Hjörtur og Eiríkur voru með foam vélar
svo mætti nokkrir þyrlumenn, ég mætti með Trex þyrlu og byrjaði á krassa beint í gólfið. Ég hef eitthvað ruglaðst í hleðslu á rafhlöðunum þar sem ég setti óhlaðið batterí í þyrluna og datt hún beint niður úr 3m hæð. Ég var með varahluti og gerði við hana á staðnum. Ég hætti þar sem ég varð bara ansi þreyttur en það reynir ansi mikið á baunina að fljúga þyrlu í svona litlu afmörkuðu rými.