Spektrum & JR: DSM2 vandamál?

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spektrum & JR: DSM2 vandamál?

Póstur eftir Agust »

Kannist þið við það sem verið er að fjalla um hér?


New FHSS from JR?

http://www.rcmodelreviews.com/forum/vie ... f=44&t=357
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Spektrum & JR: DSM2 vandamál?

Póstur eftir Sverrir »

Breytti fyrirsögninni hjá þér, merkið heitir Spektrum. :)

Sko í „stuttu“ máli þá...

Fyrir rúmlega hálfum áratug þá fór að bera á því að fyrirtæki í módelbransanum fóru að þróa fjarstýribúnað á 2.4Ghz. Eitt af þeim fyrstu til að koma með stöðugan búnað var Spektrum sem fljótlega var keypt af Horizon Hobby, umboðsaðili JR í Ameríku og einn stærsti viðskiptavinur þeirra.

Á þessum árum sáu bæði JR og Futaba að mikil áhugi var fyrir 2.4 í módelbransanum og þeir voru að „missa“ af lestinni. Futaba stóð þó ögn betur að vígi þar sem þeir höfðu reynslu af 2.4 en það höfðu þeir notað með iðnarlínum(t.d. fyrir brúkrana) sem þeir framleiða í mörg ár en JR hins vegar hafði enga reynslu af þessum málum. Og þar sem það tekur smá tíma að koma sér upp innanhúsþekkingu þá ákvað JR að ganga til samninga við Spektrum(hér hefur þáverandi útbreiðsla Spektrum ásamt sambandi þess við HH sjálfsagt haft mikið að segja). Samningurinn hljóðaði upp á að JR myndi einbeita sér að svokölluðum „high-end“ fjarstýringum og útbúnaði, sem var skilgreint sem allt fyrir ofan 7 rásir, menn hafa kannski tekið eftir að í langan tíma var DX7 stærsta fjarstýringin frá Spektrum og JR var með 9, 12 og nú nýverið 11 rása fjarstýringar. Þetta hefur einnig sést á móttökurunum, þú færð ekki JR móttakara undir 9 rásum.

Fyrsta holdgerving af Spektrum var kölluð DSM en hún var hægvirk, bæði radíóhlekkurinn og svo að endurræsa sig eftir „brownout“ og lifði ekki lengi en fljótlega kom DSM2 sem við þekkjum í daga með auka móttökurunum, „model match“ og öðrum möguleikum. Það var hins vegar smá hængur á, í Japan eru þeir mjög stífir á því hvað fellur undir „spread spectrum“ og vildu ekki leyfa DSM2 tæknina í þeirri mynd sem hún var. Því var henni breytt í hugbúnaðinum þannig að hún hoppar á milli alls bandsviðsins(FHSS) og það var kallað DSMJ, J fyrir Japan, og er ekki ætlað fyrir aðra markaði.

Eins og menn hafa tekið eftir þá eru Spektrum farnir að auglýsa bæði 8 og 10 rása fjarstýringar(með telemetry), 8 rása á að koma í næstu viku og 10 rása nær jólunum, svo það má draga þá ályktun að samstarfssamningurinn um markaðsskiptinguna sé liðinn og að þeir hjá JR séu búnir að koma sér upp nægjanlegri innanhúsþekkingu til að taka þátt á jafnréttisgrundvelli. Fyrsta fjarstýringin frá JR, XG7(byggir á 2720/DX7 húsinu og er með telemetry) notar það sem er kallað DMSS, hefur verið að fá smá umfjöllun upp á síðkastið. Með henni eru þeir þá komir í slaginn með sína eigin tækni sem hægt er að nota út um allt án vandræða, nema í Frakklandi sem er önnur saga en notandinn getur stillt fjarstýringuna á „Frakklandstíðnimótun“ til að komast hjá því veseni. Hún er í CE vottun um þessar mundir og er vonast til að framleiðsla hefjist í október.

Niðurstaða nefndar ESB um tíðnimál mun aldrei banna þá tækni sem Spektrum er að nota, þeir eru að nota opið tíðnisvið og þar sem það myndi útiloka alla router-a sem eru notaðir til þráðlausra netsamskipta á þessu sama tíðnisviði með sömu tækni.

Aðal vandamálið hingað til með fjarstýringar fyrir Evrópumarkað er sú að Spektrum hefur ekki viljað deila með JR ákveðnum hönnunarskjölum sem aftur á móti seinkar prófunarvinnunni(CE vottun) og flækir hana þar sem prófa þarf hvert tæki eins og nýtt væri en ekki sem nýja útgáfu af eldra tæki eða eitthvað svoleiðis. ;)

Hvaða Ameríkuna varðar þá er ekki annað að sjá en að HH séu mjög ánægðir með DSM2 og sem einn stærsti viðskiptavinur JR þá er erfitt að ímynda sér annað en þeir fái áfram fjarstýringar eins og þeir vilja hafa þær. Nú ef ekki þá eru nýju 8 og 10 rása Spektrum fjarstýringarnar að detta inn og þeir bjóða einnig upp á modul-a fyrir aðrar gerðir fjarstýringa og hver veit nema þeir séu með áætlanir um stærri fjarstýringar.

Stóra spurningin er því sú hvaða áhrif þetta hefur á núverandi notendur JR DSM2 kerfa, munu þeir flýja skipið og skipta um lið eða kaupa nýju græjurnar? Annar möguleiki er að versla við HH á meðan þeir styðja DSM2 í sinni Spektrum vörulínu og notast við núverandi fjarstýringar áfram.

Bara svona til gamans þá má geta þess að Graupner(JR umboð í Evrópu fyrir utan Bretland) ákvað að ganga til samninga við XPS sem var annað fyrirtæki sem var með þeim fyrstu á markaðinn. Þeir hafa hins vegar lengi verið plagaðir af vandræðum og innan árs voru Graupner búnir að innkalla fjarstýringarnar(þeim sem hafði ekki verið skilað) og lagstir aftur undir feld. Önnur útgáfa var sett á markað og stuttu síðar var einnig tilkynnt um samstarf við Weatronic en það verður einmitt mjög spennandi að sjá hvort það skilar einhverju nýju og skemmtilegu á fjarstýringarmarkaðinn.

Vinir okkar hjá Futaba hafa einnig lent í smá vandræðum bæði þegar heilu sendingarnar af fjarstýringum fóru úr verksmiðjunni með sama einkvæma númerið(gátu þá tala við alla móttakara sem voru að hlusta eftir því númeri) og einnig þoldu sumir móttakararnir frá þeim ekki smá hita.


2010.10.27: Smá viðbót frá Mooney Takamura.

[quote]To Our Valued JR Customers:

During the recent BMFA Nationals, a new JR 7 channel radio system using DMSS was shown by our UK distributor. This system uses a technology that is incompatible with DSM2 in order to meet a market need where DSM2 is not available to JR. Unfortunately, several individuals made statements that JR finds very misleading and require correction.

JR remains committed to future development with DSM technologies and to our customers who currently own JR equipment using the DSM standard. JR will continue to manufacture, sell, and support DSM equipment in all markets currently allowed by agreement.

It is our goal that this communication clears up any questions about JR’s intentions and that JR remains confident in and committed to the future of DSM technology around the world.

We thank you for your continued support.

Kind regards

Mooney Takamura
International Sales Manager
JR Propo[/quote]
Menn verða svo sjálfir að ákveða hvernig þeir túlka orð hans!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Spektrum & JR: DSM2 vandamál?

Póstur eftir Sverrir »

Nokkrar myndir af nýja „barninu“.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Þetta er telemetry sendirinn sem er tengdur við móttakarann á myndinni.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Spektrum & JR: DSM2 vandamál?

Póstur eftir Guðjón »

Sæll ég hefði verið viku að skrifa þetta!!
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Spektrum & JR: DSM2 vandamál?

Póstur eftir Haraldur »

Mér sýnist skjámyndin vera allveg eins og í Spektrum sendinum mínum (Dx7).
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Spektrum & JR: DSM2 vandamál?

Póstur eftir Haraldur »

Telemetry, hvað er það?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Spektrum & JR: DSM2 vandamál?

Póstur eftir Sverrir »

DX7 er að nota sama bodýið(JR X2720) og hugbúnað eins og DG7. Telemetry er það sem við myndum kalla fjarmæling.

Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Spektrum & JR: DSM2 vandamál?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Haraldur]Telemetry, hvað er það?[/quote]
Haraldur! Svafstu í þeim tíma? :D

Telemetry is a technology that allows remote measurement and reporting of information...

Tele- : grískt forskeyti ? fjarlægur ; -metry : viðskeyti einnig komið úr grísku (metron = mæling) ? það að mæla.

Væntanlega eðlileg þróun í fjarstýritækninni. Ekki bara stýriboð frá sendinum heldur hægt að hugsa sér að flugvélin sendi ýmsar upplýsingar tilbaka svo sem ástand rafhlöðu, hæð, hraða, vélarhita...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Spektrum & JR: DSM2 vandamál?

Póstur eftir Agust »

Fjarmæling á íslensku
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara