Halló,
Ég er modelflugmaður sem hefur flogið mikið rafmagsvélum og er nokkuð klár í að fljúga. En ég á bensínvél
sem ég er í algjörum vandræðum með að stilla og botna bara ekki neitt í.
Þetta er motor frá Magnum Engine og er kallaður .46 motor. Ég reyndi mitt besta að fara eftir leiðbeiningum varðandi tilkeyrslu og á bara erfitt með að stilla hann. Hún hefur flogið 3 sinnum og hún á bara erfitt að vera í hægagangi og erfitt að hæga á henni á flugi.
Mig langar að spyrja. Er einhver hérna sem er til að kíkja á hreyfilinn og sjá hvort hægt sé að gera eitthvað fyrir hann. Eg get viðurkennt að ég hef hreyft við Low speed needle valve og lítill fugl sagði mér að það væri bannað.
Er einhver snillingur þarna úti sem getur hjálpað mér.
Kveðja,
Pétur Nikulás Bjarnason
Gangtruflanir
Re: Gangtruflanir
ertu búinn að fara yfir bæklinginn sem fylgdi mótornum (eða hægt er að sækja á internetið) og stilla nálarnar báðar nákvæmlega eftir honum? og ertu búinn að fara vel í innkeyrslu? ég held það sé hægt að finna greinar um innkeyrslu hér á fréttavefnum eða annarstaðar á veraldarvefnum. góð innkeyrsla hjálpar til með endakraft og kannski það sem meira máli skiptir fyrir byrjendur, hægagang... svo er líka bara hægt að drepa á fyrir lendingu fyrstu 10 tankana eða svo og þá ætti innkeyrslan að vera orðin góð og hægt að stilla hægaganginn neðar.
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Re: Gangtruflanir
er þetta Magnum "þota"... svona gulur delta-vængur ... mótorinn svona fjólublár ?
ef svo er ...þá gengur þessi mótor bara í botni
ef svo er ...þá gengur þessi mótor bara í botni
If you ain't crashing, you ain't trying !
Re: Gangtruflanir
hmmm já Magnum en af fáum I/C flugvélum sem fútt er í
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -