Lancair arf

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Lancair arf

Póstur eftir lulli »

Já&nei Sverrir, og hálft í hvoru,,
sko hún sporar alveg rétt, enn þú ert alveg örugglega ekki að meina það.
Spíruleggirnir undir vængjunum voru svona í kittinu, setti þetta óbreitt þ.e. hjólin innanvið.
Fullskalinn er jú með hjólin utanvið og það væri nú flottara verð ég avð viðurkenna. :/
Kv. Lúlli.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Lancair arf

Póstur eftir Sverrir »

Hafa þeir ekki bara ruglast í verksmiðjunni, held að þú ættir að víxla þessu við tækifæri. :)
Icelandic Volcano Yeti
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Lancair arf

Póstur eftir lulli »

Til að ná C.G réttum þurfti smá þyngd í trýnið auk þess sem batterí, enduðu fremst við eldvegg.

membrulokið Íslenskað;
Mynd

Pilotinn myndaðist alveg einstaklega illa ,
en hann er einhverskonar afsprengi Glanna glæps - og framsóknarkonu.
Mynd

Frumflug var svo á hvítasunnudag ,við bestu aðstæður
proppurinn er léttur 17/8 trépr.
Frumflugið gekk vel, en var vísvitandi í styttri kantinum þar sem við settum spurningarmerki
við ganginn í mótornum. Lofar góðu,eftir smá fínstillingu.
Nefhjólið er auðvitað eins og öll "fylgir bara með nefhjól" ,einu númeri og mjúkt.
Eftir frumflug:
Mynd
Kv. Lúlli
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Steinþór
Póstar: 199
Skráður: 25. Mar. 2010 23:11:51

Re: Lancair arf

Póstur eftir Steinþór »

var ekki bara gott að fljuga henni, til hamingju Lúlli

kv steini
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Lancair arf

Póstur eftir Gaui K »

Enn og aftur þrælflott vél :) til lukku með gripinn.

kv,Gaui
Passamynd
Guðni
Póstar: 380
Skráður: 17. Jan. 2006 18:09:00

Re: Lancair arf

Póstur eftir Guðni »

Þumlar upp..gettflott vél..til hamingju með hana..:)
If it's working...don't fix it...
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Lancair arf

Póstur eftir lulli »

Takk fyrir óskirnar
, núna eftir tvö stutt flug get ég sagt að hún virðist vera með nægilegt afl
og þokkalega flug-eiginleika amk í skalaflug. Rosa þæg í lendingu.
Ennþá er hrollur í mótornum sem þarf að finna út úr
..trun,trun,trunn....eftir smá flugtíma (bara í loftinu- ekki ´á jörðu)
Kv. Lúlli.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Pitts boy
Póstar: 140
Skráður: 22. Feb. 2006 13:49:32

Re: Lancair arf

Póstur eftir Pitts boy »

Sæll Lúlli.
Ég er með Mwws 26 í Súper Cub sem ég á og ég var í svipuðum vandræðum hann gekk alltaf eins og engill á jörðu niðri en var alltaf að puðra og taka smá andköf þegar hann var komin á loft.
Ég sé að þú hefur sett slöngustút á membruna á blöndungnum þá datt mér í hug hvor lausnin gæti verið sú sama og hjá mér þeas. það er svona stútur á blöndungnum hjá mér og ég lagði slöngu úr stútnum inn fyrir eldvegin í upphafi og þá var mótorinn svona öðru hvoru en eftir að ég stytti slönguna þannig að opið á henni er yfir opinu á blöndungnum hefur allt verið í lagi og fínn gangur.
Kveðja.
Einar Rúnar Einarsson
Fluggarpur.
Selfossi
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Lancair arf

Póstur eftir lulli »

LancAir hefur nú verið flogið af&til í nokkra mánuði. Fljótlega var mótornum skift út fyrir
Saito-180 4-gengis - það voru góð skifti -
En nefhjólsstellið hið upprunalega er búið að vera leiðindadjonk og því var eimmit núna skift út
þegar gamla LOKSINS gat ekki meir, þá hafði ég freistast alltof lengi til að humma frammaf mér að skifta því út fyrir forláta þýskt gæða stál sem millilent hafði hjá Baron-Grísará.
Þessi LancAir er orðin uppáhalds allraárstíða vél -ekkert minna.

Tveir gafflar ættu að vera til bóta.
Mynd

þröngt á þingi - motorinn þurfti úr til að koma nýja stellinu á sinn stað.
Mynd
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Lancair arf

Póstur eftir Jónas J »

[quote=lulli]þröngt á þingi -[/quote]
Það má með sanni segja :)
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Svara