11.04.2006 - Nýjung á vefnum

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 11.04.2006 - Nýjung á vefnum

Póstur eftir Sverrir »

Fyrir áhugasama þá er nú komið upp kort hér á Fréttavefnum sem gefur gróft yfirlit yfir nokkra módelvelli á landinu. Að sjálfsögðu eru þeir mikið fleiri og þeir sem áhuga hafa á að fjölga þeim eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband með nauðsynlegum upplýsingum svo unnt verði að bæta fleiri flugvöllum inn.

Athugið að þar sem kortagrunnurinn af Íslandi sem er nýttur við þetta kemur ekki með hágæðaupplausn af öllu landinu, bara Suðurnes og Hvalfjörður upp í Borgarnes eru í „bestu“ upplausn, þá getur verið nokkurt frávik á hinum staðsetningunum svo endilega verið óhrædd við að koma með leiðréttingar.

Slóðin er, http://frettavefur.net/kort eða http://kort.frettavefur.net/
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: 11.04.2006 - Nýjung á vefnum

Póstur eftir Þórir T »

enn eitt snildarframtakið hjá okkar ástsæla ritstjóra!!!!


mbk
Tóti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: 11.04.2006 - Nýjung á vefnum

Póstur eftir Agust »

Það er gaman að sjá hvað loftmyndirnar hafa batnað á undanförnum mánuðum. Reykjavík var í fyrra bara eins og klessa. Það kom mér á óvart að ég sá vel minn einkaflugvöll, sem kostaði ómældan svita og skinnlausa lófa, sem fagurgrænan blett. Gott að vita að hann skuli sjást utan úr geimnum :-)
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: 11.04.2006 - Nýjung á vefnum

Póstur eftir Agust »

Hér fyrir neðan eru tvær myndir af sama svæði.

Efri myndin er tekin úr vefsjánni á Fréttavefnum.
Neðri myndin er tekin úr Google forritinu sem fæst ókeypis hér http://earth.google.com .

Mynd

Mynd
Litli völlurinn minn er líklega litli græni depillinn skammt fyrir "suð-vestan" táknið sem er eins og hús.
Þar beint til vinstri við árbakkann er annar lítill grænn blettur. Þar er flugstöðin.
Geysisflugvöllur (800m braut) er gráa línan sem liggur nánast NA/SV hægra meginn við hústáknið.



Mér sýnist í fljótu bragði að upplausnin á myndunum sé svipuð, en að eitthvað í vefsjánni á Fréttavefnum breyti efri myndinni.

Þetta er skemmtilegt framtak hjá þér Sverrir! Sífellt að koma á óvart!
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara