LIPO rafhlöður fyrir móttakara?

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
reynir
Póstar: 16
Skráður: 28. Nóv. 2005 12:00:48

Re: LIPO rafhlöður fyrir móttakara?

Póstur eftir reynir »

Sælir félagar.

Hefur einhver af ykkur reynslu af því að nota LIPO batterý á móttakara án þess að nota powerbox þar á milli?

Ég sé að núna er hægt að fá litla spennubreytar frá batterí út í móttakara og hleypa þeir spennunni niður í 5 volt eða um það bil. Þessir spennubreytar kosta um það bil 10 sinnum minna en powerbox.

Hvaða spennubreyti hafa menn verið að nota til þessa, þ.e. ef einhver hefur prófað þetta hingað til?


Kkv.

Reynir
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: LIPO rafhlöður fyrir móttakara?

Póstur eftir Sverrir »

Duralite og Spektrum, svo er til fullt af öðrum minna þekktum nöfnum, HobbyKing selur t.d. nokkrar gerðir. Þetta er fínn kostur ef menn vilja nota lípó í vélum, svo eru til móttakarar sem þola allt upp í 10V og nú eru líka farin að koma high voltage servo sem eru gerð til að virka með lipo spennu.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: LIPO rafhlöður fyrir móttakara?

Póstur eftir einarak »

ég er með svona megabec MEGABEC frá hobbiking og 2700mah 2 sell lipo í þyrlunni hjá mér. Virkar mjög vel. Kosturinn líka við að vera með þetta svona er að þú ert alltaf með stöðug 5 eða 6 volt (stillanlegt) hvort sem batteríið er fullt eða að verða tómt.
Passamynd
reynir
Póstar: 16
Skráður: 28. Nóv. 2005 12:00:48

Re: LIPO rafhlöður fyrir móttakara?

Póstur eftir reynir »

Takk fyrir þetta. Pælingin var einmitt hvernig maður getur notað allan 'gamla' búnaðinn sem maður á nú þegar og uppfært upp í LIPO sem virðist vera málið í dag...
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: LIPO rafhlöður fyrir móttakara?

Póstur eftir Sverrir »

Getur líka skoða A123 rafhlöður(life), menn eru að nota þær án spennustilla í dag, það er hægt að hraða þær frekar hratt, allt að 4C, og þær eru stöðugri en lipo.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: LIPO rafhlöður fyrir móttakara?

Póstur eftir Agust »

Þurfa menn ekki að taka svona LiPo úr vélinni í hvert sinn sem rafhlaðan er hlaðin?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: LIPO rafhlöður fyrir móttakara?

Póstur eftir Sverrir »

Ég geri það með mínar, ekki spurning.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
reynir
Póstar: 16
Skráður: 28. Nóv. 2005 12:00:48

Re: LIPO rafhlöður fyrir móttakara?

Póstur eftir reynir »

Mér sýnist á öllu með A123 rafhlöðurnar að þær geta verið í vélinni á meðan það er verið að hlaða þær, þar sem búið er að 'koma í veg fyrir' að það kvikni í þeim, eða að þær springi með nýrri tækni frá Duralite.
Virðast vera betri rafhlöður en LiPo að öllu leyti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: LIPO rafhlöður fyrir móttakara?

Póstur eftir Sverrir »

Munið bara að það getur alltaf eitthvað farið úrskeiðis alveg sama hversu öruggir hlutirnir eru eða eiga að vera og menn verða að eiga það við sig sjálfa hverju þeir treysta.

A123 koma ekki frá Duralite en „stay balance circuit“ er búinn að vera til í þó nokkuð mörg ár í Duralite pökkunum og er hún ekki nauðsynleg upp á öryggið í A123 sellum. Sumir balancera A123 í hvert skipti sem þeir hlaða en sumir sjaldnar, tíunda hvert skipti ef þá það oft. Svo bjóða Duralite líka upp á 2s2p útgáfur af rafhlöðupökkunum, s.s. tveir pakkar í einum sem er ekki verra upp á öryggið ef menn geta borið auka þyngdina.

Ég hef hlaðið mínar Duralite pakka í þeim vélum sem þeir eru í hverju sinni.

A123 rafhlöður komu fyrst(og koma væntanlega enn) á almennan markað í DeWalt rafhlöðupökkunum og framtakssamir módelmenn fundu snemma út að ódýrara var að kaupa eins og einn rafhlöðupakka á eBay og taka í sundur heldur en að kaupa sellurnar í lausu. Það hefur þó breyst eftir því sem salan á þeim hefur aukist og smásölu verðin lækkað.

Eitt sem þarf líka að hafa í huga hvað gerist ef spennujafnarinn bilar, hættir þá að koma rafmagn eða sendir hann það í gegn óspennujafnað? Powerbox er t.d. með nokkra skemmtilega rofa sem vert er að skoða.
http://www.powerbox-systems.com/e/power ... /start.php
http://www.powerbox-systems.com/e/power ... /start.php
http://www.powerbox-systems.com/e/power ... /start.php
og spennujafnara
http://www.powerbox-systems.com/e/power ... /start.php

Svona til gamans þá er hérna mynd af einu(eftir því sem ég best veit) innlendu vélinni með Duralite A123 rafhlöðum og eiganda hennar.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: LIPO rafhlöður fyrir móttakara?

Póstur eftir Agust »

A123 sellur fást hjá Hobbyking http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... Search.asp

A123 eru heldur þyngri en LiPo og henta því ekki þar sem þyngdin skiptir meginmáli, svo sem í rafmagnssvifflugur.

Spennan frá þeim breytist mjög lítið þegar hleðslan fellur og hefur það valdið mönnum smá höfuðverk, því erfitt er að meta hve mikil hleðsla er eftir út frá spennumælingunni einni. Afhleðslukúrfan er mjög flöt, en það er í sjálfu sér bara kostur.

Þessar rafhlöður hafa það fram yfir "venjulegar" NiMh og jafvel NiCd sem við notum oft fyrir viðtækin og servó að þær halda vel uppi spennunni þó svo að álagið sé mikið.

Ég las pistil um daginn hjá módelmanni sem hafði prófað að sleppa því að balansera A123 rafhlöðupakka. Lenti í smá óhappi þegar rafhlaðan tæmdist of snemma. Fór að gera tilraunir. Mældi spennuna á sellunum, endurtók nokkrum sinnum með og án spennujöfnunar. Niðurstaða var sú að hann spennujafnar alltaf A123 rafhlöðupakkana sína núna. Annað gekk ekki.

Spennan frá A123 með smá álagi er um 3,3 volt per sellu. (Ívið hærri strax eftir hleðslu, eða 3,6 volt). Tvær sellur í seríu eru því um 6,6volt. Þetta er því ekki hærri spenna en frá 5 sellu NiCd pakka. (Jafngildir 1,3 volt per sellu NiCd). Flest viðtæki og servó þola vel að notaður séu 5 sellur NiCd, eða svokallaður "6 volta" rafhlöðupakki í stað "4,8 volta". Í raun virka flest servó betur þannig, eru hraðvirkari og öflugri. (Ég nota 5 sellur í nýju Big Excel svifflugunni). Þetta þýðir að ekkert mælir á móti því í flestum tilvikum að nota tvær A123 sellur (6,6 volt samtals) fyrir venjuleg viðtæki og servó, án þess að vera með spennuregulator til að lækka spennuna. Hugsanlega eru til einhver servó/viðtæki sem þola ekki meira en fjögurra sellu NiCd rafhlöðupakka, en maður er fjotur að finna upplýsingar um það á netinu. Ég held að það sé frekar undantekning, þó svo ég viti það ekki.



Annars eru þetta frábær batterí.

Fróðleikur:

A123 http://www.hooked-on-rc-airplanes.com/a ... eries.html

LiPo http://www.hooked-on-rc-airplanes.com/l ... packs.html
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara