Jæja þá er búið að tilkeyra mótor og þess háttar, enn það stóra er enn eftir. það er að segja að fljúga gripnum þetta er trainer 40 með futuba stýringu og er einhver fáanlegur til að kenna manni að koma honum i loftið og það sem meira er Heilum niður aftur.
´ps ég er búsettur i sandgerði
Kennsla i módelflugi
Re: Kennsla i módelflugi
bendi þér á félagana í Keflavíkinni, Sverrir ritstjóra, Magnús ofl...
Mjög sennilegt að það verði auðsótt mál ef ég þekki þá drengi rétt
mbk
Tóti
Mjög sennilegt að það verði auðsótt mál ef ég þekki þá drengi rétt
mbk
Tóti
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Kennsla i módelflugi
Sverrir er í amríkunni þessa dagana... en ég á nú von á að hann komi aftur von bráðar.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Kennsla i módelflugi
Já þú meinar, Þá skil ég afhverju hann hefur ekki svarað mér enn. Maður verður bara að bíða rólegur þar til hann kemur til baka, og vonandi að maður geti farið að læra að fljuga dótinu. Tími bara ekki að prufa þetta sjálfur svona úta stillingum og þess háttar.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Kennsla i módelflugi
Þýðir ekkert að fara af stað á eigin spýtur. Ekki einu sinni þó þú hafir flogið helling í flughermi.
Hvernig er það? Ertu búinn að verða þér úti um slíkan?.
Algerlega ómissandi að vera búinn að æfa sig í svoleiðis tæki áður en maður fer í fyrsta sinn út á völl. Hér áður fyrr þurftu menn að brjóta allnokkra treinera áður en þeir voru farnir að geta flogið eitthvað. Nú borgar flughermir sig á einu sumri amk. Auk þess er mun minni hætta á að maður gefist upp í byrjun.
Hvernig er það? Ertu búinn að verða þér úti um slíkan?.
Algerlega ómissandi að vera búinn að æfa sig í svoleiðis tæki áður en maður fer í fyrsta sinn út á völl. Hér áður fyrr þurftu menn að brjóta allnokkra treinera áður en þeir voru farnir að geta flogið eitthvað. Nú borgar flughermir sig á einu sumri amk. Auk þess er mun minni hætta á að maður gefist upp í byrjun.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Kennsla i módelflugi
ég er með þennann FMS sem fylgdi einni vél sem eg er með enn hann er bara ekki nógu góður. Enn er samt búinn að vera töluvert i honum
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Kennsla i módelflugi
FMS er góð byrjun fljúgðu honum sundur og saman. Eitt af aðalatriðunum er að ná valdi á "aðfluginu" þeas því þegar flugvélin flýgur í átt að þér. þá þarf maður að hafa innbyggt í mænuna í hvora áttina hallastýrin virka.
Æfðu þig að taka á loft, fljúga hringi og aðflug og lendingar,,, endalaust aftur og aftur þar til það er komið í mænuna og þú þurfir ekki að hugsa hvernig vélin snýr. Gerir ekkert til þó hermirinn sé ekki súper-raunverulegur. Nógur tími seinna að fá sér einn svoleiðis.
Æfðu þig að taka á loft, fljúga hringi og aðflug og lendingar,,, endalaust aftur og aftur þar til það er komið í mænuna og þú þurfir ekki að hugsa hvernig vélin snýr. Gerir ekkert til þó hermirinn sé ekki súper-raunverulegur. Nógur tími seinna að fá sér einn svoleiðis.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Kennsla i módelflugi
Já eða eins og sagt er, æfingin skapi meistarann. það er svona nánast að maður sé búin að flytja lögheimilið i tölvugarminn