Walbro blöndungur: Betri stöðugleiki á flugi...

Kanntu brögð og brellur sem fleiri hafa gagn af?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Walbro blöndungur: Betri stöðugleiki á flugi...

Póstur eftir Agust »

Úrklippa úr MAN. Til að bensínmótorinn verði gangvissari:

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Walbro blöndungur: Betri stöðugleiki á flugi...

Póstur eftir Agust »

Einhvern vegin svona vilja þeir hjá MAN meina að gera eigi hlutina. Slangan liggur inn í skrokkinn.

Reyndar hef ég séð þannig gengið frá þessu að slangan (eða koparrörið) endi við loftinntakið á blöndungnum. Hvort ætli sé betra?

Gæta þess vel að nýja koparrörið sem lóðað hefur verið við blöndunginn snerti ekki gúmmímembruna sem er undir lokinu sem rörið var lóðað í.


Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11440
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Walbro blöndungur: Betri stöðugleiki á flugi...

Póstur eftir Sverrir »

Set þetta þangað sem ekki er hætta á að loftstraumur leiki frjáls um opið og trufli membruna.

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Walbro blöndungur: Betri stöðugleiki á flugi...

Póstur eftir Agust »

Það eru greinilega ýmsar aðferðir.

Toni Clark mælir með því, sérstaklega þar sem lúður eða trompet er notaður, sérstaklega ef hann stendur út fyrir vélarhlífina og lendir í loftblæstrinum, að láta slönguna/rörið flútta við loftinntakið. Það er jú verið að jafna þrýstingssveiflur yfir membuna í blöndungnum. Þetta finnst mér vera rökrétt.

Ég hafði því smá bakþanka varðandi myndina sem ég sendi inn, því þar er einmitt gert ráð fyrir smá opi út fyrir vélarhlífina.

Menn hafa jafnvel notað filmuhylki eða lítinn balsakassa með örsmáum götum og hafður er innan vélarhlífar til að búa til skjól en halda meðalþrýstingi á slönguendanum. - Nú eða tekið loftið innan úr skrokknum eins og MAN bendir á, en þá er ekki verið að jafna út þrýstingssveiflur sem geta valdið því að membran flökti.

Umræður má sjá t.d. hér:

http://www.rcuniverse.com/forum/m_99737 ... tm#9974871
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara