Ég rakst á þessa vefsíðu áðan:
RC Model Reviews
http://www.rcmodelreviews.com/
Þar er m.a. fjallað um viðtæki samhæft Futaba FASST:
http://www.rcmodelreviews.com/fasst_com ... ew02.shtml
fyriri utan fjölmargt annað áhugavert.
Höfundur síðunnar er nokkuð vel að sér í þessum fræðum:
"... Well I've been building and flying or driving radio controlled models for over 40 years and during that time I like to think I've built up a reasonable amount of knowledge.
I'm also a qualified electronics engineer who has worked in radio frequency, analog, digital systems and software for more than three decades. In fact I designed and built my first RC set back in 1969.
For the past nine years I've also been involved in the design and manufacture of some rather sophisticated engine technology and UAV flight control systems...."
Áhugaverð vefsíða: RC Model Reviews
Re: Áhugaverð vefsíða: RC Model Reviews
Bruce er eðal módel töffari og skrifaði m.a. greinina sem ég þýddi hérna um árið. Hann hefur líka verið duglegur upp á síðkastið að prófa mikið af nýja radíódótinu frá HK og öðrum.
Icelandic Volcano Yeti
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Áhugaverð vefsíða: RC Model Reviews
Ég freistaðist nýlega til að kaupa nokkur kínaservó (TowerPro MG995) sem áttu að vera sterk, ódýr og vinsæl. Það runnu á mig tvær grímur þegar ég fór að skoða dótið og við stutta leit gegnum Gúgel frænda rakst ég einmitt á umsögn eða öllu heldur fordæmingu þessa náunga á fyrirbærinu: http://www.rcmodelreviews.com/chineseservos1.shtml
Þessi servó eru hreint út sagt ekki góð. Það get ég sjálfur staðfest eftir að hafa prófað þau (meðal annars með Hitec servóprófaranum sem er hið mesta þarfaþing) og lesið rannsóknina á ofangreindri síðu.
Þessi servó eru hreint út sagt ekki góð. Það get ég sjálfur staðfest eftir að hafa prófað þau (meðal annars með Hitec servóprófaranum sem er hið mesta þarfaþing) og lesið rannsóknina á ofangreindri síðu.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken