CARF Eurosport

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Messarinn »

Þetta er professional hjá þér Sverrir Snilld

Kv Gummi
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Árni H
Póstar: 1586
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Árni H »

Nice!
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Gaui »

Þetta eru næstum því jafn flott tengi og við búum til á Grísará ;)
:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

CARF mælir með að sett sé 25 gr. þynging í canard-ana til að hjálpa til við að jafnvægisstilla þá. Ég ákvað að fara í smá málmbræðsluleik með blýplötur sem ég átti.

Álpappír var vafið utan um viðardíl, málningarlímband og vírar voru svo notaðir til að hjálpa við að halda forminu.
Mynd

Blýið sem ég náði að kaupa með herkjum í Ellingsen fyrir um áratug síðan.
Mynd

Nokkrar plötur komnar í deygluna.
Mynd



Allt að verða bráðið og flott.
Mynd

Blýinu hellt í mótið.
Mynd



Smá litur kominn á límbandið útaf hitanum.
Mynd

Hér er svo stöngin þegar búið var að vefja utan af henni.
Mynd

Eftir að búið var að snyrta stöngina þá var eftir 123mm bútur sem vóg um 65 gr.
Mynd

Þá voru sniðnar til 45mm stangir til að fá rétta þyngd.
Mynd

Rákir voru gerðar í blýið svo límið gripi betur í þær.
Mynd

Svo er bara að bíða eftir að límið þorni.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Gaui »

Þetta er mjög flott hjá þér -- hefði þó viljað sjá lengri og ítarlegri myndbönd.
:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Hver veit hvað síðar verður, bjóst samt ekki við að blýbræðsla vekti mikla athygli. :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Best að halda áfram að setja saman áður en árið klárast! Nú var komið að því að vinna í skrokknum, ákvað að byrja að ganga frá lúgunni enda stærsti einstaki verkliðurinn í skrokknum(í fermetrum talið). ;)

Merkt fyrir pinnum á framhluta hennar.
Mynd

Götin boruð.
Mynd

Pinnunum var lyft upp svo þeir væri beinir.
Mynd

Svo var vænn slurkur af lími settur á allt saman.
Mynd

Sama var gert að aftan.
Mynd

Læsingarpinnar koma aftast á lúguna.
Mynd

Læsingarpinnunum var tyllt með sýrulími á meðan tryggt var að allt virkaði fínt og svo kom meira lím.
Mynd

Krossviðskubbar settir innan á götin að framan og aftan til að fá aðeins meiri massa í þau.
Mynd

Festingarnar sem halda vængjunum við skrokkinn voru svo límdar í leiðinni, ég keypti 5mm lengri bolta til að þeir fengju nóg hald, þeir sem fylgdu rétt náðu í gaddaróna.
Mynd

Hér sést svo neðan á vélina, svona fær hún að vera í nótt á meðan límingin á vængfestingunum þornar.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Fridrik
Póstar: 119
Skráður: 25. Okt. 2007 21:10:28

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Fridrik »

Sverrir

Sé að við leggjum undir okkur hin ýmsu borð heimilisins undir smíði okkar :)

kv
Friðrik
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11505
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

En ekki hvað! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1586
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Árni H »

Stofuborðin eru afar gagnleg til módelsmíða. Nú er Fokkerinn minn kominn á stofuborðið heima - þið megið giska einu sinni hver setur mestu pressuna á mig að ljúka málningarvinnunni! :)
Svara