Þess má einnig til gamans geta að Guðmundur er einn nýjasta meðlimur í tvíburaklúbbi íslenskra módelmann en hann festi nýverið kaup á P-38 frá YT.
Endilega lítið á spjallið og sjáið frábært handbragð

Á morgun, kl.10,er svo komið að hinu árlega Kríumóti og verður það að venju haldið á Höskuldarvöllum. Veðurspáin lítur bara bærilega út og er óhætt að hvetja menn til að fjölmenna á svæðið.
Kl.11 á morgun hefst einnig Tómstundadagur Reykjanesbæjar í Reykjaneshöllinni en þar mun Flugmódelfélag Suðurnesja verða með sýningu á flugmódelum og öðru tilheyrandi. Endilegað lítið við ef þið verðið í nágrenninu.