun Sunnudaginn 30. apríl, verður frestað. Hugmyndin er að halda saman smá fund og vinnukvöld í næstu viku á flugvellinum. Verður nánar auglýst síðar.
Einnig er í bígerð Módelvörukynning á Suðurlandsundirlendinu, nánar tiltekið á Selfossi í næstu viku, trúlega á þriðjudagskvöld, það verður einnig auglýst nánar síðar.
Á komandi fundi á að ræða meira og taka ákvörðun um hvað gert verður í verðurstöðvamálum.

Látið berast til félagsmanna í kringum ykkur.

með kveðju

Þórir T
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Smástund - Tilkynningar

Póstur eftir Þórir T »

Sælir módelmenn og félagar.
Fundurinn sem vera átti í síðustu viku varð ekki að veruleika sökum veðurs. Núna er dagsetningin sett á komandi Sunnudag, þeas 7/5 kl 10 um morgunin.
Þá ætlum við að slá saman vinnudegi og smá fundi, ásamt því að útdeila félagshúfunum til þeirra sem eru skuldlausir.
Það sem þarf að gera er smálegt, eins og skipta um 2 brotna girðingastaura, tína rusl, mála húsið og þess háttar.
Síðan er hugmyndin að eiga saman góðan flugdag.
Endilega komið með hugmyndir til undirritaðs ef það er einhvað sem ykkur dettur í hug að þurfi að gera á vinnudeginum

Sunnudagur kl 10:00 stundvíslega...

Mbk
Þórir T
Formaður

akk@simnet.is
892-3957
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Smástund - Tilkynningar

Póstur eftir Þórir T »

Sælir módelmenn
Stíf fundarhöld mótanefndar Smástundar 2006, hafa loksins skilað mótaskrá fyrir sumarið.

21/6 þriðjudagur, kl 20 Sumarsólstöður, Miðnæturflug, flogið fram yfir miðnætti, Hið heimsfræga og alræmda Baunaflug mun verða hluti af dagskrá kvöldsins.

24/6 laugardagur Jónsmessu flugkoma, mottó: gaman saman, mikið um að vera á Eyrabakka þetta kvöldið og upplagt að sameina fjölskylduna, Boðið uppá grillaðstöðu um kvöldmatinn.

18/7 þriðjudagur, kl 18 (til vara 19/7) Opið mót, Lendingarkeppni, Frauðstangarflug, Dogfight og jafnvel fleira ef tíminn leyfir.

19/8 laugardagur kl 13 Fréttavefsflugkoman landsfræga, haldinn á Eyrabakka þetta árið. Grín og glens og mikið um dýrðir. ´

9/9 laugardagur, kl 09:09 Víðavangsflug, felst í langflugi og tímaflugs keppni. Nýtt á íslandi. Keppnisreglur og fyrirkomulag nánar auglýst síðar.
Keppendur eru 2 saman í liði og nú mun reyna á þolrifin.

Takið þessa daga frá og fjölmennum, munið að allir eru velkomnir á þessa liði. Allar nánari uppl veitir undirritaður í síma 892-3957

fyrir hönd mótanefndar

Þórir T
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Smástund - Tilkynningar

Póstur eftir Þórir T »

Smástund Aðalfundur 2007

Aðalfundur Smástundar verður haldinn 25 febrúar 2007 kl 20 í Tíbrá

Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál

Þórir T
Formaður Flugmódelklúbbsins Smástundar
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Smástund - Tilkynningar

Póstur eftir Þórir T »

Aðeins nánara af komandi aðalfundi, þar verður gerð opinber stórmerkileg rannsókn sem 2 góðir félagsmenn gerðu á Flugmálafélagi íslands síðasta laugardag.
En nokkuð hefur verið rætt um þau mál. Einnig verða verðlauna afhendingar eftir mót sumarsins, skora þar sérstaklega á þá Guðna og Jón Björgvin Þytsmenn
að láta sjá sig.. :) Má búast við líflegum og skemmtilegum fundi.

Tóti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Smástund - Tilkynningar

Póstur eftir Sverrir »

Já breytingarnar lofa góðu, spurning um að fara að drífa í regnhlífarmálum.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Guðni
Póstar: 384
Skráður: 17. Jan. 2006 18:09:00

Re: Smástund - Tilkynningar

Póstur eftir Guðni »

Sælir allir..

Þórir.. jú takk ég kíki á ykkur..
Ertu kanski með nánari staðsetningu á fundinum.
If it's working...don't fix it...
Svara