After Run Olía

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Rjomi

Re: After Run Olía

Póstur eftir Rjomi »

Nú spyr sá fáfróði i þessu enn og aftur.
þessi after run olia. hvernig notast hun og er hún notuð i hvert skipti sem mótor hefur lokið vinnslu sinni.
kv
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: After Run Olía

Póstur eftir Haraldur »

Hún er til að koma í veg fyrir tæringu í mótornum sem geta orskast vegna leyfa frá eldsneyti.
Ég set alltaf nokkrar dropa á henni í lok dags þegar ég fer heim, og passa að snúa spaðanum svo olían leki inn á mótorinn.
Rjomi

Re: After Run Olía

Póstur eftir Rjomi »

Þakka þér fyrir þessar uppl. Gott að vita svona hluti svo maður geti nú farið vel með hlutina sína .
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: After Run Olía

Póstur eftir Ingþór »

flestir mínir mótorar endast skemur en það tekur tæringu að vinna alminnilega á honum, en ég skelli nú samt afterrun olíu í mótorinn á haustin þegar ég fer í vetrarfrí frá sportinu. sumir segja að afterrun sé meira fyrir sálina en mótorinn.... en ég er líka frekar fáfróður í þessu.
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: After Run Olía

Póstur eftir Agust »

Ég hef aldrei notað svona olíu, enda óttalegur trassi. Það hefur komið mér á óvart hvað mótorarnir hafa enst vel þrátt fyrir þennan trassaskap.

Einu sinni las ég að þessi tæring væri að nokkru leyti nítróinu að kenna. Við brunann og nærveru við rakann myndaðist saltpétursýra sem færi illa með legur. Vafalítið eru legur í mótorum mis tæringarþolnar.

Kanski er það rétt hjá Ingþóri að þessi olía sé góð fyrir sálina. Mér skilst þó að lýsi sé enn hollara, enda tek ég það inn á morgnana til að smyrja og varðveita sál og líkama.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: After Run Olía

Póstur eftir benedikt »

tja.. svo eru ekki alveg á hreinu hvort gott sé að "tæma" mótorana eða ekki..

ég hef séð menn cutta fuel með mótor í gangi, láta hann stoppa - setja svo glóðina á og starta nokkuð oft þangatil ekkert lífsmark finnst. þetta þurkar mótorinn og brennir allt eldsneyti í sveifarhúsinu og blöndung...

ætli þetta sé gott ?
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: After Run Olía

Póstur eftir Ingþór »

benni: þetta er allavega betri aðferð en sumir þyrlumenn nota en það er að hovera þyrlunni í svona hálfs metra hæð þegar tankurinn er að verða tómur og láta mótorinn tæma tankinn alveg keyra sig alveg þurrann, það vonda við þetta er að blandan þynnist svo rosalega í lokin að hætta er á að mótorinn ofhitni.
svo var einn snillinn (CY) sem sagði að ekkert af þessu skipti máli, bara spurning um að fljúga meira og pæla minna
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: After Run Olía

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Það er tvennt eða þrennt sem stuðlar að tæringu, annars vegar er nitrometanið örlítið súrt í eðli sínu, svo eins og Ágúst segir þá myndast smávegis tærandi efni við brunann og að lokum dregur tréspírinn til sín raka svo það er kannski mismikið vatn í eldsneytinu (þess vegna á maður að hafa brúsana sem styst opna og gjarnan hafa lokað áfyllingakerfi). Svo er spurningin um efnið í mótorunum og legunum.
YS-mótorar þola ekki nema sérstakar tegundir af After Run olíu (veit ekki hvaða) því í þeim eru nokkrar blöðkur úr silikonplasti sem margar olíur geta skemmt. YS mælir ekki með after-run olíu, bara að "keyra mótorinn þurran" sbr það sem Benni talar um þeas að láta hann ganga þar til allt er farið úr.

Gleðilegt sumar og Gleðilega flugvertíð (sem byrjaði hjá okkur í gær í fínu veðri á H-nesi)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: After Run Olía

Póstur eftir Gaui K »

Ég segi nú sama ég hef aðalega sett þessa olíu ef ég veit að mótorinn verði ekki notaður á næstu mánuðum þó held ég að þetta sé nokkuð misjafnt eftir mótorum.Allavega er það þannig með OS 46 LA sem ég hef verið að nota eftir ég setti after run olíu 2-4dropa eftir flug er miklu auðveldara að starta honum næst ! ef þetta er ekki gert er hann svolítið þungur í startinu.

kv,Gaui K.
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: After Run Olía

Póstur eftir Þórir T »

Ég nota þetta nú bara í nánast allt, smyrja lamir og það sem til fellur... þetta virðist vera nokkuð gott lýsi...


Tóti
Svara