Rafmagns pappa eða pappírs vélar?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Ágúst25
Póstar: 22
Skráður: 25. Ágú. 2010 07:52:26

Re: Rafmagns pappa eða pappírs vélar?

Póstur eftir Ágúst25 »

Eru einhverjir sem hafa búið til flugmódel úr pappa,pappír,morgunkornskössum eða eh þvílíku?
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: Rafmagns pappa eða pappírs vélar?

Póstur eftir Páll Ágúst »

Já, minn ferill byrjaði svoleiðis. Ég og vinur minn gerðum skutlu sem var þríhyrningur úr morgunkornskassa. Hann sveif vel. Við vorum svo langt komnir með að búa til flugmódel úr bylgjupappa þegar ég rakst á þetta á netinu. Það endaði í Novu og pappavélin var aldrei gerð :Þ Enda hefði hún aldrei flogið og við örugglega ekki getað flogið henni :)
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
Ágúst25
Póstar: 22
Skráður: 25. Ágú. 2010 07:52:26

Re: Rafmagns pappa eða pappírs vélar?

Póstur eftir Ágúst25 »

En eru einhverjir sem hafa flogið einhverju heimasmíðuðu??? Þá meina ég algjörlega bara úr pappa eða eh svipuðu?
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Rafmagns pappa eða pappírs vélar?

Póstur eftir Haraldur »

Hvernig er með þessar pappírsvélar, eru þær þungar, léttar, sterkar, veikar?
Mundi þetta efni henta fyrir inniflugvélar?
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 911
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Rafmagns pappa eða pappírs vélar?

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Ætli depronið sé ekki betra, léttara og stífara
Kv.
Gústi
Passamynd
Ágúst25
Póstar: 22
Skráður: 25. Ágú. 2010 07:52:26

Re: Rafmagns pappa eða pappírs vélar?

Póstur eftir Ágúst25 »

[quote=Ágúst Borgþórsson]Ætli depronið sé ekki betra, léttara og stífara[/quote]
jú bíst við því en er ekki erfit að smíða eitthvað frá grunni úr því?
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Rafmagns pappa eða pappírs vélar?

Póstur eftir Haraldur »

[quote=Ágúst25]jú bíst við því en er ekki erfit að smíða eitthvað frá grunni úr því?[/quote]
Hvað getur verið meiri grunnur en að byrja með heila plötu og svo skera hana út?
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Rafmagns pappa eða pappírs vélar?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Í eðli sínu er pappír/pappi tiltölulega þungur miðað við styrk.
Hið einfalda styrk/þyngd hlutfall er það sem ræður því helst hversu hentugt efni er til módelsmíði. Balsi hefur til dæmis mjög hátt svoleiðis hlutfall. Svo eru til mismunandi tegundir af styrk sem segja til um sveigju, brotþol, þrýsti (kompression)þol og svo framvegis.

Pappi hefur lágt stryk/þyngd hlutfall miðað við til dæmis Depron en það síðarnenfda er brothætt. Hægt er að forma pappír/pappa þannig að hærra styrk/þyngd hlutfall fáist. Dæmi er bylgjupappi en hann er samt ekki sérlega hentugt efi þó gaman sé að leika sér með það.
Samsetningar á efnum koma stundum vel út eins og ef notaður er pappír utanum kjarna úr frauðplasti eins og til dæmis er algengt í Combat-vélum sbr það sem gunnarb hefur verið að sýna okkur.

Sem sagt. Pappír/pappi/bylgjupappi eru frekar óhagstæð efni í módelsmíði og þess vegna lítið notuð.

Er þetta ekki dæmigert Wesserbissersvar? :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Ágúst25
Póstar: 22
Skráður: 25. Ágú. 2010 07:52:26

Re: Rafmagns pappa eða pappírs vélar?

Póstur eftir Ágúst25 »

en hvar fær maður góðar depron plötur og góðar teikningar mjög litlar vélar?
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Rafmagns pappa eða pappírs vélar?

Póstur eftir einarak »

[quote=Ágúst25]en hvar fær maður góðar depron plötur og góðar teikningar mjög litlar vélar?[/quote]
í Tómstundahúsinu, 3 og 6mm, teikningar má svo finna út um allt internet.
Skoðaðu þennan þráð, þarna eru menn að búa sér til vélar frá grunni.
Svara