Hvað segja menn? Eruð þið sammála mér í eftirfarandi fullyrðingu?
Eitt af því besta sem hent hefur módelflugmenn á Íslandi er framtak Sverris og fréttavefurinn hans. Á mig verkar hann einhvern veginn sem segull, þannig að varla líður sá dagur sem ég opna ekki vefskoðarann til að kíkja á fréttavef okkar ánetjaðra óseðjandi módelfíkla.
Bestu kveðjur frá jaðri hálendisins við suðurmörk Kjalvegar, þar sem tekið var þátt í Vínarbrauðsmótinu á sinn hátt með vöffluáti og einhverfu Twin-Jet flugi í hálfgerðu roki á snjófölvaðri flugbraut Flugheima uppsveitanna ..... Ef til vill eins konar "dags hríðar spor" [tracks in the snows of time] eins og Valgarður E. hefði orðað það.
.
Eitt af því besta....
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Eitt af því besta....
Sama hér.
Fínn laugardagur líka á Hamranesinu með vínarbrauði, kaffi, flugi og spjalli
Fínn laugardagur líka á Hamranesinu með vínarbrauði, kaffi, flugi og spjalli
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Eitt af því besta....
þetta get ég hiklaust tekið undir, þessi vefur hefur breytt módel neistanum í varðeld í allan vetur og geri ég ráð fyrir stórbruna í sumar... eða þannig sko
sjálfur var ég á jaðarhálendisslóðum í rokinu á páskadag og litaðist um eftir ágústarvelli í heilagleikanum, en hafði ekki lagt kortið góða nógu vel á minnið til að rata af þjóðveginum, en ég geri nú ráð fyrir fleyrri ferðum á þær slóðir og örugglega með flýgildi í farteskinu.
sjálfur var ég á jaðarhálendisslóðum í rokinu á páskadag og litaðist um eftir ágústarvelli í heilagleikanum, en hafði ekki lagt kortið góða nógu vel á minnið til að rata af þjóðveginum, en ég geri nú ráð fyrir fleyrri ferðum á þær slóðir og örugglega með flýgildi í farteskinu.
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Re: Eitt af því besta....
Þakka hlý orð
Vonandi geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi hérna og endilega verið óhræddir við að senda mér línu því það eruð jú þið sem þessi vefur er gerður fyrir.
Vonandi geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi hérna og endilega verið óhræddir við að senda mér línu því það eruð jú þið sem þessi vefur er gerður fyrir.
Icelandic Volcano Yeti