Tryggingamál
Re: Tryggingamál
Vegna pósts annars staðar á spjallinu þá fór ég í það að lesa yfir reglugerðina sem fjallar um vátryggingu flugmódela og rakst þar á að hún hefur verið felld úr gildi.
Reglugerð nr. 551/1998 var felld úr gildi með reglugerð nr. 78/2006, þar er hins vegar kominn smá breyting sem gæti verið ansi þýðingarmikil fyrir okkur og þá ekki endilega til góðs.
Í þriðju grein 551/1998 var eftirfarandi setning sem átti við okkur
[quote]Heimilt skal eigendum loftfara með minni flugtaksþunga en 25 kg að taka sameiginlega ábyrgðartryggingu vegna slíkra loftfara.
Skal vátryggingarfjárhæð nema minnst SDR 500.000 vegna hvers tjónstilviks. Með þeirri ábyrgðartryggingu telst vátryggingarskyldu fullnægt.[/quote]
en í 78/2006 virðist þessi setning í annari grein hafa komið í staðinn
[quote]Reglugerðin gildir ekki um:
b) flugmódel með skráðan hámarksflugtaksmassa 20 kg[/quote]
Skv. þessu sýnist mér því sem ekki sé gert ráð fyrir flugmódelum undir 20 kg í vátryggingu sem er alls ekki góður hlutur ef satt er.
Ég ætla að gerast svo djarfur að senda póst á Samgönguráðuneytið og kanna hvort að þessi túlkun er rétt og hvort gert sé ráð fyrir léttari flugmódelum í öðrum reglugerðum ef svo er.
Reglugerðirnar:
551/1998
76/2006
Reglugerð nr. 551/1998 var felld úr gildi með reglugerð nr. 78/2006, þar er hins vegar kominn smá breyting sem gæti verið ansi þýðingarmikil fyrir okkur og þá ekki endilega til góðs.
Í þriðju grein 551/1998 var eftirfarandi setning sem átti við okkur
[quote]Heimilt skal eigendum loftfara með minni flugtaksþunga en 25 kg að taka sameiginlega ábyrgðartryggingu vegna slíkra loftfara.
Skal vátryggingarfjárhæð nema minnst SDR 500.000 vegna hvers tjónstilviks. Með þeirri ábyrgðartryggingu telst vátryggingarskyldu fullnægt.[/quote]
en í 78/2006 virðist þessi setning í annari grein hafa komið í staðinn
[quote]Reglugerðin gildir ekki um:
b) flugmódel með skráðan hámarksflugtaksmassa 20 kg[/quote]
Skv. þessu sýnist mér því sem ekki sé gert ráð fyrir flugmódelum undir 20 kg í vátryggingu sem er alls ekki góður hlutur ef satt er.
Ég ætla að gerast svo djarfur að senda póst á Samgönguráðuneytið og kanna hvort að þessi túlkun er rétt og hvort gert sé ráð fyrir léttari flugmódelum í öðrum reglugerðum ef svo er.
Reglugerðirnar:
551/1998
76/2006
Icelandic Volcano Yeti
Re: Tryggingamál
Sverrir
Hér sýnist mér að sé komin inn í íslenskar reglugerðir 20kg hámarks þyngd flugmódela eins og tíðkast í Englandi. Þetta þýðir að þeir sem eiga og nota flugmódel allt að 20 kg þurfi ekki að sértryggja sig, sem aftur þýðir að gömlu tryggingarnar okkar gilda áfram. Þetta þýðir hins vegar líka að (eða getur gert) að þeir sem byggja flugmódel yfir 20kg að þýngd geta átt á hættu að þurfa að sértryggja þau til að fá að fljúga og skrá þau hjá loftferðaeftirlitinu. Nú þurfum við að hafa augun og eyrun opin og sjá til þess að við sjálfir verðum eftirlitsaðilar, en ekki einhverjir utanaðkomandi með litla sem enga þekkingu á módelum.
gaui
Hér sýnist mér að sé komin inn í íslenskar reglugerðir 20kg hámarks þyngd flugmódela eins og tíðkast í Englandi. Þetta þýðir að þeir sem eiga og nota flugmódel allt að 20 kg þurfi ekki að sértryggja sig, sem aftur þýðir að gömlu tryggingarnar okkar gilda áfram. Þetta þýðir hins vegar líka að (eða getur gert) að þeir sem byggja flugmódel yfir 20kg að þýngd geta átt á hættu að þurfa að sértryggja þau til að fá að fljúga og skrá þau hjá loftferðaeftirlitinu. Nú þurfum við að hafa augun og eyrun opin og sjá til þess að við sjálfir verðum eftirlitsaðilar, en ekki einhverjir utanaðkomandi með litla sem enga þekkingu á módelum.
gaui
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Tryggingamál
Það breytir því ekki að rétt er að vera með tryggingu sem dugir, jafnvel fyrir minni módel. Það er sjálfsagt skilyrði þess að vera meðlimur í klúbb.
Svo dæmi sé tekið þá var krafturinn sem leystist úr læðingi þegar ég boraði gat í flugbrautarmalbikið með Ready 2 sællar(?) minningar, svo gífurlegur að hann hefði nægt til að valda verulegu líkamstjóni hefði það lent á einhverjum, eða skemma dýran bíl fyrir netta upphæð.
Ég á enn eftir að bæta Eika það áfall sem hann varð fyrir því hann stóð ekki langt frá. :/
Ég held að mikilvægast sé að athuga hjá tryggingafélaginu að tryggingin sé virkilega eins góð og hún ætti að vera.
Svo dæmi sé tekið þá var krafturinn sem leystist úr læðingi þegar ég boraði gat í flugbrautarmalbikið með Ready 2 sællar(?) minningar, svo gífurlegur að hann hefði nægt til að valda verulegu líkamstjóni hefði það lent á einhverjum, eða skemma dýran bíl fyrir netta upphæð.
Ég á enn eftir að bæta Eika það áfall sem hann varð fyrir því hann stóð ekki langt frá. :/
Ég held að mikilvægast sé að athuga hjá tryggingafélaginu að tryggingin sé virkilega eins góð og hún ætti að vera.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Tryggingamál
Dæmigert að reglugerð er breytt án samráðs við þá sem vit hafa á málum..
eða var haft samráð við einhvern??
Í mínumhuga þá getur 3-5 kg módel valdið eins miklum skaða og 40 kg vél. Hvort tveggja getur drepið svo sem sorgleg dæmi í útlöndum sanna.
eða var haft samráð við einhvern??
Í mínumhuga þá getur 3-5 kg módel valdið eins miklum skaða og 40 kg vél. Hvort tveggja getur drepið svo sem sorgleg dæmi í útlöndum sanna.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Tryggingamál
[quote=Gaui]Sverrir
Hér sýnist mér að sé komin inn í íslenskar reglugerðir 20kg hámarks þyngd flugmódela eins og tíðkast í Englandi.[/quote]
Það bendir allt til þess, þeir byggja á reglugerð Evrópuþingsins í þessu tilfelli.
[quote]Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 785/2004 frá 21. apríl 2004 um kröfur um vátryggingar fyrir flugrekendur og umráðendur loftfara með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 157/2004 frá 29. október 2004.[/quote]
[quote=Gaui]Þetta þýðir að þeir sem eiga og nota flugmódel allt að 20 kg þurfi ekki að sértryggja sig, sem aftur þýðir að gömlu tryggingarnar okkar gilda áfram. Þetta þýðir hins vegar líka að (eða getur gert) að þeir sem byggja flugmódel yfir 20kg að þýngd geta átt á hættu að þurfa að sértryggja þau til að fá að fljúga og skrá þau hjá loftferðaeftirlitinu. Nú þurfum við að hafa augun og eyrun opin og sjá til þess að við sjálfir verðum eftirlitsaðilar, en ekki einhverjir utanaðkomandi með litla sem enga þekkingu á módelum.
gaui[/quote]
Já núverandi tryggingar eru í fullu gildi það er engin vafi á því, megin inntakið í eldri lögunum var einmitt það að aðilar með módel léttari en 25 kg gátu verið með sameiginlega tryggingu eins og þú bendir á. Reyndar hafa menn með módel þyngri en 25 kg þurft að sértryggja þau en ég held alveg örugglega að ekkert módel í þeim þyngdarflokki sé flughæft hér á landi og því hefur væntanlega ekki reynt á það enn. En eins og þú réttilega bendir á þá er þetta hlutur sem menn þurfa að passa sig, á sérstaklega þar sem þeir virðast vera búnir að lækka mörkin, því ég held að það geti engin vafi verið um það að módel þyngri en 20 kg verður að sértryggja. Hjartanlega sammála með eftirlitshlutverkið það er eitthvað sem við viljum eiga þátt í ef af verður. Ég geri ráð fyrir að þú sért að hugsa þetta á svipuðum nótum og vinir okkar í LMA framkvæma hlutina í nafni CAA þar í landi.
Það var nokkuð skondið á sínum tíma þegar verið var að vinna í reglugerðarmálum hjá Samgönguráðuneytinu þá var fundað með hagsmunaðilum og þegar reglugerðarmenn fréttu að módelmenn væru tryggðir án þess að þurfa þess þá trúðu þeir því varla Þannig að við höfum hingað til verið með öll okkar mál í lagi og held ég að við ættum að freista þess að halda því áfram.
[quote=Björn G Leifsson]Það breytir því ekki að rétt er að vera með tryggingu sem dugir, jafnvel fyrir minni módel. Það er sjálfsagt skilyrði þess að vera meðlimur í klúbb.
Svo dæmi sé tekið þá var krafturinn sem leystist úr læðingi þegar ég boraði gat í flugbrautarmalbikið með Ready 2 sællar(?) minningar, svo gífurlegur að hann hefði nægt til að valda verulegu líkamstjóni hefði það lent á einhverjum, eða skemma dýran bíl fyrir netta upphæð.
Ég á enn eftir að bæta Eika það áfall sem hann varð fyrir því hann stóð ekki langt frá. :/[/quote]
Nei alls ekki, það þurfa allir að vera með tryggingarnar í lagi, hins vegar er það að stinga mig að ef þessi túlkun mín er rétt þá skapar þetta talsvert stóra gloppu því eins og þú nefnir þá þurfa módel ekki að vera þung til að valda skaða og ef þarna er dottið út bilið 0-20 kg þá er það ansi alvarlegt mál.
[quote=Björn G Leifsson]Ég held að mikilvægast sé að athuga hjá tryggingafélaginu að tryggingin sé virkilega eins góð og hún ætti að vera.[/quote]
Svo ég nefni þau félög sem ég þekki best til þá eru Þytur og Flugmódelfélag Suðurnesja með tryggingar sem dekka hóptryggingamálin og ég veit ekki betur en Smástund og Flugmódelfélag Akureyrar séu líka í góðum málum að þessu leiti þó ég þekki þeirra mál ekki út í gegn.
[quote=Björn G Leifsson]Í mínum huga þá getur 3-5 kg módel valdið eins miklum skaða og 40 kg vél. Hvort tveggja getur drepið svo sem sorgleg dæmi í útlöndum sanna.[/quote]
Já við höfum sloppið vel hingað til.
Hér sýnist mér að sé komin inn í íslenskar reglugerðir 20kg hámarks þyngd flugmódela eins og tíðkast í Englandi.[/quote]
Það bendir allt til þess, þeir byggja á reglugerð Evrópuþingsins í þessu tilfelli.
[quote]Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 785/2004 frá 21. apríl 2004 um kröfur um vátryggingar fyrir flugrekendur og umráðendur loftfara með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 157/2004 frá 29. október 2004.[/quote]
[quote=Gaui]Þetta þýðir að þeir sem eiga og nota flugmódel allt að 20 kg þurfi ekki að sértryggja sig, sem aftur þýðir að gömlu tryggingarnar okkar gilda áfram. Þetta þýðir hins vegar líka að (eða getur gert) að þeir sem byggja flugmódel yfir 20kg að þýngd geta átt á hættu að þurfa að sértryggja þau til að fá að fljúga og skrá þau hjá loftferðaeftirlitinu. Nú þurfum við að hafa augun og eyrun opin og sjá til þess að við sjálfir verðum eftirlitsaðilar, en ekki einhverjir utanaðkomandi með litla sem enga þekkingu á módelum.
gaui[/quote]
Já núverandi tryggingar eru í fullu gildi það er engin vafi á því, megin inntakið í eldri lögunum var einmitt það að aðilar með módel léttari en 25 kg gátu verið með sameiginlega tryggingu eins og þú bendir á. Reyndar hafa menn með módel þyngri en 25 kg þurft að sértryggja þau en ég held alveg örugglega að ekkert módel í þeim þyngdarflokki sé flughæft hér á landi og því hefur væntanlega ekki reynt á það enn. En eins og þú réttilega bendir á þá er þetta hlutur sem menn þurfa að passa sig, á sérstaklega þar sem þeir virðast vera búnir að lækka mörkin, því ég held að það geti engin vafi verið um það að módel þyngri en 20 kg verður að sértryggja. Hjartanlega sammála með eftirlitshlutverkið það er eitthvað sem við viljum eiga þátt í ef af verður. Ég geri ráð fyrir að þú sért að hugsa þetta á svipuðum nótum og vinir okkar í LMA framkvæma hlutina í nafni CAA þar í landi.
Það var nokkuð skondið á sínum tíma þegar verið var að vinna í reglugerðarmálum hjá Samgönguráðuneytinu þá var fundað með hagsmunaðilum og þegar reglugerðarmenn fréttu að módelmenn væru tryggðir án þess að þurfa þess þá trúðu þeir því varla Þannig að við höfum hingað til verið með öll okkar mál í lagi og held ég að við ættum að freista þess að halda því áfram.
[quote=Björn G Leifsson]Það breytir því ekki að rétt er að vera með tryggingu sem dugir, jafnvel fyrir minni módel. Það er sjálfsagt skilyrði þess að vera meðlimur í klúbb.
Svo dæmi sé tekið þá var krafturinn sem leystist úr læðingi þegar ég boraði gat í flugbrautarmalbikið með Ready 2 sællar(?) minningar, svo gífurlegur að hann hefði nægt til að valda verulegu líkamstjóni hefði það lent á einhverjum, eða skemma dýran bíl fyrir netta upphæð.
Ég á enn eftir að bæta Eika það áfall sem hann varð fyrir því hann stóð ekki langt frá. :/[/quote]
Nei alls ekki, það þurfa allir að vera með tryggingarnar í lagi, hins vegar er það að stinga mig að ef þessi túlkun mín er rétt þá skapar þetta talsvert stóra gloppu því eins og þú nefnir þá þurfa módel ekki að vera þung til að valda skaða og ef þarna er dottið út bilið 0-20 kg þá er það ansi alvarlegt mál.
[quote=Björn G Leifsson]Ég held að mikilvægast sé að athuga hjá tryggingafélaginu að tryggingin sé virkilega eins góð og hún ætti að vera.[/quote]
Svo ég nefni þau félög sem ég þekki best til þá eru Þytur og Flugmódelfélag Suðurnesja með tryggingar sem dekka hóptryggingamálin og ég veit ekki betur en Smástund og Flugmódelfélag Akureyrar séu líka í góðum málum að þessu leiti þó ég þekki þeirra mál ekki út í gegn.
[quote=Björn G Leifsson]Í mínum huga þá getur 3-5 kg módel valdið eins miklum skaða og 40 kg vél. Hvort tveggja getur drepið svo sem sorgleg dæmi í útlöndum sanna.[/quote]
Já við höfum sloppið vel hingað til.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Tryggingamál
Var reyndar að fá þessar línur neðan úr ráðuneyti rétt í þessu.
[quote]Ég hef leitað álits Flugmálastjórnar á málinu.
Þetta mun vera rétt skilið hjá þér, þ.e. að ekki sé lengur skylda að vátryggja flugmódel léttari en 20 kg.[/quote]
Þannig að við þurfum að vera vel vakandi þar sem þarna er komin ansi stór og ég leyfi mér að segja hættuleg gloppa í lögin.
[quote]Ég hef leitað álits Flugmálastjórnar á málinu.
Þetta mun vera rétt skilið hjá þér, þ.e. að ekki sé lengur skylda að vátryggja flugmódel léttari en 20 kg.[/quote]
Þannig að við þurfum að vera vel vakandi þar sem þarna er komin ansi stór og ég leyfi mér að segja hættuleg gloppa í lögin.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Tryggingamál
Smástund er með allar sínar tryggingar í góðu lagi, og hefur verið frá upphafi formlegs félags. Vís tryggir okkur með ákveðin fjölda módelmanna inní dílnum.
Ef menn rengja það að lítið og einfalt 3kg módel geti stórskaðað þá þarf viðkomandi bara að prófa að missa
eina mjólkurfernu á tærnar á sér og er hún einungis rúmt 1 kg, og fallið sáralítið (reyndar mismikið) .
hvað þá flugmódel á 100kmh + og 3kg og uppúr, ekki mjög flókið reikningsdæmi í mínum huga..
mbk
Tóti
Ef menn rengja það að lítið og einfalt 3kg módel geti stórskaðað þá þarf viðkomandi bara að prófa að missa
eina mjólkurfernu á tærnar á sér og er hún einungis rúmt 1 kg, og fallið sáralítið (reyndar mismikið) .
hvað þá flugmódel á 100kmh + og 3kg og uppúr, ekki mjög flókið reikningsdæmi í mínum huga..
mbk
Tóti
Re: Tryggingamál
Hlutur þarf hvorki að vera stór né þungur til að valda miklum skaða. Byssukúla er aðeins fáein grömm að þyngd, en hraðinn frekar mikill. Hraði byssukúlu úr skammbyssu nær varla hljóðhraða, er líklega um 250m/s eða 900 km/klst.
Endi spaðans framann á módelinu getur náð nánast hljóðhraða og þotumódelið mældist á rúmlega 300 km hraða á Tungubökkum. Það er því ljóst að lítið flugmódel er hreint ekki hættulaust.
Endi spaðans framann á módelinu getur náð nánast hljóðhraða og þotumódelið mældist á rúmlega 300 km hraða á Tungubökkum. Það er því ljóst að lítið flugmódel er hreint ekki hættulaust.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Tryggingamál
Allir að sjálfsögðu sammála um gildi þess að vera með almennilega tryggingu.
Hitt er annað mál hvernig eigi að fá fólk til að ganga í flugmódelklúbbana.
Hitt er annað mál hvernig eigi að fá fólk til að ganga í flugmódelklúbbana.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Tryggingamál
Besta tryggingin fyrir því að líða vel og ganga vel í þessari íþrótt (þetta er íþrótt!) er að vera með í klúbbi. Það eru sennilega margir sem finnst þetta dýrt (í raun ekki) og/eða stendur ógn af þessum fínu köllum með öll stóru dýru módelin sem horfa með gagnrýnissvip á aðfarirnar hjá græningjunum. Það er þó óþarfi því ég held að allir vilji taka vel á móti byrjendum og vilji fá miklu fleiri félaga inn í íþróttina.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken