Byrjendakynningar?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Byrjendakynningar?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Eru einhverjir Þytsmenn til í að vera með mér í að skipuleggja átak til þess að laða áhugasama að íþróttinni og félaginu?
Ég er að hugsa um kynningu og byrjendadag(a?) svipað og köfunardagurinn sem var um daginn.


Hringið þá í mig í 8245591

Björn Geir
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Byrjendakynningar?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Jæja...
Við Ingþór og Hjörtur (og kannski einhverjir fleiri?) ætlum á laugardaginn næsta,,, þann tuttugasta,,, að vera úti á Hamranesi frá 9 til svona 12 allavega, til þess að taka á móti forvitnum og nýliðum sem hafa áhuga á áð kynnast félaginu og íþróttinni okkar.

Endilega, þið sem eruð að fylgjast með hérna og langar til að kynnast þessu í návígi eða kannski eitthvað byrjaðir en vantar hvatningu og aðstoð, endilega komið úteftir á laugardaginn.

Þetta verður ekki vitund formlegt, bara spilað eftir eyranu og eftir því hverjir koma.

Kannski jafnvel hægt að "taka í snúru" ef forsjónin og aðstæður leyfa.
Ef illa viðrar þá sitjum við allavega inni með flughermi og kaffi og segjum frá, sýnum módel og svörum spurningum.

Þetta er smá tilraunastarfsemi sem kannski (vonandi?) á eftir að reynast vel. Það er ómögulegt að vita hversu margir koma. Við erum að spá í að koma tilkynningum til blaða og kannski jafnvel í morgusjónvarpið.
Þið hinir Þytsfélagar megið gjarnan koma með hugmyndir, ráð og taka þátt í þessu með okkur.

Ef veðrið er gott og margir að fljúga er það bara ennþá betra. Sem sagt þið hinir, ekki láta þetta fæla frá að fljúga þennan morgun, þvert á móti.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Byrjendakynningar?

Póstur eftir benedikt »

ég held að þetta sé frábært framtak! ég mæti - og ef ykkur vantar einhverja aðstoð þá býð ég hana - en lofa samt ekki miklum tíma þar sem vinnan er ögn kröfuhörð þessa dagana

- benni
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Byrjendakynningar?

Póstur eftir benedikt »

... ég get amk komið og sýnt hversu hratt þyrlur geta flogið ....niður ! ;)
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11683
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Byrjendakynningar?

Póstur eftir Sverrir »

Lítið svo endilega við á flotfluginu þegar þið eruð búnir ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara