Arnarvöllur - 28.maí 2011

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
SteinarHugi
Póstar: 35
Skráður: 9. Jún. 2008 11:44:22

Re: Arnarvöllur - 28.maí 2011

Póstur eftir SteinarHugi »

Sæll Björn,

Birtumismunurinn skýrir hluta af vandamálinu. Aftur á móti er skugginn nánast alltaf kaldari í dagsbirtu (meira út í blátt) en sólin nema það sé þeim mun hlýrra endurkast, sem er ekki í þessu tilfelli. Því er þetta í raun ákkurat öfugt, hlýrri birta ofan frá, sem er þá í samræmi við litahringinn. Vélin metur birtuna í 5400K sem er líklega nokkuð nærri lagi þar sem þunn ský voru á milli.

Hinsvegar eykst saturation og litirnir virðast óraunverulegir, sem er ekki eðlilegt. Skjárinn er calibrateaður, svo það er ekki vandamálið, en raw converterinn gæti átt þátt í þessu.
Passamynd
Árni H
Póstar: 1586
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Arnarvöllur - 28.maí 2011

Póstur eftir Árni H »

Þetta eru flottar myndir enda toppgræjur á ferðinni. Það er líka stórmerkilegt stórskemmtilegt að sjá litla Puskann gleypa allt þetta dót :D
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Arnarvöllur - 28.maí 2011

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=SteinarHugi]Sæll Björn,

Birtumismunurinn skýrir hluta af vandamálinu. Aftur á móti er skugginn nánast alltaf kaldari í dagsbirtu (meira út í blátt) en sólin nema það sé þeim mun hlýrra endurkast, sem er ekki í þessu tilfelli. Því er þetta í raun ákkurat öfugt, hlýrri birta ofan frá, sem er þá í samræmi við litahringinn. Vélin metur birtuna í 5400K sem er líklega nokkuð nærri lagi þar sem þunn ský voru á milli.

Hinsvegar eykst saturation og litirnir virðast óraunverulegir, sem er ekki eðlilegt. Skjárinn er calibrateaður, svo það er ekki vandamálið, en raw converterinn gæti átt þátt í þessu.[/quote]
Uppfært svar:
Þó ég gangist upp í því að vera óforbetranlegur wesserbisser ætla ég ekki að gefa mig út fyrir að vera klár á þessu sviði. Það er hins vegar pabbi gamli, sem er sennilega einn sá elsti á sviði litjósmyndunar og myndvinnslu. Hann kenndi fræðin í Iðnó og síðar Listaháskólanum fram yfir sjötugt. Þó hann sé nú kominn undir átrætt er hann eldklár í kollinum og situr með þrjár eða fjórar myndvinnslutölvur alla daga og vinnur myndir. Ég bar þetta undir hann í síma og hann kannaðist nú aldeilis við problemið, að það gæti slegið yfir í drullubrúnt jafnvel við svona aðstæður. Það er ekki Raw-processorinn heldur lita-hitastillingin í digital vélinni. Hann sagðist sjálfur yfirleitt stilla sína Leica M9 á sjálfvirkt, (eina auto sem hann notar ;) ) en annars mætti við svona aðstæður líka hækka kelvinatöluna til að minnka þetta. Þú ert kannski þegar með þetta stillt á auto?

Svo talaði hannn um að hann byrji á að nota autocolor í PS til að sjá hvað hún gerði við svona myndir og nota það sem útgangspunkt.
Þetta var nú svona það helsta sem ég fékk með úr löngum fyrirlestri karlsins. Kannski það hjálpi eitthvað. Annars er bara að tala við Baldvin í Beco og leggja sjúklnginn inn til rannsóknar :p

Mér hefur áður dottið í hug að fá kallinn á Þytsfund til að kenna okkur trix í sambandi við svona myndatökur en það yrði kannski of fræðilegt fyrir flesta?
Ef margir hafa áhuga þá gæti ég ábyggilega fengið hann til að koma á fund okkar.

Samspilið milli bláa og appelsínugula er skrýtið og skemmtilegt :)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Arnarvöllur - 28.maí 2011

Póstur eftir Agust »

Er það ekki þannig að þegar maður tekur myndir í RAW, þá eru þær algjörlega hráar og engin bévítans myndavélastilling, svo sem litahitastilling?

Þannig hélt ég það væri í minni forláta DSLR myndavél og reyndar líka í vasamyndavélinni.

Síðan nota ég Lightroom-3 til að "framkalla" RAW myndirnar, þar með talið að stilla hitann.

Svo er það spurning hvort myndavélin skrái bara í Exif það sem hún telur vera rétta litinn, án þess að breyta nokkuð RAW skránni?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: Arnarvöllur - 28.maí 2011

Póstur eftir Valgeir »

Kosturinn við raw á móti jpg er að raw skráinn inni heldur allar þær upplýsingar sem myndflagan nemur ómeðhöndlaðar og óþjappaðar, en það gefur mun meiri möguleika á eftirvinslu myndarinnar. Skrárnar verða því mjög stórar og t.d. ef þú ert með mynda vél sem tekur 15,1 megapixla og 2 gb minnis kort getur þú tekið 370 myndir í jpg en aðeins 90 í raw, en varast skal að filla kort af raw myndum því að þá er hætta á að kortið lokist og þá er ekki hægt að lesa neinar myndir af því.
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Arnarvöllur - 28.maí 2011

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Agust]Er það ekki þannig að þegar maður tekur myndir í RAW, þá eru þær algjörlega hráar og engin bévítans myndavélastilling, svo sem litahitastilling?

Þannig hélt ég það væri í minni forláta DSLR myndavél og reyndar líka í vasamyndavélinni.

Síðan nota ég Lightroom-3 til að "framkalla" RAW myndirnar, þar með talið að stilla hitann.

Svo er það spurning hvort myndavélin skrái bara í Exif það sem hún telur vera rétta litinn, án þess að breyta nokkuð RAW skránni?[/quote]
Það hélt ég líka einu sinni. Svo getur maður orðið alveg ringlaður þegar maður fer að reyna að átta sig á þessu.
I fyrsta lagi er Raw er ekki eitt format heldur hellingur af mismunandi skráarformum sem eiga það sameiginlegt að vera það sem kallað er "minimally processed". Eiginlega hefur hver framleiðandi sína útgáfu(r). Svo er mismunandi forvinnsla í mismunandi kerfum, í sumum jafnvel heldur mikil.
Fyrst og fremst er þó RAW skrám ekki þjappað því þjöppunin tekur burt upplýsingar sem hægt er að nota seinna, bæði upplausn og litarýmd. En þó upplýsingarnar í þessum skrám innihaldi allt sem myndflagan getur skilað þá þarf að segja myndflögunni fyrir verkum við myndatökuna ef svo má segja og eitt af því er "hitastillingin" ef ég skil þetta rétt.
Hitastillingin vinnur þannig að myndflagan er stillt á að meta magn allra lita í myndefninu og jafna yfir í grátt. Þess vegna geta komið upp vandamál þegar hún hefur fáa og kannski "skrýtna" liti. Að stilla "hitastigið" eða white balance er í raun að segja henni hvað sé eðlilegur viðmiðunarlitur. (Þessi skýring er ekki alveg að virka samt?). Að stilla það á auto er þá væntanlega að láta hana meta hvað sé hagstæðasta viðmið. Jafnvel sérfræðingurinn lætur dýrindið sitt ráða ferðinni þarna (sbr ofanskráð), mér til nokkurrar undrunar. Þó sjálfvirknin eða þú sjálfur sjái um grunnstillinguna þá er ekki verið að taka burt upplýsingar og það er hellingur af vinnu eftir. Áður en myndin svo er nothæf þarf að vinna hana áfram og það má segja að frekari myndvinnsla sé flutt yfir á tölvuna í staðinn fyrir að fara fram í myndavélinni sjálfri. Þanig hefur ljósmyndarinn miklu meira vald yfir hvernig lokaútkoman verður.

Nú er ég alveg að missa mig í wesserbissinu. En þetta eru svo heillandi fræði sem ég hef eiginlega alist upp með og er alltaf að fá smá fyrirlestra um þegar ég heimsæki karl föður minn á vinnustofuna, eða eins og áðan þegar ég fékk næstum 20 mínútna fyrirlestur um "hitastillingarvandamál" gegnum Skypið. Best að ég hætti mér ekki lengra í bili.
Ættum kannski að færa þetta yfir í nýjan þráð í heilræðakaflanum og safna þar spurningum og finna svör? Hér átti eiginlega að ræða dásamlegan dag á módelvellinum.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Arnarvöllur - 28.maí 2011

Póstur eftir jons »

[quote]Fyrst og fremst er þó RAW skrám ekki þjappað því þjöppunin tekur burt upplýsingar sem hægt er að nota seinna, bæði upplausn og litarýmd.[/quote]
Eitt worthless innlegg: Það er vel hægt að þjappa gögnum án þess að tapa upplýsingum (zip þjöppun er t.d. eitthvað sem margir þekkja). Mörg raw formöt eru enda þjöppuð.

kv Mummi
Jón Stefánsson
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Arnarvöllur - 28.maí 2011

Póstur eftir Agust »

Ég tek orðið stóran hluta af myndunum í RAW og nota í dag mest Adobe Lightroom 3 til að vinna þær.
http://www.adobe.com/products/photoshoplightroom/

Vasamyndavélin er Canon S95, DSLR er Canon 400D og millivélin er Panasonic Lumix FZ100 superzoom. Allar með RAW, manual, autobracketing, o.s.frv.

RAW varðveiti ég sem DNG (Adobe Digital Negative) http://www.adobe.com/products/photoshop ... yTab2.html.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Arnarvöllur - 28.maí 2011

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=jons][quote]Fyrst og fremst er þó RAW skrám ekki þjappað því þjöppunin tekur burt upplýsingar sem hægt er að nota seinna, bæði upplausn og litarýmd.[/quote]
Eitt worthless innlegg: Það er vel hægt að þjappa gögnum án þess að tapa upplýsingum (zip þjöppun er t.d. eitthvað sem margir þekkja). Mörg raw formöt eru enda þjöppuð.

kv Mummi[/quote]
Það heitir "Lossless" þjöppun. Byggir á því að greina uplýsingarnar og einfalda en samt þannig að hægt sé að byggja nákvæmlega (vonandi) skrá aftur. Bara ekki nærri eins áhrifaríkt og "Lossy" þjöppun.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara